Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 28
Þ egar sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var birt 1776, höfðu Englendingar og aðrir Evrópumenn haft búsetu í Bandaríkjunum í rösk 150 ár. Á þeim tíma tíðkaðist þrælahald þar vestra líkt og víða annars staðar um heiminn og hafði gert frá ómunatíð. Þeim mun markverðari er önnur efnisgrein sjálf­ stæðisyfirlýsingarinnar (í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra frá 1884): „Vér ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: – að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara rétt­ inda eru líf, frelsi og viðleitni til vel­ vegnunar; að stjórnir eru með mönn­ um settar, til að tryggja þessi réttindi, og að réttmæti valds þeirra grundvall­ ast á samþykki þeirra, sem stjórnað er; að þegar eitthvert stjórnarform verður skaðvænlegt þessum tilgangi, þá er það réttur þjóðarinnar að breyta því eður afnema það, og að stofna sér nýja stjórn, er grundvölluð sé á þeim frum­ reglum og valdi hennar hagað á þann hátt, er þjóðinni virðist líklegast til að tryggja óhultleik hennar og farsæld.“ Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj­ anna var beint gegn brezku krúnunni. Bandaríkjamenn þurftu að heyja blóðugt stríð 1775–1783 til að brjótast undan yfirráðum Breta. Eftir orðanna hljóðan – „allir menn eru skapað­ ir jafnir“ – mætti ætla, að yfirlýsing­ unni hafi einnig verið beint gegn þrælahaldi, en svo var ekki. Thomas Jefferson, aðalhöfundur yfirlýsingar­ innar og þriðji forseti Bandaríkjanna 1801–1809, átti hundruð þræla, seldi marga þeirra og gaf öðrum frelsi. Þar á meðal voru synir Jeffersons og dætur, sem hann átti með einni af ambátt­ um sínum, Sally Hemings, svo sem í ljós kom löngu síðar. Í hjarta sínu var Jefferson þó andvígur þrælahaldi og beitti sér fyrir lagasetningu gegn innflutningi þræla 1807, en þrælasala og þrælahald héldu áfram í suður­ ríkjunum. Endanlega var þrælahald afnumið í norðurríkjunum á árabilinu 1827 (New York) til 1848 (Illinois), þar eð þrælahald var þar ekki talið svara kostnaði. Í suðurríkjunum færðist þrælahald þvert á móti í aukana með eflingu baðmullarræktar. Stjórnar­ skrá Bandaríkjanna, samin á fjórum mánuðum 1787 og samþykkt árið eftir, leyfði innflutning á þrælum og vernd­ aði tilkall þrælahaldara til þræla sinna án þess að nefna þrælahald því nafni. Abraham Lincoln Tíminn leið. Bretar afnámu þræla­ hald í nýlendum sínum með lögum 1833. Norðurríkjamenn í Bandaríkj­ unum höfðu yfirleitt andúð á þræla­ haldi suðurríkjamanna. Abraham Lincoln var kjörinn forseti Banda­ ríkjanna 1860. Honum var mjög í mun að varðveita einingu ríkisins og hefta útbreiðslu þrælahalds. Hann var norðurríkjamaður, frá Illinois, og var andvígur þrælahaldi, þótt hann léti sig hafa það að þiggja andvirði nokkurra þræla í arf eftir tengdaforeldra sína. Áður en Lincoln varð forseti, fannst honum líklegt, að þrælahald myndi fjara út af sjálfu sér og því dygði að hefta útbreiðslu þess og ekki þyrfti að uppræta það. Hann skipti um skoðun, þegar þrælahald færðist í vöxt í suður­ ríkjunum. Næði þrælahald einnig að breiðast út til vesturríkjanna, gætu norðurríkin lent í minni hluta í land­ inu. Miklir hagsmunir voru bundnir við þrælahald í suðurríkjunum. Þegar Lincoln varð forseti, sögðu suðurríkin, 11 talsins, sig úr lögum við norður­ ríkin 25. Suðurríkin óttuðust, að norðurríkin myndu neyta aflsmunar til að breyta stjórnarskránni og banna þrælahald með öllu. Ríkisstjórn Lin­ colns leit á úrsögn suðurríkjanna sem ólöglega uppreisn. Borgarastyrjöld brauzt út og stóð í fjögur ár, 1861–65, með miklu mannfalli. Framan af stríð­ inu leit Lincoln svo á, að það snerist um að varðveita einingu ríkisins, þótt kveikjan væri ágreiningur um þræla­ hald. Í miðju stríði varð Lincoln ljóst, að stríðið var í reyndinni þrælastríð og norðurríkin urðu að sigra til að geta síðan rifið þrælahaldið upp með rót­ um. Ef þrælahald er ekki rangt, sagði Lincoln, þá er ekkert rangt. Fullur sigur Samsærismenn frá suðurríkjunum myrtu Lincoln á föstudaginn langa 1865 og reyndu einnig að myrða vara­ forsetann og utanríkisráðherrann, en það tókst ekki eins og Robert Redford rifjar upp í kvikmynd sinni frá 2010, The Conspirator. Norðurríkin höfðu fullan sigur síðar sama ár. Bandaríkja­ þing samþykkti viðauka við stjórnar­ skrána, sem bannaði þrælahald í Bandaríkjunum fyrir fullt og allt. Það var þó ekki fyrr en hundrað árum síðar, 1964, að bandarískir blökku­ menn öðluðust fullt jafnrétti að lögum á við hvíta. Barack Obama forseti telst blökkumaður. Kjör hans í embætti 2008 er ávöxtur 200 ára baráttu fyrir réttlæti. Sandkorn B æði Karl Sigurbjörnsson bisk­ up og séra Þórhallur Heimis­ son, sóknarprestur í Hafnar­ firði, byrjuðu aðventuna á því að bera ljúgvitni gegn ná­ ungum sínum. „Það má ekki nefna Jesúnafn í skólum,“ fullyrti Karl biskup í aðventu­ predikun sinni síðastliðinn sunnudag, sem var útvarpað beint á Rás 1. „Borg­ arráð bannar það,“ hélt hann áfram. Það er hins vegar ósatt. Borgarráð hefur ekki bannað að nefna nafn Jesú eða annarra. Það hefur hins vegar bannað að börn séu látin fara með bænir í skól­ anum eða í skólastarfi. Ástæðan er að margir foreldrar vilja ekki að börn þeirra verði fyrir trúarinnrætingu á skólatíma. Foreldrar eru skyldugir til að senda börn sín í skóla og treysta því að þar sé kennd sjálfstæð hugsun og staðreyndir, en ekki blind trú. Þeir sem vilja að börnin fari með bænirnar geta kennt sínum eigin börnum það og farið með þau í messu. Kristin fræði eru hins vegar áfram kennd, og það ekki án þess að nefna Jesúnafn. Karl líkti borgarráði við Sovétrík­ in. „Þessir tilburðir hér í Reykjavík minna óhugnanlega á Sovétið sáluga,“ sagði hann. Þar notar hann vel þekkt áróðursbragð, sem kallað hefur verið Reductio ad Hitlerum – eða nasista­ þverstæðan. Hún gengur út á að tengja fólk í umræðu við það alversta sem til er, vanalega nasista, Hitler, Stalín eða kommúnista. Þetta veldur sjálf­ krafa hughrifum hjá fólki. Það tengir borgarráð við hin alræðissinnuðu og ofbeldisfullu Sovétríki – og um leið Þjóðkirkjuna við hin saklausu fórnar­ lömb ofríkisins. Í raunveruleikanum snýst málið hins vegar aðeins um að verja ómótuð börn fyrir innrætingu Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga á skólatíma. Af sama tilefni fullyrti séra Þórhallur Heimisson að meðlimir Besta flokksins og Samfylkingarinnar hötuðu kristna trú, í bloggfærslu undir heitinu „Bann­ að að fyrirgefa í skólum Reykjavíkur samkvæmt boði Besta flokksins og Samfylkingar“. Þórhallur viðhélt Sovét­ líkingunni og lýsti skólastjórnendum sem viljalausum, óttaslegnum verkfær­ um, með þeim hætti að þeir óttuðust uppsagnir „og hlýða þess vegna“. Stutt bloggfærsla hans innihélt flest ódýr­ ustu áróðursbrögð sem þekkjast, þar sem Þórhallur gerði andstæðingum sínum upp brenglaðar skoðanir, gjörðir og viðhorf. Hann sagði að „…börnum [væri] meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu.“ Séra Þórhallur útmálaði meðlimi Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Þeir sem trúa honum spyrja sig hvers konar skepnur banna börnum að fyrir­ gefa og meina þeim að forðast það sem fer illa með þau í lífinu? Um leið og hann sýndi annað fólk sem brenglað og illt lýsti hann sjálfum sér sem hinum fyrirgefandi, miskunnsama manni: „Því segi ég bara: Faðir fyrirgef þessu of­ stækisfólki, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Besti flokkurinn hefur boðað þá breyttu stjórnmálaumræðu, að forðast ásakanir á aðra. Hún er mun líklegri til að auka kærleika en trúmenn sem fórna siðferði og sannleika til að við­ halda aðgangi sínum að ómótuðum hugum barna. Skjaldborg Bjarna n Hópur manna og kvenna hefur nú reist skjaldborg til að verja Jón Bjarnason ráðherra falli. Helsti forkólfur her­ ferðarinnar er Bjarni Harðar- son sem hefur mikla hags­ muni af því að Jón haldi velli sem ráðherra. Bjarni á atvinnu sína sem upplýsinga­ fulltrúi undir ráðherranum og er því sumpart að verja sjálfan sig. En þrátt fyrir skjaldborg­ ina er ólíklegt að ráðherrann haldi embætti þar sem hann er í ónáð hjá báðum oddvit­ um stjórnarflokkanna. Jóni fórnað n Helsta von Jóns Bjarna- sonar til að halda haus er að Ögmundur Jónasson innan­ ríkisráðherra standi með honum til enda. Ög­ mundur var þráspurður um stuðning­ inn á Beinni línu DV en svaraði út úr kú. Þannig lýsti hann ítrekað stuðningi við Jón sem þing­ mann og ráðherra. Hins vegar lýsti hann loks fullum stuðn­ ingi við ríkisstjórnina. Ög­ mundur er annar tveggja guð­ feðra stjórnarinnar og dagljóst að hann mun ekki fella hana fyrir Jón. Þriðja hjólið n Líklegasta lausnin á tilvist­ arkreppu ríkisstjórnarinnar er að þriðja hjólinu verði skotið undir vaginn og þingmenn Hreyfingar­ innar teknir inn. Sá mál­ glaði þing­ maður Sig- mundur Ernir Rúnarsson, sem hefur gert sig gildandi í umræðunni undan­ farið hældi í vikunni Hreyf­ ingarmönnum fyrir að hafa verið málefnalegir á þinginu. Þetta kann að vera fyrirboði þess að Þór Saari verði fljótlega ráðherra eða hugsanlega sú skelegga Margrét Tryggvadóttir sem þykir hafa verið að styrkj­ ast undanfarið. Nafnlaus hýena n Gunnlaugur Sigmundsson er ekki mikill bógur ef marka má nafnlaus SMS sem hann sendi Teiti Atlasyni bloggara og fjallað er um í DV í dag. Gunnlaugur viðurkenndi í Fréttablaðinu að hafa sent skeytin en virðist þó ekki iðrast því hann gerir að um­ talsefni að hafa verið ofsóttur í bloggheimum í framhaldi þess að hann stefndi Teiti vegna meiðyrða. Vill hann fá milljónir úr vasa bloggarans vegna umfjöllunar um hann og Kögun sem féll í hans skaut á sínum tíma. Nú er búið að kæra Gunnlaug fyrir að ógna og villa á sér heimildir. Í bloggheimum eru nafnleys­ ingjar fyrirlitnir og þeir gjarn­ an nefndir hýenur. Ég verð staðsettur í Novosibirsk Þetta verður í raun bara gott partí Lygar trúmanna Kjallari Þorvaldur Gylfason Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 2.–4. desember 2011 Helgarblað Þá er ekkert rangt„Ríkisstjórn Lincolns leit á úrsögn suð- urríkjanna sem ólöglega upp- reisn Sölvi Tryggvason um vinnu sína í kosningaeftirlitinu í Rússlandi. – DV Baddi Hall í Jeff Who? um ferðina til Bandaríkjanna. – Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.