Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 9 Skiptastjórar danskra þrotabúa sem tilheyrðu íslensku fasteigna- samsteypunni Landic Property, sem var í eigu Baugs og tengdra aðila, hafa komist að því að stjórn- endur félagsins séu skaðabóta- skyldir vegna viðskipta sem áttu sér stað hjá félögunum á árunum 2008 og 2009. Bréf hafa verið send til stjórnenda félagsins þar sem þetta kemur fram. Frá þessu er greint í upplýsingabréfi frá dönsku skipta- stjórunum þremur, sem starfa hjá lögmannsstofunum Plesner, Bech- Bruun og Kromann Reumert, sem sent var til kröfuhafa dótturfélaga danska hluta Landic síðastliðinn mánudaginn. Meðal þeirra sem hafa feng- ið bréf eru fyrrverandi forstjórar Landic, Skarphéðinn Berg Stein- arsson og Viðar Þorkelsson, auk fleiri aðila. Í bréfinu er staðan á þrotabúi félagsins, Landic Investment A/S, rakin og er kröfuhöfunum greint frá uppgjöri félagsins. Það varð gjald- þrota í fyrrasumar. Þar kemur með- al annars fram að enn liggi ekkert fyrir um það hversu mikið kröfu- hafar félagsins geta vænst að fá upp í kröfur sínar á hendur félaginu. Verið er að selja eignir félagsins, allt frá smáum eignum til stórra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er rætt nokkuð um Landic Property og kemur þar fram að fé- lagið var eitt stærsta fasteignafélag- ið á Norðurlöndum, með starfsemi á Íslandi, í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. Landic sérhæfði sig í um- sýslu og leigu á atvinnuhúsnæði til fyrirtækja og einstaklinga og jukust umsvif félagsins eftir kaup á fasteignafélaginu Keops í Dan- mörku árið 2007. Það er þetta fé- lag sem tekið hefur verið til gjald- þrotaskipta þar í landi. Meðal eigna Landic voru meðal annars stór- verslanirnar Magasin du Nord og Illum. Í stefnu slitastjórnar Glitnis gegn eigendum og stjórnendum Glitnis er fjármögnun Landic vegna kaupa á danska fasteignafélaginu Keops gagnrýnd harkalega. Eink- um hvernig félag í eigu Ingibjarg- ar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, eignaðist 19 prósenta hlut í félaginu svo hægt væri að lána þeim hjónum meiri peninga út úr bankanum og snið- ganga þannig reglur um hámarks- áhættuskuldbindingar til tengdra aðila. Rannsókn á viðskiptum Landic Í bréfinu til kröfuhafa Landic kem- ur fram að skiptastjórarnir hafi ráð- ið endurskoðendafyrirtækið Ernst og Young til að rannsaka hvort ein- hver viðskipti hafi átt sér stað hjá Landic Property í Danmörku sem séu riftanleg. Í bréfinu segir að ástæðan fyrir því af hverju þetta hafi verið gert sé sú að Landic-sam- steypan í Danmörku sé svo flókin að ráða hafi þurft endurskoðend- ur til að greiða úr flækjunni. „Hinn mikli fjöldi félaga og almennt séð hversu samsteypan er flókin hefur gert það að verkum að við höfum orðið að ráða endurskoðendur til að vinna úr rafrænum gögnum og bókhaldi dönsku félaganna í Land- ic samsteypunni.“ Rannsóknin nær til allra viðskipta Landic frá 1. jan- úar 2008 og kemur fram í bréfinu að Landic í Danmörku eigi 136 dóttur- félög. Vinnan við uppgjör félagsins er því alls ekki auðveld. Rannsóknin á viðskiptum fé- lagsins er enn þá í fullum gangi en nú þegar liggur fyrir að kröfur verði gerðar á hendur stjórnendum Landic vegna viðskipta sem áttu sér stað í aðdraganda gjaldþrots félags- ins. Í bréfinu segir: „Skiptastjórarn- ir hafa rannsakað nokkur viðskipti sem gerð voru í hinum ýmsu félög- um Landic fyrir gjaldþrotið. Skipta- stjórarnir eru enn þá að vinna að þessu en nú þegar hafa verið gerðar tilteknar kröfur gegn stjórnendum Landic Property A/S á tímabilinu fyrir gjaldþrotið.“ Í bréfinu segir jafnframt að skiptastjórunum hafi verið tjáð að stjórnendatryggingar hafi verið teknar út á vegum Landic hf. á Ís- landi og að þess vegna hafi skipta- stjórarnir bent einstökum stjórnar- mönnum á að láta tryggingafélög sín vita af málunum. Þetta gerðist í tilfelli Skarphéðins Bergs Steinars- sonar og Viðars Þorkelssonar. Ekki er tilgreint í bréfinu um hvaða við- skipti Landic er að ræða. Skarphéðinn Berg segir í sam- tali við DV að hann hafi ekki heyrt meira frá skiptastjórunum eftir að hann fékk bréfið frá þeim fyrir nokkru þar sem honum var greint frá stjórnendatryggingunni. Sala á eignum; óvíst með endurheimtur Í bréfinu eru rakin gjaldþrot ýmissa dótturfélaga Landic í Danmörku og Svíþjóð og víðar um lönd, með- al annars í Tyrklandi og er greint lauslega frá eignasöfnum þessara félaga. Greint er frá sölu á ýmsum fasteignum, skrifstofubúnaði og einnig listaverkum upp á 500 þús- und danskar krónur, um tíu millj- ónir króna, sem voru í eigu Landic í Danmörku. Ljóst er að vinnan við uppgjör félaganna er á frumstigi. Í bréfinu til kröfuhafanna er rak- ið að skiptastjórarnir þrír telja sig eiga kröfu á hendur Landic Pro- perty hf. á Íslandi upp á rúmlega 60 milljarða króna, þrjár milljónir danskar. Landic Property hf. á Ís- landi var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi ársins og er Ástráður Haraldsson skiptastjóri félagsins. Í bréfinu kemur fram að þrotabú Landic á Íslandi sé ósammála kröf- unni. Í bréfinu til kröfuhafanna seg- ir að það sé með öllu óvíst hversu mikið þeir muni fá upp í kröfur sín- ar á hendur félaginu þar sem vinn- an við búið sé ekki komin nægilega langt til þess að hægt sé að leggja öruggt mat á það. Bréfið frá skiptastjórunum dönsku sýnir þá gríðarlega flóknu slóð eignarhaldsfélaga og skulda sem íslensk fyrirtæki og félög skilja eftir sig víða um heim og sér alls ekki fyrir endann á uppgjöri fé- lagsins eða hversu mikið það muni kosta. Á einungis nokkurra ára tímabili fór Landic í Danmörku frá því að vera eitt stærsta fasteigna- félagið þar í landi sem hélt utan um sögufrægar byggingar eins og Magasin du Nord yfir til gjald- þrota félags sem skilur eftir sig slóð skulda um gervöll Norðurlöndin. Vinna við uppgjör á dönskum dótturfélögum fasteignafélagsins Landic Property í Danmörku er stutt á veg komin. Óvíst er hversu mikið kröfuhafar þessa Baugsfélags fá upp í kröfur sínar. Félagið átti meðal annars Magasin du Nord í Kaupmannahöfn sem var eitt af flaggskipum útrásarinnar. Stjórnendur Landic hafa verið krafðir um bætur vegna viðskipta félagsins. KRAFÐIR UM BÆTUR VEGNA VIÐSKIPTA LANDIC INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Bréfið frá skipta-stjórunum dönsku sýnir þá gríðar- lega flóknu slóð eignar- haldsfélaga og skulda sem íslensk fyrirtæki og félög skilja eftir sig víða um heim. Beðið um bætur Stjórnendur Landic, meðal annars Skarphéðinn Berg Steinarsson, hafa verið krafnir um bætur vegna viðskipta Landic í Danmörku. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason voru meðal eigenda Landic fyrir hrun. Stórveldi Landic Property var stórveldi á fasteigna- markaðnum í Danmörku á árunum fyrir hrunið og átti félagið meðal annars stórverslunina Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. Félagið skilur eftir sig slíka slóð skulda og eignarhaldsfélaga að skiptastjórarnir hafa ekki náð almennilega utan um uppgjör félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.