Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 ÚTTEKT 1. Ný upplifun Að komast út úr rútínunni getur verið erfitt en sam- kvæmt rannsókn sem birtist í Journal of Personality and Social Pschology gefur ný og spennandi upp- lifun hjónabandinu byr undir báða vængi. 2. Hlátur Náðu í fíflalega grínmynd á leigunni og skipulegðu vídeókvöld með elskunni þinni. Eða gerið eitthvað allt öðruvísi - leigðu öðruvísi bíl, eins og Volswagen bjöllu eða rosalegan sportbíl, og farið í langan bíltúr. 3. Slúður Það er freistandi að kjafta öllu í vinkon- urnar en slíkt er alveg bannað hjá sumum hjónum. Samkvæmt Ken Robbins, sálfræði- prófsessor í háskólanum í Wisconsins-Mad- ison, getur sambandið styrkst við slúðrið ef þú treystir þeim sem þú segir frá. Þið getið grætt á því að heyra hvernig aðrir takast á við svipuð vandamálm, sama hvort það snýr að fyrirgefningu framhjáhalds eða öðrum mál- efnum. Gluggatjöldin þurfa ekki alltaf að vera dregin fyrir. 3. Betri matur Hnetur, avocados og klettasalat eykur kynhvöt og bætir frjósemi. 4. Hreinskilni í fjármálum Næstum 40% giftra hjóna viðurkenndu að hafa logið um eyðslu sína að makanum samkvæmt könnun sem gerð var í Bretlandi árið 2004. Hjón rífast oftast vegna peninga. Vertu hreinskilin og krefðust hreinskilni til baka þegar kemur að pen- ingum og eyðslu. „Það er líklega bara betra ef þið aðhyllist ekki sömu kenningar þegar kemur að peningum,“ segir dr Robbins. „Þú þarft ekkert að vera einhver fjármálasérfræðingur en alls ekki fela eyðsluna þína fyrir makanum.“ 5. Farðu í rautt Samkvæmt könnunum finnst karlmönnum konur mun kynþokka- fyllri þegar þær eru klæddar í rautt heldur en t.d. blátt og grænt. Áttu ekki örugglega rauðan náttkjól? 6. Skoðaðu kynhvötina Ef þú finnur fyrir minnkaðri kynhvöt ættirðu að tala við lækni til að útiloka læknisfræðilegar ástæður á áhugaleysinu. Sykursýki og of hár blóðþrýstingur geta valdið minna blóðflæðis til kynfæra. Breyt- ingaskeið, brjóstagjöf, geðlyf og getnaðarvarnarpilla geta einnig leitt til minni kynlífslöngunnar. Ef kynhvötin hefur dregist saman meira en þú kannt við skaltu tala við lækni. 7. Farðu í ræktina Ef þú vilt koma blóðinu af stað skaltu gera eitthvað í því. Líkamlegt gott form getur bætt blóðflæðið sem samkvæmt kenningunni ætti að auka á ánægjuna í svefnherberginu. Ekki skemmir öryggið sem þú öðlast þegar þú ferð að tónast upp af öllum æfingunum. 8. Tækjalaust svefnherbergi Rúmið á að nýtast fyrir svefn og kynlíf. Ekkert annað. Ekki mæta með fartölvuna, Blackberries eða gemsann upp í rúm á kvöldin. Hvernig ætlarðu að kúra hjá makanum ef þú ert föst í rafmagns- snúru? Hreinsaðu til í herberginu og skoðaðu makann í stað internetsins. 9. Sýndu stuðning Ristruflanir, gular tennur, hrukkur, gulblettóttir veggir og auknar líkur á skalla - geturðu fundið eina góða ástæðu fyrir því að hjálpa honum ekki að hætta að reykja? Það er ekki auðvelt að hætta en þeir reykingamenn sem hafa stuðning eru líklegri til að standa sig. Hrósaðu hverjum smásigri en vertu viðbúin því að makinn gæti verið úrillari en vanalega á meðan hann er að komast yfir mestu fíknina. Stundum þarftu einfaldlega að leyfa honum að fá munnlega útrás. 10. Haltu í hitann Haltu í ástríðuna þegar þið eruð aðskilin. Vissulega getur símakynlíf verið vandræðalegt í byrjun en það er bara enn ein leiðin til að tengjast. 11. Breyttu út af rútínunni Ástarleikir þurfa ekki alltaf að eiga sér stað í svefnherberginu. Geymdu að klæða þig í smá tíma næst þegar þú kemur úr sturtunni. Ef þú vaskar upp á nærfötunum áttu örugglega eftir að koma honum skemmtilega á óvart. 12. Fagnaðu þeim stutta „Fæst okkar geta eytt löngum tíma í kynlíf,“ segir rithöfundurinn og kynlífsráðgjafinn Jennifer Ber- man. „Ekki bíða eftir hinu fullkomna tækifæri. Gríptu tækifærið þegar það gefst.“ 13. Bjóddu honum í mat - heima Þegar fjárhagurinn er þröngur getum við ekki boðið elskunni okkar jafnoft út að borða en það er alltaf hægt að skapa rómantíska stemningu heima við. Fáðu hann til að saxa niður með þér græn- metið, deyfðu ljósin, helltu rauðvíninu í glösin og kveiktu á uppáhaldstónlistinni ykkar. 14. Vertu í sama liði Leitaðu til vina og ættingja til að létta undir með börnin svo þið fáið smá tíma fyrir ykkur sjálf í hverri viku. Gerið eldri börnum grein fyr- ir að mamma og pabbi þurfa á smá tíma að halda fyrir sig. 15. Passaðu mittið Giftir eru feitari en þeir sem eru á lausu. Þyngdin getur valdið vanda- málum með hrifningu og kynlöng- un. Samkvæmt rannsókn frá 2007 eru 37% meiri líkur á að þú munir þjást af offitu ef maki þinn er of feitur. Ef setningin „uns dauðinn aðskilur“ þýddi ekki króníska sjúkdóma eins og hjartavandamál og sykursýki er betra að takast á við vanda- málið sem allra fyrst. 16. Hreyfið ykkur Samkvæmt rannsókn frá 1995 eru pör sem æfa saman líklegri til að halda áfram í ræktinni en önnur. Sumar rannsóknir benda til þess að þeir sem hreyfa sig meira lifa betra kynlífi. Finnið íþrótt sem þið hafið bæði gaman af og getið æft saman næstu áratugina, líkt og golf, tennis eða göngur. 17. Hjónaband krefst vinnu Miðað við efnahagslegt ástand er líklegt að annað ykkar hafi misst vinnu, þurft að minnka við sig vinnu eða sé byrjaður í nýrri vinnu. Mundu að slíkar aðstæður eru erfiðar. Ræðið saman og verið hreinskilin um líðan ykkar. Þið gætuð staðið uppi sterkari fyrir vikið. Talaðu við vini og ætt- ingja í sömu stöðu. Það gæti hjálpað að heyra önnur sjónarmið. 18. Meiri svefn Að hrjóta og að njóta ástríðufulls kynlífs hljómar afar andstæðukennt en sérfræðingar halda því fram að nægur svefn sé besta lyfið við lítilli kynlöng- un. Fáðu makann fyrr upp í rúm á kvöldin svo líkurnar á ástarleikjum verði meiri. 19. Elskaðu líkama þinn Margar konur (og karlar) verða meðvitaðar og spéhræddar ef þær eru óánægð- ar með líkama sinn. Hér eru góðu fréttirnar: Samkvæmt kynlífsfræðingnum Lindu De Will- ers frá Los Angeles erum við oft óánægðastar með þá líkamshluti okkar sem öðrum finnst mest aðlaðandi. „Spurðu makann hreinskilnislega af hverju hann heillast mest varðandi líkama þinn. Svarið gæti slegið á óöryggi þitt.“ 20. Bættu sjávarréttum á matseðilinn Ostrur þykja frábærar fyrir kynhvötina sem og feitur fiskur, ríkur af ómega-3 fitusýrum. Skiptu kjötinu út fyrir fisk í kvöld. Þú munt gera hjarta ykkar og kynlífinu mikinn greiða. 21. Hættu öllum samanburði Það skiptir engu máli þótt þið stundið ekki lengur kynlíf á hverju kvöldi líkt og þið gerðuð í upphafi sambandsins. Samkvæmt rannsókn frá 2008 leysir öll nánd og snerting hormón úr læðingi sem hjálpa okkur að losna við stress. 22. Bjóddu á deit Ef þið ætlið að gera ykkur dagamun og kíkja út að borða og jafnvel á lífið á eftir fáðu þá barnapíuna til að koma extra snemma. Það er ekkert spennandi að reyna að mála sig og greiða á meðan börn- in eru mötuð. Reyndu að hafa nægan tíma til að taka þig til í ró og næði og finndu spenninginn byggjast upp. Það er mun skemmtilegra en að langa bara upp í rúm að sofa. 23. Skipuleggðu flótta „Þeir sem eru undir miklu álagi færa stressið yfir á kynlífið svo útkoman getur ekki verið góð,“ segir Irwin Goldstein hjá San Diego Sexual Medicine. „Þegar þú sérð ekki út úr verkefnalistanum skaltu skipuleggja frí. Fáðu ömmu og afa til að taka krakkana og skellið ykkur í bústað. Eða verið ein heima. Það gæti verið nákvæmlega það sem þið þurfið á að halda.“ 24. Biddu um hjálp Þegar sambandið stendur völtum fótum geta báðir aðilar orðið þungir í skapi en aðeins hjá mið- aldra konum, ekki körlum, leiða vandræðin til líkamlegra kvilla eins og of hás blóðþrýstingins, offitu og sykursýki. Leitaðu hjálpar ef hriktir í stoðum sambandsins. 25. Sýndu skilning Samkvæmt breskri rannsókn eru karlmenn álíka hræddir við hákarla og að biðja um hönd ástinn- ar sinnar. Ef þú ert farin að örvænta biddu þá hans í staðinn. Eftir hverju ertu að bíða? 26. Öll pör rífast... ... en þegar þið hafið sæst er um að gera að nota tækifærið til sáttarmaka - með adrenalínið og dópamínið í fullu fjöri. Athugaðu samt að ef það þarf rifrildi til að fá ykkur til að elskast ættuð þið að leita ykkur hjálpar. Þú stóðst þig vel í vinnunni, ert búin/n að setja í tvær vélar og vaska upp eftir matinn. Ertu að gleyma einhverju? Kannski makanum? Ekki láta hjónabandið sitja á hakanum. Hér eru 26 ráð til að bæta ástinni á verkefnalistann. Ekki gleyma ástinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.