Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 64
n Björgólfur Guðmundsson, fyrr- verandi eigandi Landsbankans og fyrrverandi velgjörðarmaður KR- inga í Pepsi-deildinni, lét sig ekki vanta í Frostaskjólið á þriðjudaginn þegar KR lék gegn Haukum í fyrsta leik Íslandsmótsins. Björgólfur hef- ur nærri því ekkert sést opinber- lega frá því bankinn hrundi haustið 2008. Á vellinum bar hann sig hins vegar vel, var flottur í tauinu og gaf sig á tal við aðra gesti í Frosta- skjólinu. Meðal þeirra sem Björgólfur ræddi við var Gunnar Smári Egils- son, fyrr- verandi fjölmiðla- maður. Húmorslaus forstjóri? BJÖRGÓLFUR Á VELLINUM n Síðan Monitor sameinaðist Morg- unblaðinu hafa verið gefin út ein átta tölublöð. Séu forsíður þessara átta blaða skoðaðar kemur í ljós að á öllum þeirra er fólkið á forsíðunni með hendur á andliti sér. Það hafa verið fjölbreyttir og ólíkir einstakl- ingar á forsíðu blaðsins en all- ir hafa komið annarri hendi eða báðum fyr- ir á andliti sér og er ekki hægt að áætla annað en það sé með ráðum gert. Það verður spenn- andi að sjá hvort þetta festist í sessi sem einkenni blaðsins eða verði fljótlega þreytt. HENDUR Á ANDLITI MONITOR n Fastlega má gera ráð fyrir að áhorfendamet verði slegið á Voda- fone-vellinum á sunnudagskvöld- ið þegar Haukar taka á móti erki- fjendunum í FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Haukar hafa séð sér leik á borði og hækkað miðaverðið úr 1.200 krónum sem er almennt gjald á leiki deildarinnar upp í 1.500 krónur. Segir Heimir Heimisson við vefsíðuna Fótbolta.net að auka- gjaldið fari í að greiða fyrir auka- gæslu en „hún þurfi að vera mun öflugri en vanalega“. Haukar komu gífurlega á óvart í fyrsta leik sínum í deildinni þegar þeir gerðu jafn- tefli við KR í Frosta- skjóli. Á sama tíma gerði FH jafntefli við Val á Vodafone- vellinum en þetta verður því ann- ar leikur meistar- anna í röð að Hlíðar- enda. HAUKAR OKRA DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 04:17 SÓLSETUR 22:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, reyndi að hlutast til um að Laddi yrði ekki valinn til að halda uppi glensi og veislustjórn á árshátíð félagsins fyrir nokkru. Eftir því sem næst verður komist hafði árshátíðarnefnd starfsmanna Skeljungs sett sig í samband við Ladda og samið við hann um að halda uppi veislustjórn og spaugi á árshátíð fyrir- tækisins sem haldin var á Nordica hót- elinu í Reykjavík. Í góðri trú kom Laddi til fundar við árshátíðarnefndina. Einar, sem varð forstjóri félagsins í fyrra, blandaði sér í málið og ritaði Ladda bréf. Samkvæmt heimildum DV mun Einar Örn hafa látið í það skína að þjónusta Ladda væri of dýr. Hann gæti alveg fengið Gísla Martein Bald- ursson, borgarfulltrúa og vin sinn, til veislustjórnar fyrir lítinn pening. Afskipti forstjórans lögðust illa í árshátíðarnefndina og sagði hún af sér skömmu fyrir sjálfa árshátíðina. Heimildir herma að Einar Örn hafi brugðist ókvæða við en látið í minni pokann fyrir nefndinni. Úr varð að Laddi kom og hélt uppi veislustjórn og glensi eins og upp- haflega hafði verið gert ráð fyrir. Þess má geta að Einar Örn var áður framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs Íslandsbanka en var sagt upp störfum fyrir um ári vegna trúnaðarbrests. Einar Örn hafði milligöngu um að Gísla Marteini var boðið í umtalaða laxveiði- ferð til Rússlands sumar- ið 2007 ásamt hópi starfsmanna og viðskiptavina Glitnis. Forstjóri Skeljungs reyndi að skipta Ladda út fyrir Gísla Martein: VILDI VININN SEM VEISLUSTJÓRA Aðgangur 1000 krónur í Bláa Lónið Gildir gegn framvísun miðans dagana 13.– 31. maí 2010 Gildir ekki með öðrum tilboðum Lykill 1561 Vegna fjölda áskorana endurtökum við Gjósandi sumartilboð. Aðgangur í Bláa Lónið á 1000 krónur dagana 13.-31.maí. Frítt fyrir börn 13 ára og yngri. GJÓSANDI SUMARTILBOÐ 1000 krónur í Bláa Lónið Gjósandi tilboð í Bláa Lóninu 15% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum 15% afsláttur af snyrtimeðferðum – Nýjung Hamborgari og stór bjór 1950 krónur Hádegisverðar hlaðborð á LAVA 2900 krónur Fordrykkur í boði hússins þegar pantað er af matseðli LAVA* *Gildir ekki með öðrum tilboðum www.bluelagoon.is A N T O N & B E R G U R REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.