Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 29
Konan er musteri satans m æ li r m eð ... Stúlkan Sem lék Sér að eldinum Lisbeth Salander gefur ekki þumlung eftir í annarri mynd- inni í Millenium-þríleiknum. diStrict 9 Loksins eitthvað frumlegt. Guð bleSSi ÍSland Ómetanlegt myndefni í tímamóta- mynd sem klárar samt ekki dæmið. WolfenStein Fínn skotleikur sem óhætt er að mæla með við has- arhausana. the September iSSue Þarft ekki að ganga í Man- olo Blahnik Aladdin-skóm til að tengja við þessa mynd. funny people Besta mynd leikstjór- ans Judds Apatow. fókus 9. október 2009 föstudagur 29 lay low sendir frá sér plötu og tónleikamynd: Órafmögnuð í Flatey föstudagur n hjálmar á nasa Loftið á Nasa í kvöld verður reggí-lævi blandið. Ástæðan er útgáfutónleikar Hjálma í tilefni af útkomu fjórðu breiðskífu þeirra, IV. Ólyginn segir að blásarasveit muni hjálpa til við tónaframleiðsluna. Tónleikarnir hefjast um klukkan 23 og fer miðasala fram í versluninni Havarí, Austurstræti 6. Miðaverð er 1500 krónur. n 90´s kvöld á Spot Óviðjafnanlegt 90´s kvöld verður haldið á Spot í Kópavogi í kvöld þar sem lagasmiðsundrið Örlygur Smári verður tónlistarstjóri kvöldsins. Haffi Haff og AnnA Hlín mæta með flottasta 90´s sjó sem sést hefur í langan tíma. Valli sport og Örlygur Smári munu svo skiptast á við að rifja upp bestu 90´s lögin. n dubstep á akranesi Opnunarkvöld dubstep.is fer fram á Efri hæðinni á Akranesi í kvöld. Gunni Ewok, Maggi B. og Árni Skeng spila eins og aldrei hafi verið í boði að hafa morgundag. 18 ára aldurstakmark, 500 krónur inn, 1000 krónur með rútuferð til og frá Reykjavík. Nánar á dubstep.is. laugardagur n bubbabönd á akureyri GCD og Egó spila í Sjallanum á Akureyri í kvöld. Eftir að GCD-liðar tóku saman til að spila á Ljósanótt í Reykjanesbæ á dögunum var svo mikil ánægja með hvernig til tókst að ákveðið var að koma saman að nýju í þrjú skipti í október og nóvember. Núna er eitt þessara fáu skipta og láttu það ekki fram hjá þér fara. Miðasala á midi.is og við innganginn, miðaverð 2000 krónur í forsölu. Húsið opnað á miðnætti. n Þursar á Grænum hatti Egill Ólafsson og nánast allir hinir Stuðmennirnir, sem skipa Hinn íslenzka Þursaflokk, spila á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Síðast þegar þeir spiluðu á staðnum fór ekki bara hatturinn af húsinu heldur líka þakið. Forsala í Eymundsson, Hafnarstræti. n klúbbakvöld á nasa Íslenskt klúbbakvöld með mörgum af okkar bestu plötusnúðum fer fram á Nasa í kvöld. Þrettán plötusnúðar leiða þar saman hesta sína, þar á meðal Dj Atli, HalliBal, Kiddi Ghost, Impulze, Hugarástand (Dj Frímann og Dj Arnar) og OliOfur. Húsið opnað um miðnætti og er ókeypis inn til klukkan 1 en eftir það kostar 1000 krónur. Hvað er að GERAST? WWW.SVAR.IS SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 SKÓLATILBOÐ! ALLT AÐ 8 KLST RAFHLÖÐUENDING FÁST Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM smekklegt guðlast og Eins og Sigurður bendir á eru efnistökin öllu nútímalegri en kveð- skaparformin. „Þetta eru samt ekkert mjög alvörugefin kvæði. Það er alltaf stutt í háð og kaldhæðni. Smekklegt guðlast Aðspurður nánar um hvurslags ádeilu sé að finna í vísunum segir Sigurður útrásarvíkingunum marg- rómuðu meðal annars bregða fyrir. „Já, útrásarvíkingarnir eru þarna og þá kemst maður ekki hjá því að yrkja um svikin og refsinguna í leiðinni. Ég er líka að yrkja um litla manninn og vini okkar Bretana. Það skín í gegn í bókinni hvað manni finnst um það sem er að gerast hérna heima og ég deili sennilega skoðunum með þorra þjóðarinnar í þeim málum. En mað- ur á mömmu sem elskar mann og vini sem peppa mann upp þannig að ástæðan til að kvarta er kannski ekki mikil.“ Þegar Sigurður er inntur eftir því hvort kynferðislegir ósigrar hans séu miklir, vegna undirtitils bókarinnar, segir hann þá ekki stórkostlega. „Ætli maður hafi ekki upplifað svona með- al-mikla höfnun eins og flestir aðrir. Hún er samt alltaf jafn skemmtilega styrkjandi.“ Bókin skiptist í fimm kafla og heita þeir Ástandið, Ógæfan, Eilífðin, Ótil- greint og Þorbergur. Sjálfur segir Sig- urður að Eilífðin sé sennilega í uppá- haldi hjá honum. „Það er uppgjör sjálfs míns við almættið. Smekklegt guðlast ef svo má að orði komast.“ Kaflinn Þorbergur sker sig óneit- anlega úr en aðeins eitt kvæði er að finna í þeim kafla. „Það er vísa um góðan vin sem féll frá,“ en Sigurður ákvað að tileinka honum einn kafla í bókinni til þess að heiðra minningu hans. bestur lítill í sér Sigurður segir þó nokkur ung og efni- leg skáld vera að ryðja sér braut hér á landi en sjálfur les hann meira eftir gömlu hetjurnar. „Ég hef verið að lesa mikið eftir Stephan G. Stephansson og svolítið eftir Hannes Hafstein líka. Gömul ættjarðarkvæði eftir hann og svo auðvitað Stein Steinar.“ Eins og má ráða af efnistökum bókarinnar leitar Sigurður mest eft- ir innblæstri úr sínu daglega lífi en hann segist sjálfur komast á flug í skrifunum þegar nokkuð illa stend- ur á. „Ég virðist einhvern veginn vera hvað frjóastur þegar ég er lítill í mér. Á sumrin á næturvöktum í álverinu eða þegar ég á að vera að gera eitt- hvað annað.“ Sigurður hefur starfað í álverinu á Grundartanga samfara námi und- anfarin ár en eins og svo margt ann- að ungt fólk er hann að læra lögfræði um þessar mundir. „Þegar ég var að byrja var metaðsókn og það met var að falla aftur núna í ár held ég. Það verður vonandi eitthvað að gera fyr- ir mann að námi loknu en ég hef svo sem engar stórkostlegar áhyggjur. Ég held að lögfræðingar skapi sér svolít- ið vinnu sjálfir.“ Sigurður hefur enn ekki ákveðið við hvað hann ætlar að starfa innan lögfræðinnar en er þó nokkuð viss um hvað hann muni ekki starfa við. „Ég hef ekki fullmótað mér skoðun á hinu ennþá en ég get sagt að ég vilji ekki starfa sem skilnaðarlögfræðing- ur eða í víxiltékkamálum.“ Gefur út sjálfur Eins og áður kom fram gefur Sigurð- ur bókina út sjálfur. „Frændi minn er með mér í þessu líka og það er Guðjón Ó, vistvæn prentsmiðja, sem prentar bókina.“ Sigurður segir upplagið vera nokkuð stórt og bókin verður fáanleg á nokkrum stöðum. „Bókin fæst í Iðu í Lækjargötunni, Máli og menningu á Laugaveginum, bókverkabúðinni Út- úrdúr í Nýlistasafninu og svo er ég að leita að hentugum stað í Mosfellsbæ. Dreifingin er svona í stöðugri þróun.“ Að lokum segir Sigurður að vænt- anlega komi kveðskaparhæfileikar hans til vegna alíslensks uppeldis í Mosfellsdalnum en þeir eru æ færri sem gefa sér tíma til að halda uppi þessu forna íslenska listformi. asgeir@dv.is Er í síðustu skjólin er fokið og lífshlaupi mínu er lokið. Útfarastjórinn, ormar og mold, eiga löggilta kröfu í mitt visnandi hold. Þeim verði að góðu með skrokkinn minn snauðan því það sem ég óttast er líf eftir dauðann. Ef svo ólíklega, í fyrsta sinni. Ég finni loks Guð minn í eilífðinni. Ég lofa því upp á flesta fingur, allar syndir misskilningur. Ég ekkert misjafnt fyrir stafni og allt var gert í drottins nafni. Drottinn Guð ég grátbið þig. Þeir reyna að ljúga sök á mig. Mér páfinn meiri perri, margir aðrir miklu verri en ég auðmjúkur skal klaga liðið ef þú bara opnar hliðið. Ef sálarræksnið mitt villtu ekki fá til samkeppnisaðilans sný ég mér þá. Þar nóg af vinum, eldi og reyk þar er ég laus við þinn hörpuleik. Þú mátt éta hann sjálfur níðingstetur því ég veit að skrattinn býður betur. Siggi Gúst Eilífðin Sigurður Gústavsson Er frjóastur þegar hann er lítill í sér. „Við erum akkúrat hálfnuð á túrnum núna,“ segir Lovísa Elísabet Sigrún- ardóttir, betur þekkt sem Lay Low. Lovísa er á tónleikaferðalagi um Þýskaland ásamt Emilíönu Torrini og hljómsveit hennar. Á meðan er nóg um að vera hér heima en Lov- ísa var að senda frá sér plötuna og tónleikamyndina Lay Low í Flatey. „Mig langaði til þess að taka upp eitthvað af lögunum mínum órafmagnað. Síðan kom þessi hug- mynd upp um að gera það úti í nátt- úrunni.“ Lovísa segir enga sérstaka ástæðu vera fyrir því að Flatey varð fyrir valinu. „Það er bara fallegur og hljóðlátur staður. Ekki líklegt að bílar og svona keyri fram hjá þegar maður er að spila.“ Á plötunni, sem er komin í verslanir, er að finna sjö lög eftir Lovísu en auk þess er DVD- upptaka af tónleikunum. Þetta er í annað skipti sem Lov- ísa fer um Þýskaland með Emilí- önu en vinsældir hennar hafa vax- ið mikið þar í landi undanfarið. Lag Emilíönu Jungle Drum hefur ræki- lega slegið í gegn og fer það ekki á milli mála. „Maður tekur alveg eftir því. Við erum að spila á stærri stöð- um núna og fleiri mæta á tónleik- ana.“ Þegar ferðinni lýkur ætlar Lov- ísa að einbeita sér að næstu plötu sinni. „Hún verður örugglega ólík þeirri síðustu. Ég vil ekki festa mig í einhverju einu formi.“ asgeir@dv.is lay low Er stödd í Þýskalandi með Emilíönu Torrini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.