Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 11 Stjórnendur Kaupþings höfðu ótakmarkaðan aðgang að lúxus- bifreiðum, fellihýsum og stang- veiðibúnaði sem geymdur var í dótakassa Kaupþingsstjórnenda í Kjalarvogi 5, árin fyrir hrun. Hreið- ar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður bankans, voru í forsvari fyr- ir þessa geymslu. Í henni var meðal annars að finna gamla dráttarvél og heyvinnslutæki í einkaeigu þeirra. Þegar Kaupþing féll fóru hlut- irnir í geymslunni inn í Nýja Kaupþing sem síðar varð Ari on banki. Sumt af því sem var að finna í geymslunni á góðærisdög- um Kaupþings er enn í eigu Arion banka þó margt hafi verið selt. „Dótarí“ stjórnenda í góðri geymslu Lilja Steinþórsdóttir, innri endur- skoðandi Kaupþings, ljóstrar því upp í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að hún hafi vitað til þess að bankinn væri með geymslu ein- hvers staðar „… í Skútuvogi eða einhvers staðar full af einhverj- um bílum, græjum, tjaldvögnum og einhverju svona dótaríi sem stjórnendur höfðu aðgang að.“ Þessi geymsla var meðal þess sem Lilja nefndi þegar hún var spurð nánar út í eftirfarandi ummæli í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd- inni: „[…] og þetta er ekkert endilega það eina sem stjórnendur bankans voru að taka til sín án þess að það væri eftirlit með því.“ Dráttarvél og heyvinnslutæki Þær upplýsingar fengust hjá Ar- ion banka að geymslan hefði ver- ið á vegum Hreiðars Más og Sig- urðar sem voru æðstu stjórnendur bankans. Í geymslunni voru meðal annars þrír lúxusbílar, fellihýsi og stangveiðibúnaður. Það sem vek- ur hvað mesta athygli þegar listinn yfir leiktæki Kaupþingsstjórnend- anna er skoðaður er að í geymsl- unni var einnig að finna gamla dráttarvél, heyvinnslutæki og slöngubát. Arion banki hefur sann- reynt að þessir hlutir voru í einka- eigu Sigurðar og Hreiðars Más. Fellihýsi og stangveiði- búnaður til sölu Við fyrirspurn DV um málið feng- ust þau svör frá Arion banka að bíl- arnir þrír hefðu verið seldir. Felli- hýsið er enn í eigu bankans en til stendur að selja það. Stangveiði- búnaðurinn hefur verið seldur að hluta en hluti búnaðarins bíð- ur sölu. Segir í svari bankans að það sé ekki stefna Arion banka að kaupa, eiga eða safna hlutum sem þessum og því var ákveðið að selja þá eins fljótt og unnt væri. Leigusamningi vegna geymslu Kaupþings var sagt upp 30. nóv- ember 2008, rúmum mánuði eft- ir hrun bankans. Geymslunni var síðan skilað þann 1. maí í fyrra. Jarðakaup og búskapur bankamanna Eftir stendur spurningin um hvað bankamennirnir Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már höfðu að gera við gamla dráttarvél og hey- vinnslutæki. Vitað er að þeir félag- ar voru, ásamt fyrrverandi stjórn- endum hjá Kaupþingi, duglegir í jarðakaupum. Á árunum 2002– 2005 keypti félag í eigu þeirra og fjögurra annarra Kaupþings- manna, Hvítsstaðir, fjórar jarðir á Mýrum fyrir 400 milljónir króna. Jarðirnar eru allar við Langá á Mýrum og er þar inni meðal ann- ars Langárfoss sem er ein verð- mætasta laxveiðijörð landsins. Meðal eigenda Hvítsstaða var að finna kunnugleg nöfn. Steingrím- ur Páll Kárason, Ingólfur Helga- son, Magnús Guðmundsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson voru skráðir eigendur félagsins þegar Morgunblaðið fjallaði um jarðakaupin í nóvember í fyrra. Þá má ekki gleyma því að Sig- urður Einarsson á jörð við Norð- urá í Borgarfirði þar sem hann hefur verið að reisa 900 fermetra lúx- ussveitasetur líkt og DV greindi fyrst frá í október 2008. Í ljósi landareigna þeirra félaga er kannski ekki skrýtið að þeir hafi feng- ið sér drátt- arvél og hey- vinnslutæki til að hirða jarðir sínar. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson voru í forsvari fyrir dótakassa Kaupþings í Kjalarvogi. Þar áttu Kaupþingsstjórnendurnir fyrrverandi meðal annars gamla dráttarvél, heyvinnslutæki og slöngubát. Meðal þess sem var að finna í geymslu bankans voru lúxusbílar, fellihýsi og stangveiðibúnaður. DRÁTTARVÉL Í DÓTA- KASSA KAUPÞINGS SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Dráttarvél Kaupþings Í dótakassa Kaupþings var meðal annars að finna dráttarvél og heyvinnslutæki. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Á Mýrum Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og aðrir stjórnendur Kaupþings keyptu jarðir við Norðurá og Langá á Mýrum í Borgarfirðinum. Meðal hlutanna í dótakassanum var að finna heyvinnslutæki og veiðigræjur. Dótakassinn Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um dótakassa þeirra Kaupþingsmanna, meðal annars Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar. Geymsluna var að finna í Skútuvogi og var leigunni sagt upp skömmu eftir hrun. n Í frétt sem birtist á DV.is á sunnudaginn var ranglega farið með að lúxusbílafloti Kaupþings hefði verið geymdur í húsnæðinu að Kjalarvogi 5. Kaupþing átti á sínum tíma 27 lúxusbifreiðar sem voru seldar. Þessar bifreiðar voru þó ekki geymdar þar samkvæmt athugasemd Arion banka. Aðeins þær þrjár bifreiðar sem nefndir eru í greininni hér á síðunni. Leiðrétting … í Skútuvogi eða einhvers staðar full af einhverjum bílum, græjum, tjaldvögnum og einhverju svona dótaríi sem stjórnend- ur höfðu aðgang að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.