Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 32
32 Viðtal 2.–4. desember 2011 Helgarblað U m leið og ég kem út veiti ég bleikum skýjum eftirtekt. Himinninn er óvenjufal- legur í dag. Ég fer af stað, fram hjá Kjarvalsstöðum og á leið minni yfir götuna sé ég svartan kött skjótast fram hjá. Ég dingla og það er opnað. Konan sem kemur til dyra er ekki sú sem ég er að leita að. Hún býr víst hér við hlið- ina. Ég reyni aftur, dingla og eftir smástund kviknar ljós á ganginum. Vigdís Grímsdóttir kemur til dyra og býður mig velkomna. Svartklædd frá toppi til táar, með litað svart hár og svört sólgleraugu en varalitur- inn er rauður. Svarti kötturinn hefur breyst í rauðan og er á bak við hana og allt um kring, á málverkum sem hún hefur hengt upp í forstofunni og á ganginum upp. Alls staðar er svarti og rauði liturinn í aðalhlut- verki. Raddirnar búa í brjóstinu Vigdís leiðir mig upp stigann og inn í eldhús. Þar gengur hún að eldhús- bekknum og gerir sig líklega til að laga kaffi. Ég afþakka og þigg djús í staðinn en hún hellir engu að síður upp á, enda jafnast ekkert á við kaffi og sígó þegar maður situr á spjalli við ókunnuga. Reyndar spjallar hún ekki við hvern sem er, ekki nema bara í smástund. Hún er ekki týpan sem er til í að fljóta á yfirborðinu. „Segjum sem svo að þú værir kom- in hingað til mín en mér liði ekki vel nálægt þér þá myndi ég biðja þig að fara. Ég myndi útskýra það fyr- ir þér að ég gæti ekki gert þetta en það væri mér að kenna en ekki þér. Og það væri allt í lagi,“ segir hún og brosir. En þetta er allt í lagi, ég má vera, enn sem komið er allavega. Ég sest við eldhúsborðið. Þar er útvarp, bækur, bollar, fartölva og sími. Allt sem hún þarf. Á meðan hún lagar kaffið stelst ég til að skoða sólgleraugnasafnið sem hangir á gardínustönginni í glugganum. Hún er alltaf með sólgleraugu, líka núna. Af því að augun þola illa birtu en það er ekkert sem háir henni. Hún sér hvort eð er meira en margir. „Ég veit ekki hvort ég myndi segja að ég væri skyggn. Jú, kannski, ef þú vilt kalla það það,“ segir hún og bætir því við að hún hafi allavega aldrei gert út á það eða reynt að græða peninga á því. „Þetta er of persónulegt til að ég tali mikið um það. En ég sé ljós. Ég sé ljós í þér og í kringum þig. Og ég heyri raddir, en þær búa í brjóstinu á mér. Þetta er engin geðveiki eða neitt þess háttar, þetta er bara tilfinning innra með mér sem ég hlusta á. Ég hugsa að þetta búi í okkur öllum en við erum misopin fyrir því. Sumir loka alveg á það.“ Fær skilaboð í draumi En það er ekki allt, hún er líka ber- dreymin. „Ég fæ skilaboð í draumi. Þá veit ég að það er eitthvað að fara að gerast og ég þarf að vara einhvern við. Þessu fylgir oft sterk tilfinning. Næstu daga á undan eða eftir birt- ist mér einhver, til dæmis pabbi, og þá veit ég hverjum ég þarf að fylgjast með. En það fylgir því margt að ræða svona mál og þeir eru margir sem skilja þetta ekki,“ útskýrir Vig- dís og spyr hvort ég finni aldrei fyrir neinu sjálf. Bendir síðan út og segir: „Sjáðu karlinn þarna með nefið.“ Ég lít út en hún hlær dátt. „Eigum við ekki að segja að nú sjáum við báðar eitthvað.“ Beinir talinu síðan annað. „Það er rödd innra með okkur öllum sem leiðir okkur áfram í rétta átt. Af því að fólk þarf að gefa öllu nafn kalla sumir þetta innsæi, aðrir kalla þetta eitthvað annað. En það er mikill kostur að geta hlustað á innsæið og treyst því. Stundum finnum við fyrir því en treystum því ekki. Hversu margir hafa til dæmis far- ið í samband þó að þeir viti að það sé ekki fyrir þá, bara af því að þá lang- ar í ástarsamband? Þeir hafa ein- hverja hugmynd um hvernig þetta á að vera og reyna að fá makann til að passa inn í þá mynd sína. Þegar það gengur ekki þá fer fólk að reyna að breyta makanum og gjarna því sama sem heillaði það í byrjun. Um leið verða árekstrar og sambandið veld- ur óhamingju,“ segir hún og kveikir sér í sígarettu. „Fólk finnur að það er ekki allt í lagi en hlustar ekki á það. Endar svo í ofbeldissambandi. Því tekst kannski að komast út úr því en fer svo aftur til ofbeldisfulla makans af því að það heldur að það verði allt í lagi þó að innst inni viti það betur.“ Sá eftir eiginmanninum Vigdís er sjálf fráskilin. Það er fátt sem hún sér eins mikið eftir og skilnaðinum, nema að hafa aldrei sagt föður sínum að hún elskaði hann. „Ég vildi að ég hefði sagt hon- um að ég elskaði hann svo hann hefði vitað það fyrir víst. Við vor- um afar náin og ég hugsa að hann hafi nú vitað að ég elskaði hann en svona hlutum á maður ekki að þurfa að sjá eftir, það er svo mikill óþarfi. Maður á bara að segja fólkinu sínu að maður elski það, því maður veit aldrei hvenær það verður of seint.“ En það er oftast auðveldara að vera vitur eftir á. Það á einnig við um skilnaðinn. „Hann á kannski eftir að hringja hinn reiðasti þegar hann les um þetta í blaðinu,“ segir hún og hlær. „Það verður bara að hafa það. Þú spyrð um eftirsjá og það er mesta eftirsjáin í mínu lífi að vinna ekki úr þeim vanda sem við glímdum við, ég hefði viljað það. Sambandinu var hvergi nærri lokið. En í þá daga var heldur engin hjálp í boði fyrir hjón sem stóðu frammi fyrir erfiðleikum. Það var annar tími. Þegar ég áttaði mig á þessu var það orðið of seint.“ Eftir á að hyggja getur hún ekki bent á neitt sérstakt sem kom upp á. Þetta þróaðist bara svona. „Ég hélt að það hefði myndast einhver óyfirstíganleg fjarlægð á milli okkar en það var ekki rétt. Við hefðum bara þurft að vinna okkur í gegnum þetta.“ Sleppti tökum á sársaukanum Í kjölfarið tók við tími eftirsjár. „Það er talað um að ekkjur geti syrgt í tíu ár því söknuðurinn eftir því sem þær áttu er svo mikill. Skilnaður er síst auðveldari. Ég sá eftir fjöl- skyldulífinu, því sem ég hafði átt og við saman. Maður sér ekki alltaf hvað maður á fyrr en maður missir það. Á meðan maður syrgir það sem maður átti byrjar maður ekki nýtt samband. Svo það var ekkert til að tala um. Það var ekki fyrr en ég fann frelsi aftur og fór að horfa fram á veginn að ég átti möguleika á að kynnast ástinni á nýjan leik. Nú hef ég verið í sambúð í fjórtán Það skal enginn vorkenna þessari svartklæddu skáldkonu, því það er hennar val að skrifa jafnvel þótt einmanaleikinn verði stundum þrúgandi, hún fái haturspósta og bíllinn sé eyðilagður að nætur- lagi. Eða svo segir Vigdís Grímsdóttir sem hefur bæði lofað og langað til að hætta. Það var sárt að heyra dótturina segja að hún saknaði hennar alltaf en þráin var sársaukanum sterkari. Vigdís segir einnig frá eftirsjánni eftir eiginmanninum, ástinni, skyggni- gáfunni og heilahimnubólgunni sem varð til þess að hún dó og vaknaði aftur til lífsins, búin að missa jafn- vægið, hluta af sjóninni og getuna til að skrifa. Sá sig í fyrsta sinn þegar hún dó Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Amma mín var óvenju hreinskilin kona. Þegar ég var fimm- tán ára sagði hún við mig að ég ætti aldrei að byrja að gera það því þegar ég væri einu sinni byrj- uð gæti ég ekki hætt. Ég hlýddi því auðvitað ekki. m y n d iR e y þ ó R á R n a S o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.