Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 2.–4. desember 2011 E mbætti sérstaks saksókn- ara hefur nú 276 mál til rannsóknar að sögn Ólafs Haukssonar, sérstaks sak- sóknara, eftir að efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra rann inn í embættið í september síðast- liðinn. Öll þau mál sem embættið hefur til rannsóknar eru því ekki tengd íslenska efnahagshruninu, beint eða óbeint, líkt og var raun- in fyrir sameiningu embættanna. „Ef við slengjum öllu saman, öllum þeim málum sem við höfum ver- ið að vinna í, að viðbættu því sem kom frá efnahagsbrotadeildinni, þá eru þetta 276 mál. Þar af eru um 90 mál sem búið er að ljúka rannsókn á: mál sem hafa verið felld niður, þeim vísað annað eða sett í ákæru- meðferð og tekin fyrir dóm,“ segir Ólafur. Mörg af þessum 90 málum voru mál sem sérstakur saksóknari erfði frá embætti efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, mál sem tengjast íslenska efnahagshruninu ekki neitt. Inni í þessari tölu eru hins vegar líka þau mál sem emb- ættið hefur gefið út ákærur í, Ex- eter Holdings-málið svokallaða og einnig mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu. „Þetta gerir töl- fræðina í þessu svolítið loðna. En af þessum 90 málum eru um 20 mál sem eru annaðhvort fyrir dómi eða sem búið er að rannsaka og sem verið er að ákveða hvort ákært verð- ur í. Þetta eru mál sem eru á borð- um hjá ákæruvaldshluta embættis- ins eða fyrir dómi,“ segir Ólafur en meðal þessara 20 mála eru nokkur mál sem teljast lítil mál í saman- burði við mörg af þeim málum sem eru til rannsóknar hjá embættinu vegna efnahagshrunsins. Stóru málin eftir Segja má að embætti sérstaks sak- sóknara hafi ekki gefið út ákærur í þeim málum sem eru til rannsókn- ar sem eru virkilega stór og sem snúast um lögbrot í milljarða eða tugmilljarða króna viðskiptum, til að mynda markaðsmisnotkun ís- lensku bankanna fyrir hrunið. Slík lögbrot eru til rannsóknar í rekstri allra íslensku bankanna þriggja, þekktust þessara mála eru Al Thani-málið í Kaupþingi og Stímmálið í Glitni. Embættið hefur rannsakað þessi tvö mál í langan tíma og hefur yfirheyrt menn út af þeim á síðustu mánuðum, meðal annars Ólaf Ólafsson í Samskipum út af Al Thani-málinu og fyrrver- andi starfsmenn Glitnis í vikunni út af Stímmálinu. Komið hefur fram í fjölmiðlum að Al Thani-málið sé það mál sem komið sé einna lengst hjá embætti sérstaks saksóknara, auk Sjóvármálsins svokallaða, og er búist við ákærum í þeim á næst- unni – jafnvel fyrir árslok. Embætti sérstaks saksóknara hefur farið í þrjár rassíur gegn öll- um bönkunum þremur frá því vorið 2010 þegar nokkrir af lykil- stjórnendum Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir. Bæði fyrir Hæstarétt Þær tvær ákærur sem embættið hef- ur gefið út vegna efnahagshrunsins eru mál Baldurs Guðlaugssonar og Exeter Holdings-málið. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykja- víkur í apríl á þessu ári. Talið var sannað að Baldur hefði nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann afl- aði sér í starfi sínu í fjármálaráðu- neytinu þegar hann seldi hluta- bréf sín í Landsbankanum fyrir 193 milljónir króna í september 2008, rétt fyrir íslenska efnahagshrunið og fall Landsbankans sem leiddi til þess að hlutabréfin í bankanum urðu verðlaus. Dómnum hefur ver- ið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. Í Exeter Holdings-málinu voru Jón Þorsteinn Jónsson, Styrmir Bragason og Ragnar Z. Guðjóns- son ákærðir fyrir umboðssvik og Styrmir einnig fyrir peningaþvætti. Jón Þorsteinn, sem var stjórnar- formaður sparisjóðsins Byrs, og Ragnar Z., sem var sparisjóðsstjóri Byrs, voru taldir hafa misnotað að- stöðu sína hjá sjóðnum þegar þeir létu hann lána um milljarð króna til eignarhaldsfélagsins Exeter Hold- ings á seinni hluta árs 2008 til að kaupa verðlítil hlutabréf í sjóðn- um af stjórnendum og starfsmönn- um Byrs, meðal annars þeim sjálf- um. MP Banki hafði fjármagnað hlutabréfakaupin og hótaði því að gjaldfella lánin, sem í einhverjum tilfellum hefði þýtt gjaldþrot lán- takendanna í Byr þar sem þeir voru í persónulegum ábyrgðum fyrir lánunum. Þremenningarnir höfðu því allir hagsmuni af því að Byr lánaði Exeter fyrir hinum verðlitlu bréfum, þannig losnuðu stjórnend- ur Byrs við lánin og stofnfjárbréfin í Byr og MP Banki náði að innheimta milljarðinn sem bankinn átti úti- standandi. Þremenningarnir voru sýknaðir af þriggja manna dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur en einn dómarinn skilaði séráliti þar sem hann vildi sakfella Jón Þorstein og Ragnar en sýkna Styrmi. Embætti sérstaks saksóknara hefur áfrýjað niðurstöðunni til Hæstaréttar. „Ég á þetta, ég má þetta“ Ólafur segir að í þeim málum sem varða rannsóknir á hinum föllnu bönkum sé vert að spyrja sig þeirr- ar spurningar að hvaða leyti til- teknir viðskiptagjörningar þjónuðu hagsmunum bankans. „Það er eitt sem vert er að hugsa um þegar við veltum því fyrir okkur hvort tiltek- in viðskipti hafi þjónað hagsmun- um bankanna. Menn eru alltaf að tala um að þeir sem hafi átt bank- ana hafi mátt gera það sem þeir vildu við þá. Þetta er hugmyndin sem stundum er orðuð með setn- ingunni: „Ég á þetta, ég má þetta.“ Þeir sem segja þetta eru gjarnan þeir sem áttu hluti í bönkunum. En það er ekki þar með sagt að ráðstöf- un fjármuna bankans sé eitthvert prívatmál þeirra. Þeirra réttur og réttur kröfuhafa bankanna, þeirra sem leggja bönkunum til fé og fjár- magna rekstur hans, er samtvinn- aður. Þannig að það er af og frá að eigendur bankanna hafi átt að hafa algert sjálfdæmi um hvernig þess- um eignum var ráðstafað. Það eru lög og reglur um það hvernig slíkar fjármálastofnanir eru reknar.“ Ólafur segist ekki getað farið nánar út í hvað hann eigi við með þessum ummælum sínum þar sem hann geti ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál. n Vel á þriðja hundrað mál til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara n Hugsanlegt að ákært verði fyrir lok ársins n Mun gefa út ákærur í auknum mæli á næsta ári „En það er ekki þar með sagt að ráð- stöfun fjármuna bank- ans sé eitthvert prívat- mál þeirra. Sjávarsýn Bjarni Ármannsson Forstjóri Glitnis Coot ehf. Þorgils Óttar Mathiesen Framkvæmdastj. Sjóvár Gani ehf. Tómas Kristjánsson Framkvæmdastj. hjá Glitni Snæból ehf. Finnur Reyr Stefánsson Framkvæmdastj. hjá Glitni Eignarhaldsfél. Teitur ehf. Haukur Oddsson Framkvæmdastj. hjá Glitni ÞJDJ ehf. Jón Diðrik Jónsson Framkvæmdastj. hjá Glitni Fausken ehf. Frank Ove Reite Framkvæmdastj. Glitnis í Noregi Hrómundur ehf. Einar Sveinsson Formaður bankaráðs ég má þetta“ „Ég á þetta, Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ingi Rafnar Júlíusson Safnaði Stím­ bréfunum Ingi Rafnar Júlíusson var verð- bréfamiðlari í Glitni fyrir hrunið. Hann var hnepptur í vikulangt gæsluvarð- hald á miðvikudaginn í tengslum við rannsókn á Glitnismálinu. Ingi Rafnar keypti bréfin í Glitni og FL Group, sem síðar voru seld inn í Stím, fyrir hönd bankans. Í stefnu slitastjórnar Glitnis sem þingfest var í New York segir að bréfunum hafi verið safnað að áeggjan Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og viðskiptafélaga hans, til að auðvelda þeim að eignast meirihluta í bankanum árið 2007. Bankinn þurfti svo síðar að losa sig við þessi bréf, að því er segir í stefnunni, og í stað þess að láta Fjármálaeftirlitið vita af málinu hafi verið reynt að leyna því með gjörningum eins og Stímviðskiptunum. Ingi Rafnar fékk nærri 520 milljóna króna kúlulán til að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka fyrir hrun. Hann rekur nú dómsmál gegn þrotabúi Glitnis þar sem hann krefst þess að fá 85 milljónir króna vegna útistandandi launa sem hann telur sig eiga inni hjá bankanum. Ingi Rafnar starfar í MP Banka í dag. Elmar Svavarsson Lítt þekktur miðlari Elmar Svavarsson, fyrrverandi verð- bréfamiðlari hjá Glitni, var yfirheyrður af embætti sérstaks saksóknara á miðvikudaginn. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur en var ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Elmar er tiltölu- lega lítt þekktur og hefur nafn hans ekki áður borið á góma í tengslum við rannsóknir á hruninu, eftir því sem DV kemst næst. Elmar fékk kúlulán frá Glitni upp á 171 milljón króna frá Glitni til að kaupa hlutabréf í bankanum. Bjarni Ármannsson Boðaður í yfirheyrslu Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, verður boðaður í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í tengslum við Glitnisrassíuna. Bjarni er staddur á suðurskautinu um þessar mundir. Fyrrverandi undirmenn hans hjá bankanum hafa hins vegar verið yfirheyrðir í vikunni, á miðvikudaginn. Rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun Glitnis nær aftur til ársins 2004 en Bjarni stýrði bankanum fram í apríl árið 2007. Hluti rannsóknarinnar snýr því að bankanum á meðan hann stýrði honum, þó meginþunginn í rannsókninni virðist snúast um meinta markaðsmisnotkun bankans eftir að hann lét af störfum. Bjarni fékk 6,8 milljarða króna þegar hann seldi hlut sinn í Glitni þegar hann lét af störfum í bankanum í apríl 2007. Hann var með rúmar 50 milljónir króna á mánuði frá Glitni árið 2007 en hluti af starfslokasamningi hans gekk út á að hann fengi áfram laun fyrir að vera í ráðgjafahlutverki í bankanum um tíma. Finnur Reyr Stefánsson Einn auðugasti Íslendingurinn Finnur Reyr Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Glitni, var yfirheyrður hjá embætti sérstaks saksóknara á miðvikudaginn. Hann var ekki hnepptur í gæslu- varðhald. Finnur Reyr vildi ekki tjá sig við DV þegar blaðið hafði sam- band við hann á fimmtudaginn. Finnur Reyr hætti hjá Glitni í kjöl- farið á yfirtöku FL Group á bankanum um vorið 2007. Hann stofnaði í kjölfarið fjárfestingafélagið Siglu ehf. sem keypti meðal annars fasteignafélagið Klasa, sem meðal annars á húsakynni Morgunblaðsins í Hádegismóum. Finnur Reyr er á listanum yfir auðug- ustu Íslendingana en hann er kvæntur Steinunni Jónsdóttur, dóttur Jóns Helga Guðmundssonar í Norvik. Sam- tals eru þau skráð fyrir eignum sem nema um 2,6 milljörðum króna. Finnur Reyr fékk rúmar 23 milljónir króna í laun á mánuði hjá Glitni árið 2007. Ekki útilokað Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ekki sé útilokað að fleiri ákærur líti dagsins ljós fyrir áramót. Í varðhaldi Jóhannes Baldursson situr nú í gæslu- varðhaldi. Hann var einn af aðalmönnunum í Stímvið- skiptunum. Mynd PRESSPHotoS.BIz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.