Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 42
vetrarins 42 föstudagur 9. október 2009 sport Vetur konungur er genginn í garð og íþróttir færast af haustgrænum grasvöllum inn í íþróttahallir landsmanna. DV tók saman hverjir munu slá í gegn í vetur nú þegar styttist í körfuboltavertíðina: stjörnur Sveinbjörn ClaeSSen – Ír Ægileg skytta og einn besti alhliða leikmaður landsins. Dúndrar niður körfum að vild og hjálpar vel til í vörninni. Með gríðarlegt keppnisskap og leggur sig 100% fram í öllum leikjum. Toppmaður og gæti sprungið út í vetur. axel KáraSon – TindaSTóll Afar öflugur leikmaður og styrkir Stólana mikið. Var við nám í dýralækningum í Ungverjalandi síðasta vetur en er snúinn heim reynslunni ríkari. Á góðum degi stoppa hann fáir - ef einhverjir. Öfluguasti fulltrúi bændastéttarinnar í körfubolta frá upphafi. Helga HallgrÍmSdóTTir – grindavÍK Helga er kannski ekki liprust á gólfinu en hún gerir sitt undir körfunni. Hún er Horace Grant kvenna- boltans og alltaf gaman að fylgjast með henni. guðbjörg SverriSdóTTir– Hamar Systir Helenu, bestu körfuboltakonu Íslands. Búinn að vinna allt með Haukum en sem aukaleikari. Kominn tími til að hún stimpli sig inn í deildina. Hefur burði til þess og þetta gæti verið veturinn hennar. Þorleifur ólafS- Son – grindavÍK Klárlega mesti töffarinn í körfunni. Ungur, svalur og getur rifið upp stemning- una í húsunum á einni sek- úndu með vel tímasettum troðslum. Brokkgengur en hörkutól sem mun spila meira en margur heldur. ragna margréT brynj- arSdóTTir – HauKar Tröllið undir körfunni sem aðrir leikmenn óttast. Þarf að stíga upp nú þegar aðrir eru farnir úr Haukaliðinu. Hefur alla burði til að eiga góðan vetur. Ægir Þór STeinarSSon – fjölnir Var valinn besti leikmaður Norðurlandamótsins 2007 og er nú fyrirliði íslenska 18 ára landsliðs- ins. Lágvaxið hörkutól sem mun draga vagninn. Leikur Fjölnis byggist mikið á þessum magnaða leikmanni og spurning hvort hann sé bara efnilegur eða hreinlega góður. jóHann árni ólafSSon – njarðvÍK Hefur bætt við sig gríðarlega og lært mikið í Þýskalandi. – Njarðvíkurliðið veltur mikið á honum. Nýr og endur- bættur frá Þýskalandi. Þýskaland hefur lagst vel í hann. guðrún gróa Þor- STeinSdóTTir – Kr Einhver albesti varnarmaður í körfuboltanum - og þá er karlaboltinn tekinn með! Hefur það hlutverk að skelfa leikstjórnendur annarra liða og KR fer langt á því. Haldi hún áfram að vaxa og dafna verður þetta veturinn hennar. umsjón benedikt bóas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.