Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 78
78 | Fólk 2.–4. desember 2011 Helgarblað Nýtt lag með Einari Ágústi Skítamóralsmeðlimurinn Einar Ágúst Víðisson hefur gripið aftur í míkrófóninn með laginu The Lights In Your Eyes. Lagið er samið af Andra Ramirez, ungum og efnilegum framleiðanda sem er að klára BA í hljóð- tæknifræði í Manchester, og var tekið upp í samvinnu við framleiðanda sem starfar meðal annars með George Sampson, sigurvegara raun- veruleikaþáttarins Britain’s got Talent árið 2008. Einar Ágúst gaf út sólóplötu árið 2007 og allir muna eftir honum á sviðinu fyrir Ís- lands hönd í Eurovision- keppninni árið 2000. Einar Ágúst gaf ekki kost á viðtali við gerð fréttarinnar. Þ að er mikið kraftaverk að ekki fór verr,“ segir Bergljót Arnalds rithöf- undur sem datt af hest- baki um síðustu helgi þegar hún sat fyrir í myndatöku vegna kynningar á bókinni Ís- lensku húsdýrin og Trölli. Tveir hryggjarliðir féllu saman við fallið og læknar segja að mikil mildi sé að ekki fór verr. Berg- ljót lá á hestinum en kastaðist af baki þegar hann jós, flaug heilan hring og lenti mjög illa á bakinu svo litlu munaði að hún háls- brotnaði eða hlyti mænuskaða. „Höggið var mjög nálægt banakringlunni. Ég heyrði brestinn og fann strax að ég var brotin. Ég bað fólk um að koma ekki nálægt mér og hreyfa mig alls ekki,“ segir Bergljót sem vill þakka þeim sem voru á slysstað. „Ég er bæði afar þakklát því fólki sem þarna var og náði að halda ró sinni og hringja á sjúkrabíl og þeim sem tóku á móti mér á spítalanum. Þótt þar væri undir- mannað og mikið álag á öllum þá var tekið vel á móti mér. Það gerðu allir sitt besta og fyrir það er ég afar þakklát,“ segir Bergljót sem fékk að fara heim á fimmtu- daginn. Bergljót segir að slysið muni setja strik í reikninginn við kynningu á bókinni. „Eins og mér þykir óskaplega vænt um þessa bók og lagði mig mikið fram við að gera hana eins vel og ég gat og vona að sem flest- ir fái að njóta er ég ekki að fara að árita eða standa í kynningu. Ég ætla að nota næstu daga og vikur til að jafna mig og vera með fjölskyldunni minni,“ seg- ir Bergljót sem þarf að ganga með hryggspelku næstu mán- uðina. „Ég hef fengið góða að- hlynningu og er að standa mig vel. Auðvitað er óbrotið bak allt- af betra en brotið bak og maður veit ekkert hvernig maður verð- ur þegar maður er orðinn gam- all en ég stefni á að jafna mig al- veg og ætla að gera mitt besta til þess. Ég hef alltaf verið í góðri þjálfun og finn að það er að skila sér.“ Bókin, Íslensku húsdýrin og Trölli, hefur hlotið góðar við- tökur og stefnir í að verða met- sölubók en hún er í öðru sæti á metsölulista Eymundsson yfir barna- og unglingabækur en bækur Bergljótar, líkt og Stafa- karlarnir og Talnapúkinn, hafa verið afar vinsælar hjá börnum. „Ég vildi gera bók sem er fræð- andi og skemmtileg. Börnin læra hvaða dýr eru með hala og hver eru með skott, hver gefur okkur mjólkina og hver ullina,“ segir Bergljót sem tileinkar bók- ina tveggja ára dóttur sinni og hundinum sem hún átti í tæp 14 ár, en hundurinn dó í maí. „Dýrin eru ekki bara mikilvæg fyrir þjóðarbúið heldur líka fyrir okkur tilfinningalega. Í bókinni eru leikir þar sem krakkar geta meðal annars spreytt sig á því að finna hænuunga sem hafa falið sig á myndunum. Þar er líka sá boðskapur að allir hafi eitthvað fram að færa og þótt kötturinn þoli ekki hundinn þá kemst hann að því að sam- vinna dýranna bjargaði tröll- astráknum. Góð samvinna er mikilvæg og eitt af því sem bjargaði mér.“ indiana@dv.is Datt af hestbaki og hryggbrotnaði n Datt í myndatöku vegna kynningar á nýrri bók n Heyrði brestinn og vissi að hún væri brotin Hryggbrotin Sam- kvæmt læknum er mik- il mildi að ekki fór verr en tveir hryggjaliðir féllu saman við fallið. Íslensku húsdýrin og Trölli Barnabækur Bergljótar hafa verið afar vinsælar. Nýjasta bókina er til- einkuð tveggja ára dóttur hennar og hundinum hennar sem dó í maí. Engin kynning Bergljót ætlar að nota næstu vikur til að jafna sig og mun ekki kynna bókina frekar. Grímupartí Flick My Life Í tilefni af útgáfu Flickmy- life-bókarinnar buðu Ókeibæ(!)kur og Forlagið til teitis á Faktorý. Gleðin stóð yfir fram yfir mið- nætti. Kynnir kvöldsins var Hugleikur Dagsson sem ásamt Dóra DNA fór með létt gamanmál. Þeir ásamt öðrum grínistum sýndu og spjölluðu um uppáhalds- myndir sínar úr bókinni. At- hygli vakti að gestum í teit- inu var boðið að ganga um með grímur í líki fjölmiðla- mannsins framkvæmda- glaða Ásgeirs Kolbeins. Ekki var komið á hreint í gær hvort hann sjálfur hygðist mæta grímulaus. Í fótspor Crawford og Bündchen n Íslensk stelpa sigurstrangleg í fyrirsætukeppni A ðeins þrír dagar eru þar til úrslit verða kynnt í hinni virtu fyrirsætukeppni Elite Model Look en þar keppir hin 15 ára Magdalena Sara Leifsdóttir við stúlkur alls staðar að úr heiminum. Með þátttöku sinni fetar Magdalena í fótspor ekki ómerkari persóna en ofur- fyrirsætanna Cindy Crawford og Gisele Bündchen sem eru án efa í hópi vinsælustu fyrirsæta heims en þær Crawford og Bündchen voru báðar uppgötvaðar eftir að hafa tekið þátt í Elite Model Look. Á síðunni elitemodellook. com segir Magdalena uppá- haldsmottóið sitt lýsa sér best: „Trúðu að þú getir og verkið er hálfnað,“ segir þessi unga flotta stelpa og bætir við að hún hafi spilað handbolta í sex ár og stundað ballett í níu. Magdalena sigraði í forkeppn- inni hér heima og vann sér þann- ig inn þátttökurétt í keppninni sem fer fram í Kína. Magdalena stendur sig greinilega vel því eins og staðan er í dag þá er hún í hópi þeirra stúlkna sem hafa flest stig. Hins vegar má alltaf gera betur og því um að gera fyrir landa henn- ar að flykkjast að baki henni og kjósa. Á síðu keppninnar kemur fram að fyrsta Elite Model Look- keppnin hafi farið fram árið 1983 og að keppnin sé sú eina sem bjóði ungum stúlkum alls stað- ar að úr heiminum upp á tæki- færi til að komast áfram í hörðum heimi tískunnar. Sigurstrangleg Magdalenda Sara er 15 ára Kópavogsmær. Hún gæti orðið næsta ofurfyrirsæta í hörðum heimi tískunnar. Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Ilmur af jólum ÁN AUKAEFNA • ÁN MSG • ÁN SÍLÍKON DÍOXÍÐS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.