Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 26
26 Erlent 2.–4. desember 2011 Helgarblað Þumall á hægri – stór tá á vinstri n Missti þumal en dó ekki ráðalaus H inn 29 ára James Byrne frá Bristol á Englandi dó ekki ráðalaus þegar hann missti þumalfingur vinstri hand- ar í slysi á síðasta ári. Byrne var að saga niður tré þegar sögin fór í fingurinn með fyrrgreindum af- leiðingum. Læknar reyndu hvað þeir gátu að koma fingrinum aftur á sinn stað en án árangurs. Læknar hans stungu þá upp á því að græða stóru tá vinstri fótar hans á hönd- ina. Á það féllst Byrne og fór hann í átta klukkustunda aðgerð í haust þar sem tánni var komið fyrir. Aðgerðin þótti heppnast mjög vel eins og sést á meðfylgjandi mynd. Byrne viðurkennir þó að sumum bregði þegar þeir sjá nýja fingurinn ef svo má segja. „Sumum finnst þetta fyndið á meðan öðr- um finnst þetta ógeðslegt. Sum- ir spyrja hvað hafi gerst og spyrja hvers vegna ég sé svo svona bólg- inn á fingrinum. Fólk trúir því ekki þegar ég segi því sannleikann,“ seg- ir Byrne. Hreyfigetan í nýja fingr- inum er enn sem komið er lítil en hann segist vonast til þess að hún muni koma með tíð og tíma. Umraz Khan, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, segir að aðgerðir sem þessar séu mjög sjaldgæfar. Aðgerðin muni koma Byrne til góða þar sem erfiðara sé að vera án þumals en táar. einar@dv.is Tá í stað þumals Þetta lítur ein- kennilega út en mun koma Byrne að góðum notum segir læknir hans. Fangi í eigin fangelsi Patrick Sullivan, fyrrverandi fógeti í Araphoe-sýslu í Colorado í Banda- ríkjunum, er í þeirri óvenjulegu stöðu að vera fangi í fangelsi sem nefnt var eftir honum. Sullivan var handtekinn í vikunni en honum er gefið að sök að hafa boðið fíkniefna- neytanda metamfetamín í skiptum fyrir kynlíf. Það er því heldur kald- hæðnislegt að fangelsið sem um ræðir heitir Patrick J. Sullivan Jr. De- tention Facility. Sullivan var mikils metinn þegar hann gegndi embætti fógeta í sýslunni árin 1984 til 2002 og var þekktur fyrir góðan árangur í baráttunni gegn fíkniefnum. Var ákveðið að heiðra hann fyrir góð störf með því að nefna fangelsið eftir honum. Yfirvöld í sýslunni hafa ekkert gefið út um það hvort fangelsið fái nýtt nafn í ljósi atburða síðustu daga. Metverð fyrir teiknimyndasögu Eintak af blaðinu Action Comics frá árinu 1938 var slegið á upp- boði í New York á miðvikudag fyrir 2,16 milljónir dala, eða 255 milljónir króna. Í umræddu blaði kom Superman fyrst fyrir sjónir al- mennings, en talið er að einungis um 100 eintök af blaðinu séu til í heiminum og eru afar fá þeirra í góðu standi. Hvorki var gefið upp hver væri kaupandi né seljandi en þó er talið að eintakið hafi verið í eigu stórleikarans Nicolas Cage. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem teiknimyndasaga er seld á yfir tvær milljónir dala. Annað eintak af sama blaði var slegið á eina og hálfa milljón dala, eða 177 millj- ónir króna, fyrr á árinu. Fatafellur í fangelsi Nokkur tilvik hafa komið upp að undanförnu þar sem fangar í ör- yggisfangelsinu í Miami í Banda- ríkjunum fá heimsóknir frá fata- fellum. Þó svo að fangaverðir geri sér grein fyrir tilgangi þessara heimsókna er lítið sem þeir geta gert. Lögmenn fanganna segja að fatafellurnar séu „lagalegir ráð- gjafar“ og því er þeim í raun kom- ið inn í fangelsið á fölskum for- sendum. „Hvaða lögmaður sem er getur tekið með sér ráðgjafa í fangelsið,“ segir lögmaður í sam- tali við Miami New Times. Þegar komið er inn í lokað herbergi fækka fatafellurnar svo fötum fyrir fangana. F orsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Líklegt þykir að repúblikan- ar nái aftur forsetastólnum en vinsældir demókratans Baracks Obama, forseta Bandaríkj- anna, hafa farið dvínandi. Mikill skuldavandi ríkisins og umdeildar ákvarðanir hafa verið helstu skot- mörk frambjóðenda Repúblikana- flokksins sem enn berjast sín á milli um útnefningu flokksins fyrir kosn- ingarnar. Ellefu einstaklingar eru eftir í baráttunni um útnefninguna en Barack Obama býður sig fram fyrir hönd Demókrataflokksins til áframhaldandi setu í stóli forseta. Skrautlegar athugasemdir Nokkrir frambjóðendur hafa vak- ið meiri athygli en aðrir og eru þar líklega fremst í flokki þingkon- an og fylgismaður Teboðshreyf- ingarinnar Michelle Bachmann og viðskiptajöfurinn og veitinga- maðurinn Herman Cain. Fleiri einstaklingar hafa einnig verið áberandi í slagnum en fjölmiðlar vestanhafs og víðar hafa veitt Mitt Romney, Rick Perry, Ron Paul og Newt Gingrich mikla athygli. Það sem hefur vakið einna mesta athygli eru skrautlegar at- hugasemdir eða uppákomur sem tengjast frambjóðendunum á einn eða annan hátt. Það á sérstaklega við um Bachmann sem hefur lát- ið hvert gullkornið á fætur öðru sér um munn fara. Til að mynda hefur hún lýst því yfir að hún vilji láta loka sendiráði Bandaríkjanna í Íran, en það vill ekki betur til að svo er ekkert bandarískt sendiráð í því landi. Fjöldi ásakana um áreitni Þá hefur kastljós fjölmiðla einn- ig beinst að fjárfestinum Herman Cain en nokkrar konur hafa stigið fram og ásakað hann um kynferð- islega áreitni. Cain hefur sjálfur hafnað ásökununum en hann hef- ur ekki viljað tjá sig mikið um þær efnislega. Áreitnin á að hafa átt sér stað fyrir um fimmtán árum þegar hann var formaður hagsmunasam- taka veitingahúsaeigenda. „Ég hef aldrei áreitt neinn kynferðislega,“ sagði Cain í yfirlýsingu eftir að upp komst um málið. Cain hefur notið mikils stuðnings frá Teboðshreyf- ingunni, líkt og Bachmann. Vill skera niður um billjón Ron Paul, þingmaður Repúblikana- n Repúblikanar takast á sín á milli um útnefningu fyrir forsetakosningar árið 2012 n Slagurinn harður, jafn og spennandi n Mikið hefur gengið á í baráttunni Berjast um útnefningu „Ég hef aldrei áreitt neinn kynferðislega.“ Herman Cain Stjórnarformaður Seðlabanka Kansas City Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fá mikla athygli Flestir frambjóðendanna koma reglulega fram í sjónvarpskappræðum. Þar er ekkert látið kyrrt liggja og ráðast frambjóðendurnir jafnt mikið hver á annan og Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.