Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 VIÐTAL Ég man eftir mikilli reiði í messukaff-inu í Jónshúsi eftir guðsþjónustuna þar sem ég tilkynnti að þessi hug-mynd væri komin upp. Fólk furðaði sig á því hvernig yfirvöld voguðu sér að taka frá fólkinu þennan eina aðila sem það hefði óskoraðan aðgang að upp á sálusorgun á eig- in tungumáli, á degi sem nóttu.“ Þetta segir Þórir Jökull Þorsteinsson um viðbrögð Íslendinga í Danmörku þegar hann tilkynnti þeim í september síðastliðnum að líkur væru á að embætti sendiráðsprests í Kaupmannahöfn, embætti sem hann hafði þá gegnt í átta ár, yrði lagt niður. Þórir hafði skömmu áður fengið símtal frá biskupi Ís- lands þar sem honum var sagt að þessi sparn- aðarhugmynd væri komin fram. Ástæðan helgaðist fyrst og fremst af þeim mikla þrýst- ingi um niðurskurð sem Þjóðkirkjan væri undir frá stjórnvöldum. „Ég man eftir reiði og örvinglan hjá mínu fólki í þessu messukaffi í Húsi Jóns Sigurðs- sonar,“ segir Þórir. „Ég man til dæmis eftir eldri manni sem mætti alltaf í guðsþjónustu. Honum var mjög brugðið.“ VAR MJÖG BRUGÐIÐ Þórir segir biskup hafa lýst í umræddu símtali hugmyndum Þjóðkirkjunnar um þann sparn- að sem að líkindum þyrfti að ráðast í. Í þeim fólst að prestsembætti Þjóðkirkjunnar í Lond- on og Gautaborg gætu hugsanlega hlotið sömu örlög. „Mér var auðvitað mjög brugðið þótt fátt kæmi manni lengur á óvart eins og ástandið var orðið. Kirkjan hafði reynt að hjálpa okkur prestunum í útlandinu, með því að bæta okk- ur upp gengistapið eftir hrunið að því marki sem hægt var. Það var auðvitað ekkert hægt að hrófla við íslenskum launum, þau eru bara kjarasamningsbundin, en það voru ákveðnir liðir eins og embættiskostnaður og slíkt sem hægt var að hreyfa aðeins við. Það bjargaði því sem bjargað varð,“ segir Þórir en laun hans í ís- lenskum krónum um það bil helminguðust við hrunið haustið 2008. Ákvörðunin um að leggja prestsembættið í Danmörku niður varð svo ljós með bréfi til séra Þóris frá biskupi, dagsettu 13. október 2009 að hann minnir. Ákvörðunin skyldi taka gildi 15. janúar á þessu ári. Þórir segir stöðu sína sem persónu og prests í Danmörku hafa breyst mikið klukkan tólf á miðnætti þann janúardag. Hann hafi nefni- lega verið diplómat í embætti sendiráðsprests og því ekki verið skráður inn í landið frekar en aðrir diplómatar. „Ég var þannig með lög- heimili á Íslandi allan tímann sem ég bjó í Danmörku. Það þýddi að á miðnætti á mótum 14. og 15. janúar breyttist ég, formlega séð, úr diplómat í túrista,“ segir Þórir og hlær sínum djúpa hlátri. Bætir svo ívið alvarlegri við: „Og aðstæður mínar og íslensks þjóðkirkjufólks í Danmörku getum við þakkað íslenskum útrás- arvíkingum og bankabullum.“ HEIMSÓTTI FANGA MINNST VIKULEGA Það var haustið 2001 sem Þórir hóf þjón- ustu sína þarna ytra. Upphaflega ætlaði hann í framhaldsnám í Lundi í Svíþjóð þetta haust, var búinn að fá prófessor sem leiðbeinanda í náminu og fátt virtist því til fyrirstöðu að hann gæti hafið þann kúrs í lífi sínu. „En þá losnaði allt í einu embætti sendiráðsprests í Danmörku og ég ákvað að venda kvæði mínu í kross og sækja um það. Nú, ég fékk embættið og var svo í þjónustu þar næstu níu árin eða þar um bil,“ segir Þórir. Hann bætir við að það hafi verið ákveðin forréttindi að fá að starfa með utanríkisþjón- ustunni. „Ég fékk starfsaðstöðu fyrst í Jónshúsi og síðan í sendiráðinu eftir að það flutti í nýtt húsnæði úti í Kristjánshöfn undir árslok 2003. Það var náttúrlega gríðarlegur styrkur að því að hafa daglegt samneyti og samstarf við starfs- fólk sendiráðsins. Mörg af mínum verkefnum komu líka í gegnum sendiráðið. Þegar þetta var kynntist ég þeim gáfumanni og prúðmenni Þorsteini Pálssyni sem tekið hafði við sendi- herrastöðunni í Danmörku af öðru valmenni, Helga Ágústssyni. Ég mun hvorki gleyma þeim né göfuglyndi þeirra. Seinast starfaði ég með Svavari Gestssyni sem ég verð að telja drífandi og atorkusaman en sakna þess nú að hafa ekki fengið að vinna með Sturlu Sigurjónssyni, nú- verandi sendiherra okkar í Danmörku. Við Sturla unnum annars saman hjá RÚV í gamla daga en það er önnur saga.“ Þórir Jökull segir drjúgan hluta af starfsdög- um sínum hafa farið í heimsóknir á Ríkisspítal- ann eða fangelsin. Oft hafi tveir og jafnvel þrír Íslendingar setið inni í einu í Kaupmannahöfn og hann hafi leitast við að koma aldrei sjaldnar en einu sinni í viku í heimsókn til hvers þeirra. „Í tilvikum þar sem var um ungt fólk að ræða eða eldra fólk, sem var kannski heilsu- lítið, þá reyndi ég að koma tvisvar í viku. Þetta var eins og hver önnur sálgæsla við fanga, að þeir fengju þennan stuðning sem maður þarf á að halda þegar maður er á vissan hátt einn í heiminum, stendur einn andspænis einhverju ógurlegu kerfi sem fangelsi í útlöndum jafnan eru. Ég reyndi ávallt að sýna þessu fólki að það væri ekki eitt í heiminum og reyndi að vera því náungi.“ Atvinnulaus séra þökk sé „bankabullum“ Séra Þórir Jökull Þorsteinsson stendur uppi atvinnulaus eftir að embætti sendi- ráðsprests í Kaupmannahöfn var lagt niður í byrjun þessa árs. Hann segist geta þakkað aðstæður sínar íslenskum útrásarvíkingum og bankabullum. Þórir, sem er sonur tveggja skálda, starfaði meðal annars sem búfræðingur, sjómaður og bókhaldari áður en Kristur vitjaði hans í draumi og hann skráði sig í guðfræði, tæplega þrítugur að aldri. Kristján Hrafn Guðmundsson spjallaði við Þóri á dögunum á kaffihúsi í miðborginni. Séra Þórir Jökull Búfræðingur, guðfræð- ingur og sonur tveggja skálda. Kominn til Íslands eftir átta ára dvöl í Kaupmanna- höfn. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.