Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2010, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 FRÉTTIR „Hneykslanlegt,“ sögðu bændur í sveitinni Borgarfirði í samtali við blaðamann DV þegar talið barst að því að enn væri unnið á fullu í sveita- óðali Sigurðar Einarssonar, fyrrver- andi stjórnarformanns Kaupþings. Hafði einn þeirra á orði, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að mað- ur sem hefði átt þátt í að setja heila þjóð á vonarvöl ætti að sjá sóma sinn í að koma þarna aldrei aftur og gefa kofann undir starfsemi fatlaðra eða eitthvað slíkt. Sumaróðalið er samtals 844 fer- metrar að stærð. Samkvæmt teikn- ingum að húsinu er gert ráð fyrir fimm baðherbergjum, 50 fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr. Þá er gert ráð fyrir að koma tveim- ur gufuböðum fyrir í berginu undir óðalinu. Bora átti fyrir gufuböðun- um inn í bergið til að hafa böðin sem líkust því sem gerist úti í guðsgrænni náttúrunni. Þá er í óðalinu innflutt sérstakt skothelt gler, hert 50 mm gler sem er ekki ósvipað því og not- að er í skriðdreka hervelda heimsins. Framkvæmdir hófust aftur í vetur Eftir því sem áreiðanlegar heimild- ir DV herma hófust framkvæmdir á ný við húsið um miðjan vetur á vegum Helga Kr. Eiríkssonar, sem á og rekur ljósafyrirtækið Lúmex, en hann hefur unnið mikið fyrir Sigurð í útlöndum. Framkvæmd- ir stöðvuðust við húsið í október 2009 þar sem Veiðilækur ehf. hafði ekki staðið í skilum við verktakafyr- irtækið Borgarverk ehf. tvo mánuði í röð. Eftir því sem næst verður komist hefur Helgi verið með nokkra karla þarna í vinnu og búið er að koma upp stórri kaffiaðstöðu í húsinu, fót- boltaspili og sjónvarpi auk þess sem eitthvað er af rúmum í húsinu. Jarðarspildan er 11 hektarar að stærð og er fasteignamat hennar 651 þúsund krónur. Þá er veiðirétt- ur í Norðurá metinn á 23,7 milljón- ir króna. Fasteignamat hússins er um 42,8 milljónir króna. Samtals er því fasteignamat húss og lóðar auk veiðiréttinda 67 milljónir króna. Kostnaður um hálfur milljarður Sigurður og kona hans Arndís Björnsdóttir keyptu eyðijörðina Veiðilæk í Borgarfirði vorið 2004 undir sumarhús og stofnuðu utan um eignina fyrirtækið Veiðilæk ehf. Gefið er upp að félagið sé til húsa á heimili sem þau hjón eiga við Val- húsabraut 20 á Seltjarnarnesi. Við kaup á jörðinni tók Sigurð- ur lán hjá SPRON upp á 76 milljón- ir japanskra jena sem á þávirði var um 52 milljónir króna. Þetta lán er á 1. veðrétti í veðbókum Veiðilækj- ar. Sigurður kom sjálfur með 218 milljónir inn í Veiðilæk í lok árs 2007. Það var svo 29. desember 2008, nokkru eftir hrun bankanna, að Vá- tryggingafélag Íslands lánaði Sig- urði, eða öllu heldur fyrirtæki hans Veiðilæk, 200 milljónir króna vegna húsbyggingarinnar. Þetta lán er á 2. veðrétti samkvæmt veðbókum Veiðilækjar. Það liggur því nærri að um hálf- ur milljarður hafi runnið til sumar- óðals Sigurðar sem enn er þó fjarri því að vera tilbúið. Liggur nærri eins og er að húsið sé nú aðeins tilbúið undir tréverk. Húsið og lóðin eru því yfirveðsett um 361 prósent miðað við gengi jensins í dag. SVEITAÓÐAL SIGURÐAR TILBÚIÐ UNDIR TRÉVERK SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON blaðamaður skrifar: siggistormur@dv.is Eftir því sem áreiðanlegar heimiildir herma hófust framkvæmdir á ný við húsið um miðjan vetur á vegum Helga Kr. Eiríkssonar. Framkvæmdir eru í fullum gangi við sveitaóðal Sigurðar Einarssonar í Borgarfirðinum. Húsið er 844 fermetrar með fimm baðherbergjum og vínkjallara. Sigurður er sem kunnugt er eftirlýstur í útlöndum og hefur sérstakur saksóknari hrunsins reynt að ná af honum tali. Kostnaður við bygginguna nemur um hálfum milljarði króna. Eigendur Veiðilækjar Sigurður Einarsson og Arndís Björnsdóttir, kona hans, keyptu Veiðilæk í Borgarfirði undir glæsilegt 844 fermetra sumarhús. Framkvæmdir stöðvuðust Framkvæmdirnar við sumarhús Sigurðar stöðvuðust en hefur verið haldið áfram frá því í vetur. Óðalið Hér má sjá teikningu af sveitaóðali Sigurðar Einarssonar í Borgarfirðinum eins og ráðgert var að það myndi líta út. Tilbúið undir tréverk Myndin sýnir sveitasetur Sigurðar í Borgarfirðinum nú í maí. Húsið er tilbúið undir tréverk og vinna nokkrir iðnaðarmenn við að ljúka við húsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.