Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 16
Sífellt fleiri sækja fundi hjá SLAA, samtökum nafnlausra ástar- og kyn- lífsfíkla. Í þeim er alls konar fólk af öllum stigum samfélagsins, konur og karlar á öllum aldri. Blaðamaður DV ákvað að kanna hvað felst í því að vera haldinn ástar- og kynlífsfíkn og tók tvo ástar- og kynlífsfíkla tali, en vegna nafnleyndar sem ríkir í sam- tökunum kemur hvorugur þeirra fram undir sínu rétta nafni. Við köll- um þau Ragnar og Andreu. Mikið tabú Ragnar stendur fyrir utan kaffihús- ið með kaffibolla sér við hönd þeg- ar blaðamann ber að garði. Hann er klæddur í dökkar gallabuxur og sport- legan jakka, nýútskrifaður háskóla- nemi á þrítugsaldri. Andrea situr inni með sitt dökka snöggklippta hár og sýpur á soja-latte. Fatnaður hennar er snyrtilegur og ekkert í hennar fasi ber þess merki að hún glími við erfiða fíkn. Þó segir hún að fæstir fari inn í SLAA fyrr en allt sé komið í þrot. „Því þetta er svo mikið tabú. Fáfræði og for- dómar einkenna oft umræðuna um ástar- og kynlífsfíkn og margir óttast skilningsleysi samfélagsins. Fyrst þeg- ar fólk kemur inn í samtökin vilja lang- flestir meina að þeir séu aðeins ann- aðhvort ástar- eða kynlífsfíklar, en ekki hvort tveggja. Í prógramminu áttar maður sig svo á því að ást og kynlíf er samtvinnað fyrirbæri. Það að stunda kynlíf án ástar getur hæglega étið þig upp að innan ef þú gerir mikið af því. Ást án kynlífs getur verið hin hliðin á sama peningnum,“ útskýrir hún. Klámið var öruggt Á heimasíðu SLAA kemur fram að sumir fíklanna líta á sig sem utan- garðsmenn eða öfugugga á meðan aðrir telja sig eiga heimtingu á því sem þeir sækjast eftir því þeir eigi það skil- ið. Þeir eru sannfærðir um að hömlu- leysið sé réttur þeirra. Hvorki Ragnar né Andrea tóku ábyrgð á eigin hegðun á meðan þau voru virkir ástar- og kynlífsfíklar. Ragn- ar sótti í klám, daður og á einkamál. is. Strax í grunnskóla var hann farinn að verða mjög skotinn í kennurum og bekkjarfélögum en minnimáttar- kennd aftraði honum frá því að tala við stelpurnar. Þá bjó hann sér til fantasíur í huganum. Þegar hann komst á gelgj- una uppgötvaði hann svo klám. „Mér fannst það mjög spennandi og fékk eitthvað kikk út úr því. Það varð fljót- lega að fíkn, ég missti stjórnina. Ég get tekið sem dæmi að oft þegar ég kom heim úr skólanum ætlaði ég kannski að kíkja aðeins á tölvupóstinn áður en ég færi að læra, en áður en ég vissi af var ég búinn að hanga nokkra klukku- tíma yfir klámi. Og lærði auðvitað ekk- ert heima.“ Ástæðan fyrir því að Ragnar sótti frekar í klám en kynlíf var sú að klám- ið var öruggt. Þar þurfti hann ekki að óttast höfnun, eins og hann gerði alla- jafna. Um tvítugt var Ragnar farinn að upplifa mikla skömm út af klámfíkn- inni og reyndi að hætta. Hann gat það ekki. Á sama tíma einangraðist hann. „Ég hélt þessu leyndu og lifði tvöföldu lífi.“ Á meðan hann var í föstum sam- böndum dró hann úr þessari hegðun, en aldrei alveg. „Ég var líka í alveg bil- uðum samböndum. Ég las alltaf stelp- una sem ég var að hitta, gerði svo og sagði það sem hún vildi heyra. Ég gerði alls konar hluti til að láta sambandið ganga, þótt ég væri ekkert hamingju- samur sjálfur. Eftir tvö ár í þessum fasa fékk ég svo endanlega nóg af því að vera í föstum samböndum með stelp- um og hætti því. Mér fannst ég vera brenndur og var viss um að ég væri óheppinn í ástum. Það var líka meira spennandi að vera laus við nándina og skuldbindinguna og geta bara verið í einhverju daðri, klámi og með bólfé- lögum.“ Vildi vera aðal Andrea upplifði þetta svona: „Ég frí- aði mig alltaf ábyrgð á minni fíkn. Ef ég var að daðra við mann sem átti konu þá var mín afsökun alltaf sú að það væri ekki ég sem væri í sambandi og því bæri ég ekki ábyrgð á framhjá- haldinu. En ég ber ábyrgð gagnvart sjálfri mér. Og ég var hvorki að gera mér gott, né neinum öðrum. Á endum varð ég að gefa upp á bátinn þessa hugsun um að ég og maðurinn sem ég var með í það skipt- ið yrðum hamingjusamt par þegar hann færi frá konunni sinni.“ Einu sinni kom það reyndar fyrir að mað- ur ætlaði að fara frá konunni sinni fyr- ir Andreu. „Hann hringdi og sagðist vera svo skotinn í mér að hann væri að spá í að yfirgefa konuna og koma til mín. Ég sagði þvert nei! Ég vildi það alls ekki. Samt var þetta maður sem ég hafði talið mér trú um að ég væri ástfangin af. Líklega var það ekki satt. Ég var bara á höttunum eftir spennu, ævintýri, egóbústi fyrir mig. Ég var stútfull af höfnunartilfinningu og vildi vera aðal. Sem er rosalega fyndið því enginn var aðal í mínu lífi. Ég var með alla í heiminum undir. Ég hafði rosa- lega þörf fyrir viðurkenningu og þráði heitt að heyra menn segjast elska mig og að ég væri yndislegasta kona sem þeir hefðu verið með. Af því að ég elskaði mig ekki sjálf.“ Þráhyggjan tók völdin Þetta er algeng tilfinning þeirra sem koma inn í SLAA, þeir kunna ekki að elska sjálfa sig og þurfa því að reiða sig á aðra. Samtökin hafa tekið saman lista yfir algeng einkenni þeirra sem elska of mikið, eins og það er þar kallað og þar segir: „Að öllum líkindum var æsku- heimili mitt sjúkt og tilfinningaleg- um þörfum mínum ekki mætt þar. Þar sem tilfinningalegum þörfum mínum var ekki sinnt sem skyldi reyni ég að fá þeim fullnægt með því að annast aðra. Þar sem mér tókst aldrei að breyta for- eldrum mínum í hlýtt og elskulegt fólk sem annaðist mig dregst ég mjög sterk- lega að fjarrænu fólki sem kallar fram kunnuglegar tilfinningar en hefur enga ást að gefa mér. Mig langar að ást mín breyti þeim. Ég óttast svo mjög að vera yfirgefinn að ég geri hvað sem er til að halda sambandi gangandi. Ekkert er of erfitt, dýrt eða tímafrekt ef það „hjálp- ar“ þráhyggjunni minni. Ég það á til að falla í tímabund- ið þunglyndi sem ég reyni að forðast með því að upplifa spennuna í óstöð- ugu ástarsambandi. Ég hef ekki áhuga á fólki sem er gott, áreiðanlegt, heiðar- legt og hefur áhuga á mér. Mér finnst svoleiðis fólk leiðinlegt. Sjálfsálit mitt er afar lítið og innst inni finnst mér ég ekki eiga skilið að vera hamingjusam- ur.“ Innantóm og ófullkomin Á heimasíðu samtakanna kemur einn- ig fram að þar sem fólk með ástar- og kynlífsfíkn kunni ekki að setja heil- brigð mörk tengist það fólki annað- hvort kynferðislega eða tilfinningalega án þess að kynnast því fyrst. Vegna ótta við að vera ein og yfirgefin leiti það í sársaukafull og mannskemmandi sambönd, og þar sem það feli þetta ferli fyrir öðrum einangrist það smám saman frá vinum og vandamönnum. Þar segir einnig að ástar- og kyn- lífsfíklar þekki hvorki muninn á ást, eymd og þörf, né muninn á því að lað- ast líkamlega að einhverjum og sam- úð, þörfina fyrir að bjarga öðrum eða vera bjargað. Eins og það er þar orð- að: „Okkur finnst við innan tóm, ófull- komin og vanheil þegar við erum ein- sömul. Þrátt fyrir ótta við nánd og skuldbindingu leitum við stöðugt að ástarsamböndum og kynlífsfélögum. Við erum þrælar meðvirkra tilfinn- ingasambanda, róman tískra leikja eða áráttuhegðunar. Til að reyna að verja okkur frá óþægilegum tilfinning- um eigum við til að draga okkur í hlé frá öllum nánum samskiptum og telj- um okkur trú um að tilfinningalegt og kynferðislegt lystarstol sé bati. Við get- um orðið óstarfhæf eða afar trufluð af rómantískum eða kynferðislegum fantasíum og dagdraumum. Við sveip- um þráhyggjuna okkar töfraljóma, gerum hana að guðlegri veru og ger- um allt til að láta sambandið ganga.“ Fékk sjálfsvígshugsanir Mörkin á milli þess sem er heilbrigt og eðlilegt og þess sem er orðið sjúk- legt geta verið óljós. Ragnar bendir á að hegðun hans hafi verið orðin sjúk þegar hann vildi hætta en gat það ekki. „Ég fann sérstaklega fyrir því eft- ir að ég fór að reyna að byggja líf mitt á heiðarleika en var svo að hanga á súlustöðum. Þetta passaði ekki sam- an. Því fylgdi ákveðið niðurbrot. Það var líka svo ruglað að ég svaf hjá konum sem ég hafði engan áhuga á. Í eitt skiptið fór ég á blint stefnumót með stelpu sem mér fannst hvorki líkamlega aðlaðandi né heillandi persóna. En af því að ég þorði ekki að særa stelpuna með því að vera heiðarlegur við hana svaf ég hjá henni með óbragð í munninum. Og ekki bara einu sinni heldur þri- svar sinnum. Hjá mér fór líka gríðarlegur tími í að sinna fíkninni, sérstaklega kláminu. Þetta snerist ekki bara um klukkutím- ana sem ég eyddi í klámið, eftir á var ég kannski í tvo til þrjá daga að jafna mig. Þegar ég sótti í klámið fann ég sama algleymið í því og áfengi, ég komst í sæluvímu. En eftir að ég hafði fengið útrás fyrir fíknina fór ég á bömmer og varð hálfþunnur. Ég lagðist í þunglyndi og fékk sjálfsvígshugsanir. Starfsorkan var skert og ég varð hægur, þungur og niðurdreginn. Ég dró mig inn í skel og reif mig niður. Ég var mjög ósáttur við sjálfan mig.“ Hætti í skóla Ef ekki er tekið á ástar- og kynlífsfíkn tekur hún sífellt á sig verri myndir, eins og saga Ragnars sýnir. Undir lok- in var hann hvorki starfhæfur í starfi né skóla. Hann var búinn að þróa með sér þráhyggju gagnvart fyrrverandi kær- ustu vinar síns og hugsaði stanslaust um hana allan sólarhringinn. „Á þess- um tíma varð ég oft skotinn í þáver- andi eða fyrrverandi kærustum vina minna. Ég var alltaf að svíkja vini mína og því fylgdu tilfinningasveiflur.“ Hann kann ekki alveg skýringar á því en segir þó að það hafi örugglega haft eitthvað með það að gera að þetta var spenn- andi, eitthvað tabú sem hann mátti ekki snerta á. „Þessi fíkn er þess eðlis að fólk leitar alltaf í eitthvað meira, ég leitaði alltaf í sterkara fix.“ Refsaði sér Á meðan Ragnar sökkti sér í klámið var Andrea í stöðugri leit að ástinni. „Þegar ég var að byrja í sambandi varð ég allt- af svakalega ástfangin. Eftir á að hyggja veit ég ekki hvenær ég var ástfangin og hvenær ekki því ég þekkti ekki muninn á ást og spennu og ruglaði því saman. Ég fór úr sambandi í samband en um leið og fór að halla undir fæti var ég fljót að fara. Í öllum mínum ástarsam- böndum var ég tilbúin með útgöngu- leið, sem var yfirleitt einhver annar maður sem ég sá fyrir mér að ég gæti byrjað með í staðinn. Þegar ég var í ástarsamböndum hélt ég framhjá og átti líka í platónskum samböndum við 16 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR ÞRÆLL ÁSTAR OG KYNLÍFS INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Áráttukennd þörf fyrir kynlíf, sjálfsfróun, sýnikynlíf og klám eru einkenni á ástar- og kynlífsfíkn sem er líklega vaxandi vandamál á Íslandi. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir kynnti sér sjúkdóminn og ræddi við fólk sem upplifði höfnun, einangrun og vanlíðan vegna fíknarinnar. Ég man eftir skiptum þar sem ég vaknaði um miðja nótt við skilaboð og fór á fætur til þess að spjalla við manninn í marga klukkutíma í tölvunni. Það að vera fíkill er eins og að vera þræll. Ég var alltaf að elta fíknina, sinna þörfunum og fylla upp í tómarúmið. Klámfíkn Ragnar var um tvítugt þegar hann var farinn að einangra sig félagslega og upplifa mikla skömm út af klámfíkninni. Eftir verstu köstin fékk hann sjálfsvígshugsanir. Ljósmynd er sviðsett. Sárt Andrea leitaði að ást og viðurkenningu á vitlausum stöðum og þegar upp var staðið snerist þetta fyrst og fremst um að næla sér í spennu, fylla upp í tóma- rúmið innra með henni. Ljósmynd er sviðsett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.