Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 6
Sandkorn n Framsóknarflokkurinn virðist kominn í samband við Bjarna Harðarson norskra stjórnmála, ef marka má lýs- ingu Gísla Kristjánssonar, fréttamanns RÚV, í Speglin- um. Per Olaf Lund- teigen er nú fræg- astur allra norskra þingmanna á Íslandi eftir að framsókn- armenn lýstu áhuga hans á að lána Íslendingum mikla peninga í efnahagskreppunni. Þing- maðurinn er frægur í heima- landi sínu fyrir óvenjuleg til- svör og staðhæfingar. Per Olaf Lundteigen berst ötullega gegn aðild Noregs að ESB. Árið 1994 hélt hann á lofti hugtakinu matvælaöryggi og sagði að landsmenn mættu ekki vera háðir erlendu ríkja- sambandi um matvæli. „Og auk þess er útlendur matur vondur og oft eitraður,“ er haft eftir honum. n Per Olaf Lundteigen er bóndi í Buskerud, búfræði- kandídat að mennt. Gísli Kristjánsson sagði frá því að deilt var um skattleysi á meðalstórum húsalóðum. Lundteigen sagði: „Meðalstór lóð er þar sem pláss er fyrir eldiviðarstafla, kartöflugarð og hægt er að pissa undir vegg án þess að nágranninn sjái!“ Lundteigen vill berjast gegn öllu sem heitir heimsvæðing. Hann vill efla heimafram- leiðslu og sagði eitt sinn: „Við verðum að framleiða okk- ar vöru sjálf og vera sjálfum okkur nóg um þvottavélar, ís- skápa, baðkör, barnavagna og kertaljós.“ n Ýmsir kynlegir kvistir voru mættir á frumsýningu mynd- arinnar Guð blessi Ísland. Þótt sæti hefðu verið tekin frá fyrir alla þingmenn og ráðherra mættu aðeins þingmenn Hreyfingar- innar og ör- fáir til viðbótar. Þeirra á meðal var Lilja Mósesdóttir, þing- maður VG, sem virtist njóta sýningarinnar mjög. Á sama bekk sat hinn þekkti krafta- maður Benjamín Þorgríms- son, Benni Ólsari, sem ekki skemmti sér síður við upprifj- unina um hrunið. 6 föstudagur 9. október 2009 fréttir Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 „Ég verð fimmtugur þann 11. nóv- ember sem fangi og held jól í fang- elsi fyrir súpu upp á 250 krónur sem ég borgaði daginn eftir. Ég hélt að ég ætti nóg fyrir henni,“ segir Jónas Bjarki Gunnarsson. Hann hóf af- plánun á samtals átta mánaða fang- elsisdómi í Hegningarhúsinu í síð- ustu viku. Jónas var í fyrra dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang stolið sér til matar í verslun- um 10-11 og Hagkaupa á einni helgi í febrúar. Þá fékk hann þriggja mán- aða dóm fyrir að stela vodkaflösku af veitingastaðnum Brons í júlí. Sér ekki eftir súpunni Jónas stal tilbúinni súpu að verð- mæti um 250 krónur í 10-11 í Aust- urstræti. Þar opnaði hann súpuna og borðaði án þess að greiða fyrir hana. Tveimur dögum síðar stal hann mat- arkoníakinu Chef Marina Conac í Haugkaupum í Kringlunni að verð- mæti 769 krónur. Hann segir matar- koníakið vera vinsælt meðal „róna“ og neyti þeir þess frekar en karde- mommudropanna. Aðspurður hvort hann sjái eftir að hafa stolið súpunni segir hann svo ekki vera. „Ég sé ekki eftir því af því að ég borgaði hana daginn eftir.“ Dóminum fyrir vodkaþjófnaðinn skilur hann ekkert í. „Ég tók flösku og það var 1/5 í henni. Ég bauðst til að borga hana og ég fékk það ekki og var dæmdur út af henni.“ Ósanngjarnt Jónas hefur verið sviptur sjálfræði og fjárræði síðustu 26 árin og hef- ur lengi átt við geðræn vandamál að stríða. Hann stendur í þeirri trú að geðlæknar á Íslandi ofsæki hann og því segist hann í samtali við DV ætla að flytja til Taílands. Hann botnar ekkert í þjóðfélaginu í dag sem dæm- ir mann eins og hann í margra mán- aða fangelsi fyrir matarstuld á með- an útrásarvíkingar ganga lausir. „Mér finnst þetta ansi ósann- gjarnt. Mér finnst að það ætti að dæma menn eftir því hvað þeir gera mikið af sér. Eins og í Bandaríkjun- um.“ Brot á mannréttindum Jónas hefur tvívegis setið á Litla- Hrauni, en fyrri dómana fékk hann fyrir ölvunarbrot, eins og hann lýsti þeim sjálfur í samtali við DV í fyrra. Þegar hann stal matnum í febrú- ar rauf hann skilorð. Jónas botnar hins vegar ekkert í því núna. „Ég veit ekki einu sinni af hverju þetta skilorð var. Það er eitthvað sem ég man ekki eftir að hafa gert.“ Jónasi líður ekki vel í Hegning- arhúsinu enda stórhátíð á næsta leiti. „Mér finnst þetta brot á mann- réttindum, það sem er gert við mig, að ég skuli eiga fimmtugsafmæli í fangelsi og jól bara út af einni 250 króna súpu og matarkoníaki sem kostaði sjö hundruð krónur.“ Jónas Bjarki Gunnarsson hóf átta mánaða afplánun í Hegningarhúsinu í síðustu viku fyrir matarþjófnað. Hann segir ósanngjarnt að hann hljóti svo þungan dóm á meðan útrásarvíkingar ganga lausir. Jónasi finnst það mannréttindabrot að þurfa að halda jól í fangelsinu. FAGNAR FIMMTUGS- AFMÆLI Í FANGELSI „Ég sé ekki eftir því af því að ég borgaði hana daginn eftir.“ lilJa katrín GunnarSdÓttir oG annaS SiGmundSSon blaðamenn skrifa: liljakatrin@dv.is og as@dv.is Sódóma í ÖSkjuhlíð Öskjuhlíðin í Reykjavík eR oRðin gRiðastaðuR fyRiR kyn- lífsathafniR og fíkniefnamisfeRli, að sÖgn náttúRu- unnandans amelíu henRysdóttuR. hún skoRaR á ólaf f. magnússon boRgaRstjóRa að ganga með séR um svæðið. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 26. maí 2008 dagblaðið vísir 92. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins geðsjúkur í f e i fy súpu jónas bjaRki gunnaRsson dæmduR í fimm mánaða Refsivist: Stal fyrir þús nd k ó ur Einn dagur í fangels fyrir hverjar s x kró ur „hann er nginn i“ Skít dælt í vEiðiá fréttir >> Dauðir silungar lágu eins og hráviði við bakka Köldu- kvíslar í Mosfellsdal í gær eftir að sturtað hafði verið skít og keytu ofan í ána. fréttir dana- prinS grét Pálmi rafn bjargaði valsmönnum >> Jóakim Danaprins var með tár á hvarmi þegar hann gekk að eiga hina frönsku Marie Cavalier um helgina. Átti ekki nóg Jónas stal súpunni en segist hafa borgað hana daginn eftir. Hann hafi bara ekki átt fyrir henni þegar hungrið gerði vart við sig. Gleðileg jól? Jónasi finnst það mannréttindabrot að hann þurfi að eyða jólunum í Hegningar- húsinu. mynd rÓBert reyniSSon Einstæður, fjögurra barna, atvinnu- laus faðir, sem glímir við mikinn fjár- hagsvanda og er í vanskilum við Ís- landsbanka, fékk atvinnuleysisbætur greiddar inn á launareikning sinn um síðustu mánaðamót. Daginn eft- ir féll yfirdráttarheimild mannsins úr gildi hjá bankanum og fengu hann og aðstandendur hans þau svör hjá Íslandsbanka að ekki væri hægt að framlengja yfirdráttarheimildina, vegna skuldastöðu mannsins. Hann sat því uppi með að atvinnuleys- isbætur hans runnu að fullu upp í greiðslu á yfirdráttarheimild án þess að hann gæti notað nokkuð af bótun- um. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá bankanum. Aðstandandi mannsins, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hafði samband við innheimtustjóra bank- ans vegna málsins og fékk þau svör að verið væri að vinna í hans mál- um. Þegar aðstandandinn fór þess á leit að bankinn myndi að minnsta kosti láta hann hafa 20 þúsund króna yfirdrátt til að geta haft ofan í sig og á, fengust þau svör að það væri því miður ekki hægt. „Er þeim stætt á því, þó að hann sé í vanskilum, að frysta atvinnuleys- isbæturnar í heild sinni svo hann geti ekki einu sinni keypt mat?“ spyr að- standandi mannsins í viðtali við DV. Maðurinn hefur komist af það sem af er mánuði með því að sækja mat hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hann get- ur ekki greitt meðlög til barnsmóð- ur sinnar, sem einnig er í verulegum fjárhagserfiðleikum. Þegar málið var borið undir Ís- landsbanka fengust þau svör að skuldastaða og vanskil viðskipta- vina væru skoðuð og reynt að meta heildstætt hvort yfirdráttarheim- ild er framlengd. Séu vanskil mikil sé heildarpakkinn skoðaður og það tekið inn í myndina að þetta sé eina framfærslan sem viðskiptavinur hafi. Þetta sé mjög óvenjulegt dæmi og að enn liggi ekki endanleg niðurstaða fyrir í máli mannsins. valgeir@dv.is Yfirdráttarheimild í Íslandsbanka felld niður daginn eftir að bætur voru greiddar: Bankinn hirti atvinnuleysisbæturnar engin framfærsla Fjögurra barna faðir gat ekki notað atvinnuleysisbætur sínar vegna þess að yfirdráttarheimildin féll nið- ur daginn eftir að bæturnar voru greiddar inn á reikning hans. myndin er SviðSett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.