Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 22
Á MI ÐVIKUDEGI HVAÐ HEITIR LAGIÐ? „Nei, mér líkar ekki hvaðan þú kemur. Það er bara gervihnöttur í London.“ 22 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 FÓKUS RAFLISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Lorna, félag áhugamanna um raf- ræna list, og Raflistafélag Íslands, fé- lag sjálfstætt starfandi raflistamanna, standa fyrir raflistahátíð í Reykjavík dagana 14. til 22. maí undir heit- inu Raflost + Pikslaverk. Fjölmarg- ir viðburðir verða úti um allan bæ, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi frá morgundeginum og til laugardags. Páll Thayer myndlist- armaður og forsprakki  hátíðarinnar á Íslandi fjallar um örkóða og Serv- ando Barreiro frá Spáni flytur tónlist- argjörning við setningu Pikslaverks í Hafnarhúsinu á morgun. Á föstudag og laugardag verður svo fjölbreytt dagskrá. Nánar á raflost.is. Í LÍKAMA ROKKSTJÖRNU Það er erfitt að vera listamað- ur í líkama rokkstjörnu. Þetta er yfirskrift sýningar á verkum Er- lings T.V. Klingenberg sem verður opnuð með gjörningi í Hafnar- borg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, á morgun, fimmtu- dag klukkan 20. Opnunin verður viðburður sem mun skilja eftir sig sjálfa sýninguna en hún verður að öðru leyti byggð á videóverki, skúlptúr og málverki svo fátt eitt sé nefnt. Erling hefur verið atkvæða- mikill í íslensku listalífi á undan- förnum árum og tekið þátt í fjölda sýninga bæði á Íslandi og erlendis. Einnig hefur hann um árabil rekið Kling og Bang sýningarýmið ásamt öðrum listamönnum. Sýningin stendur til 20. júní 2010. ÓLÍKLEG SAMVINNA Tveir afar ólíkir listamenn rugla saman reitum sínum í Fuglabúrs- tónleikaröðinni á Café Rósenberg á miðvikudaginn. Þeir Biggi Maus (Birgir Örn Steinarsson) og Tómas R. Einarsson hafa síðustu vikuna unnið að því að endurútsetja lög sín með þeim Ómari Guðjónssyni gítarleik- ara og Helga Svavari trommuleik- ara. Hugmyndin er að skeyta saman ólíkum tónlistarheimum og reyna að finna sameiginlegan flöt. Niðurstað- an virðist ætla að verða nokkuð af- slöppuð en tilraunakennd, fljótandi tónlistarupplifun þar sem þeir félag- ar vinna sig í gegnum höfundarverk hvors annars. 1000 krónur inn. Svar: Satellite með Sex Pistols. Þrjár íslenskar skáldsögur og þrjár ljóðabækur í vorútgáfu Forlagsins FJÖRLEG BÓKAÚTGÁFA Vorútgáfa Forlagsins er með allra líflegasta móti. Þessar vikurnar eru ýmist komnar út eða von er á þrem- ur nýjum íslenskum skáldsögum frá forlaginu, þremur nýjum ljóðabók- um auk fjölda annarra rita af öllum gerðum. Skáldsaga eftir Sigurð Guð- mundsson myndlistarmann er ný- komin út og ber heitið Dýrin í Sa- igon. Tíu ár eru síðan Sigurður gaf út skáldsöguna Ósýnilega konan sem fékk mjög góða dóma. Í þessari viku kemur út bókin Písl- arvottar án hæfileika eftir Kára Tul- inius. Þetta er fyrsta bók ungs höf- undar sem áður hefur fengist við ljóðagerð. Hér býður hann lesend- um að skyggnast inn í líf ungs fólks í Reykjavík sem þráir ekkert heitar en að breyta heiminum. Í síðustu viku maímánaðar kem- ur út önnur skáldsaga eftir ungan höfund. Makalaus er frumraun Þor- bjargar Marinósdóttur, sem ein- hverjar kannast við sem Tobbu í sjónvarpsþættinum Djúpu lauginni. Bókinni er lýst sem ekta skutluskáld- skap, eða „chic lit“; saga af einhleypri ungri stúlku í borginni Reykjavík, ástarraunum hennar, næturlífi, draumórum og lífsbaráttu. Fyrsta ljóðabók Bergs Ebba Bene- diktssonar, Tími hnyttninnar er lið- inn, kom út á dögunum. Bergur hefur vakið verðskuldaða athygli á tónlist- ar- og uppistandssviðinu en sýnir nú á sér nýja hlið. Von er á nýrri ljóðabók frá Þórarni Eldjárn, Vísnafýsn. Í frétta- tilkynningu er henni lýst sem dálítið grallaralegri og gamansamri bók, eins og nafnið beri með sér. Loks er von á Ljóðlínusafni Sig- urðar Pálssonar sem líkt og Ljóð- námusafn (2008) er safnrit með þremur bóka hans, Ljóðlínuskipi, Ljóðlínuspili og Ljóðlínudansi, sem allar hafa verið ófáanlegar um árabil. Þórarinn Eldjárn Ljóðabók hans Vísnafýsn kemur út í vikunni. MYND BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON ENGAR ÁLFGRÆNAR sokkabuxur? Myndin segir forsögu Hróa Hattar í epísku máli. Við sjáum hann sem bogamann í her Ríkharðs ljónshjarta þar sem þeir ræna og rupla sig upp gegnum Evrópu á leið sinni heim til Englands eftir krossferð nokkra. Mik- ið baktjaldamakk á sér stað í heima- landi Hróa sem er undanfari að árás Normana inn í England. Hrói ger- ir sig gildandi í þeirri baráttu sem talsmaður borgarastéttarinnar. Goð- sögnin fæðist hér. Hún er löng uppbyggingin að hasarnum en spennandi og klár- lega sterkasti þáttur myndarinnar. Við upplifum spennandi umræð- ur áhrifamanna um völd og pólitík. Kóngar kljást við baróna og Norm- anir við Saxa. Tilgangurinn helgar meðalið í samsærum valdamanna, allt frá hentigiftingum til hefðbund- inna grimmdarverka. Það er farið út úr klisjunum á flestu leyti, það er til dæmis fátt hetjulegt við Ríkharð ljónshjarta sem leggur þungar byrðar á þegna sína til að fjármagna blóðug krossferðarævintýri sín. Arftaki krún- unnar, Jón Prins, er síðan kjánalegur og fullur af komplexum. Handritið er skemmtilegt og sagnfræðinni hnikað örlítið minna til en tíðkast í slíkum myndum. Leik- arar standa sig með prýði, Russell Crowe sem Hrói, Kate Blanchett sem lafði Marion, William Hurt sem Marshall og Mark Strong sem ráð- gjafi konungs svo nokkrir séu nefnd- ir. Það er vel valið í hlutverk, myndin skartar flottum andlitum og týpum svipað og Hrafn Gunnlaugs varð þekktur fyrir. Það verður samt að teljast spaugi- legt að þungavigtar ljótu kallarn- ir eru flestir eins og starfsmenn í hornsjoppum Birmingham. Gottfri- ed ráðgjafi konungs er sérlega pak- istanalegur, Jón konungur er eins og Craig David og fógetinn af Notting- ham gæti verið rúmenskur lúduleik- ari. Myndin lítur vel út, heimkoma Hróa í dulbúningi aðalsmanns er mögnuð, kastalar, skip og þeysandi riddarar njóta sín til fullnustu. Þegar Normanarnir loka íbúa inni í húsum, leggja að eld og konurnar reyna að fleygja börnum sínum út um glugg- ana minnir mikið á sovésku stríðs- myndina „Farðu og sjáðu“ eftir Elim Klimov. Landgöngusena Normana er einnig flott þótt landgönguprammar þeirra séu ansi svipaðir og í nútíma- hernaði. Brynjuð lafði Marion leið- andi Oliver Twist og félaga í orrustu virkar heldur ekki sennilega. Hið klassíska vandamál Scott að standa öðrum langt að baki í hasar- senum er til staðar. Gladiator, Hanni- bal, American Gangster, Kingdom of Heaven eru til dæmis allar því marki brenndar að hasarsenur eru óskýrar og flóknar að horfa á. Tæknilega vel út- færðar en skotnar undarlega og hverfa í skuggann af hasarsenunum í Braveh- eart og Kínamyndum eins og Hero og Crouching Tiger, Hidden Dragon. Hróa hattarmynd er viðeigandi núna þegar allir vilja upplifa hetjuna sem tekur af hinum ríku og gefur hinum fátæku. Hrói er kannski ekki merki- legasti leiðtoginn í sögu bændaupp- reisna en vel poppaður og vinsæll sem slíkur. Hér fáum við hins vegar minna af ævintýrapersónunni í nýstraujuð- um álfgrænum sokkabuxum með vax í skegginu. Hann drepur þar að auki flesta hér með slaghamri en ekki hin- um klassíska boga. En ræman virðist vera prýðilegt forspil að framhalds- mynd um Hróa sem við þekkjum verj- andi hina fátæku í Nottingham-skíri. Erpur Eyvindarson ROBIN HOOD Leikstjóri: Ridley Scott Aðalhlutverk: Russell Crowe, Cate Blanchett, William Hurt, Matthew Macfadyen. KVIKMYNDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.