Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Blaðsíða 22
Myrkraverk í Mexíkó „ Þegar þeir fóru lá ég eftir á gólfinu. Mér blæddi og mig verkj- aði um allan líkamann. Konan sagði mér að hunskast á lappir. Þetta hafi ekki verið svo slæmt. Þ ær voru aðeins fjórtán ára gamlar. Tvær frænkur frá litlum bæ í hjarta Mexíkó sem í janúar 2010 höfðu farið saman í skemmti­ ferð í farandtívolí. En sú saklausa ferð breyttist á einu augabragði í algjöra martröð. Stúlkurnar urðu fórnarlömb mansals, og voru í marga mánuði þvingaðar með of­ beldi, í vændi og þeim gefin fíkni­ efni. Hrollvekjandi saga stúlknanna er sögð í fréttaskýringaröð CNN, Freedom Project. Þjáningar þeirra voru þó ekki til einskis því mál þeirra varð til þess að yfirvöld fengu mikil­ væga innsýn í undirheima mansals í Mexíkó. Þar varð vakning og þau skáru upp herör gegn því. Rænt við strætóskýli Stúlkurnar, sem nefndar eru Maria og Lupe í umfjöllun CNN til að vernda þær og fjölskyldur þeirra, voru þann 27. janúar 2010 staddar einar í strætóskýli snemma kvölds á heimleið eftir tívolíferðina. Þær segja að vöruflutningabíll hafi staðnæmst við skýlið. Tveir grímuklæddir menn stukku út og án þess að hika námu þeir frænkurnar á brott. „Ég fann að eitthvað var sett yfir nefið á mér og það síðasta sem ég man eftir var að kalla á hjálp,“ segir Lupe þegar hún rifjar hið örlagaríka kvöld upp. Þeim var byrlað ólyfjan og þær misstu allt tímaskyn. Þær rönkuðu við sér í dimmu herbergi þar sem þær voru geymdar að eigin sögn í nokkra daga. Þetta var því miður aðeins upphaf rauna þeirra. Barin og nauðgað Eftir nokkra daga segir Maria að kona hafi birst í herbergi þeirra. Hún tjáði stúlkunum að héðan í frá ynnu þær fyrir hana. Þær höfðu ekki hugmynd um hvað hún meinti. Lupe var fjar­ lægð úr herberginu og Maria skilin ein eftir. Karlmaður kom inn í her­ bergið og að sögn Mariu barði hann hana miskunnarlaust áður en hann nauðgaði henni. Maðurinn og konan hótuðu henni lífláti ef hún sýndi ekki samstarfsvilja. Þetta kvöld var Maria þvinguð til að eiga mök við 23 karlmenn. „Þegar þeir fóru lá ég eftir á gólf­ inu. Mér blæddi og mig verkjaði um allan líkamann. Konan sagði mér að hunskast á lappir. Þetta hafi ekki ver­ ið svo slæmt.“ Þetta var upphafið á margra mán­ aða þjáningum stúlknanna. Þær voru seldar svokölluðum melludólg sem þvingaði þær til að stunda vændi með ofbeldi og vímuefnum. Ef þær voru ekki „vingjarnlegar“ við viðskipta vini dólgsins, voru þær lamdar. Áhyggjufull fjölskylda Á sama tíma, í heimabæ þeirra, var þeirra sárt saknað af fjölskyldunni. Ættingjar og vinir lögðust í umfangs­ mikla leit að þeim þar sem talið var að þær hefðu týnst í bænum. Síðar var leitað í næstu bæjum og leitar­ svæðið stækkað. Faðir Lupe, sem kallaður er Franc isco, rifjar upp í samtali við CNN að hann hafi verið viti sínu fjær af örvæntingu. Hann skipulagði leitina og skipti fjölskyldunni upp í leitarhópa. Hengdar voru upp aug­ lýsingar um allar trissur. Á endanum ákvað Francisco, í félagi við bróð­ ur sinn, að leita á hinum ýmsu bör­ um meðfram þjóðvegum. Þeir fóru á fjölmarga bari í Morelos­héraði í námunda við Mexíkóborg. Þeim bauð við því sem þeir sáu. Ótal stúlk­ ur undir lögaldri sem hefðu átt að vera í skólanum voru þess í stað látn­ ar vinna sem vændiskonur. Maria var látin vinna á einu af fjöl mörgum slíkra öldurhúsa, á átján tíma vöktum að því er hún rifjar upp. „Mér fannst ég vera svo skítug.“ Hún var fóðruð á áfengi og fíkni­ efnum og var hún sannfærð um að hún ætti skammt eftir ólifað. Henni var haldið fanginni í húsi og rifj­ ar upp hvað henni brá þegar hún sá að komið var með stúlku þangað sem var mun yngri en hún sjálf. Hún spurði stúlkuna hversu gömul hún væri. Svarið: átta ára. Gjörspilltur bjargvættur Maria segir að hún hafi einu sinni náð að strjúka eftir nokkrar tilraun­ ir. Hún slapp, hljóp út á götu og fann þar lögreglumann á næsta götu­ horni. Hún taldi að hún væri hólpin. En henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hún áttaði sig á því að lögreglumaðurinn var á launa­ skrá melludólgsins. Og hann skilaði Mariu aftur til hans í húsið þar sem hún fékk barsmíðar að launum fyrir strokutilraunina. Sá ljósið Þremur mánuðum eftir að Mariu og Lupe var rænt hafði sú fyrrnefnda að sögn glatað allri von. Þar til hún sá ljósið – bókstaflega. Hún segist aldrei gleyma þeim degi, 14. apríl. Þá vaknaði hún við sólargeisla sem brutust inn í herbergið undan fata­ skáp í dimmu herberginu. Maria náði að ýta skápnum frá og fyrir aft­ an hann fann hún ólæsta hurð. Hún hljóp eins hratt og hún gat, í nokkr­ ar klukkustundir að því er henni fannst. Þar til hún rakst á ungan mann sem virtist virkilega hafa áhyggjur af henni. Hann færði hana að hópi ungra kristinna karlmanna sem gáfu henni að borða, hýstu hana um nóttina og keyptu fyrir hana strætómiða heim. Eftir að hafa heimt Mariu úr helju fór fjölskylda hennar rakleiðis til lögreglunnar sem gerði áhlaup á vændishúsið. Tíu manns voru handteknir, sex stúlkum und­ ir lögaldri var bjargað, þar á meðal Lupe. En því miður var hin átta ára gamla stúlka ekki ein þeirra. Mikilvæg innsýn Victor Carranca, ríkissaksóknari í Puebla­ríki, segir að mál Mariu og Lupe hafi veitt yfirvöldum mikilvæga n Hrollvekjandi frásögn úr undirheimum Mexíkó n Frænkum rænt eftir tívolíferð Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Í klóm glæpamanna Ungar stúlkur eru þvingaðar í vændi og beittar ofbeldi. Hér má sjá ungar vændiskonur á Degi hinna dauðu í október síðastliðnum þar sem þær minnast látinna kvenna í vændis- heiminum á táknrænan máta. Mynd: ReuteRS Hrollvekjandi frásögn Maria sagði sögu sína í fréttaskýringaþætti CNN. Hún og frænka hennar vinna nú í því ásamt fagaðilum að endurheimta líf sitt. Mynd: SkjÁSkot af vef Cnn 22 Erlent 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Jafnrétti reynist mikil tekjulind Enn fækkar vopnum andstæðinga hjónabanda samkynhneigðra ef marka má nýjustu fréttir frá New York­borg. Giftingarnar eru nefni­ lega að reynast mikil og áður ónýtt tekjulind fyrir New York­borg sem halaði inn 259 milljónum dala, eða sem nemur 32 milljörðum ís­ lenskra króna á síðasta ári, í tekjur þeim tengdum. Þetta er fyrsta árið sem hjónabönd samkynhneigðra eru lögleg í New York. 8.200 hjú­ skaparvottorð voru gefin út fyrir samkynhneigð pör í fyrra, 11 pró­ sent af öllum giftingum í borginni. Þá greinir Bloomberg­fréttastof­ an frá því að 200 þúsund gestir hafi ferðast til borgarinnar til að vera viðstaddir giftingarnar. Allt tikkar þetta í kassann með bein­ um og óbeinum hætti og Micha­ el Bloomberg, borgarstjóri New York, er hæstánægður. „Þetta jafnrétti hefur gert borgina okkar opnari og frjálsari, en einnig skap­ að störf og styrkt efnahag okkar,“ segir borgarstjórinn. Kim Jong-Un genginn út Heimsbyggðin hefur sýnt ástar­ málum norðurkóreska einræðis­ herrans Kim Jong­Un mikinn áhuga undanfarnar vikur eftir að fregnir bárust af því að hann væri að slá sér upp með poppstjörn­ unni Hyon Song­wol fyrr í þessum mánuði. Nú berast af því fréttir frá Norður­Kóreu að einræðisherr­ ann sé genginn í það heilaga, og sú heppna sé ekki poppsöngkon­ an. Samkvæmt ríkisfjölmiðlinum heitir hin nýbakaða eiginkona Ri Sol Ju en meira er ekki vitað um þá ágætu kona að svo stöddu. En hjónin má sjá á meðfylgjandi mynd. Maðurinn sem fann upp hlaupa brettið látinn William Staub, maðurinn sem fann upp hlaupabrettið, er látinn 96 ára að aldri. Þessi uppfinning hans sem átti eftir að gjörbylta lík­ amsrækt næstu áratugi leit fyrst dagsins ljós seint á sjöunda ára­ tug síðustu aldar. Það bretti sam­ anstóð af 40 stálrúllum og app­ elsínugulu belti sem knúið var áfram af litlum mótor. Strax var hægt að stilla tíma og hraða með litlu stjórnborði. Staub var véla­ verkfræðingur að mennt og fékk hugmyndina eftir að hafa les­ ið bókin Aerobics eftir Kenneth Cooper árið 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.