Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 43
Sport 9. október 2009 föStudagur 43 Tveir fyrir einn: Ein frægasta íþróttamynd allra tíma. Frank Rijkaard að spýta slummu á Ruudi Voller. Tveir jaxlar sem voru þekktir fyrir framúrskarandi hæfileika á fót- boltavellinum og ekki síður góðan lostakúst á efri vörinni. Alan Sunderland: Maðurinn sem tryggði Arsen- al frægan sigur á Manchester United 1979 skartaði alltaf góðri mottu. Hárið gerðo samt ekki minna fyrir Sunderland. Giuseppe Bergomi: Herra Inter Milan. Lék allan sinn feril hjá félaginu og er í guðatölu þar á bæ. Fékk viðurnefnið Lo zio eða frændinn fyrir hina þykku og íðilfögru mottu sem hann bar mest allan sinn feril. George Best: Ljósárum á undan öðrum varðandi tísku á vellinum. Best var með putt- ana á púlsinum og mætti nokkrum sinnum með afar svalan lostakúst sem konur féllu fyrir. Chris Kamara: Einn af þeim sem tala um fótbolta á Sky en var liðtækur leikmað- ur sjálfur. Þekktur harðjaxl sem snyrti sinn lostakúst af mikilli ná- kvæmni og hugsaði um hann af ást og virðingu. Clayton Blackmore: Einn af þeim fáu sem hafa spilað með öll númer á bak- inu í gamla kerfinu. (2-11) Blackmore var mikill spaði inann vallar sem utan og gerði sitt besta í að fylgja tískunni um lostakústa. Des Walker: Mikill harðjaxl á velli og hefur aldrei rakað af sér sína eðalmottu. Hugsar vel um hana og geymir litla greiðu í brjóstvasanum til að sinna lostakústinum. Ian Rush: Þeir hafa nokkrir frá Liverpool skart- að afar fallegum mottum á efri vörinni. En kóngurinn hlýtur að vera Ian Rush. Ávallt snyrtilegur. Ávallt töff. Neville Southall: Hinum megin í Liverpool-borg er Everton og þar var einn fremsti lostakústmaður Englands, sjálfur Neville Southall. Ógn- vænleg mottan sómdi sér vel á frábær- um markmanni. René Higuita: Ótrúlegur markvörður sem er líklega þekktastur fyrir að taka sporðdrekann í miðjum leik gegn Englandi. Skartaði ávallt miklu hári með laglega suður- ameríska hármottu. Topptvenna. Ronald Spelbos: Hollenskur harðjaxl með auga fyrir spili. Spilaði 21 landsleik með Hol- landi en komst ekki í hópinn fyrir EM 1988. Kannski út af þessari ótrúlegu mottu sem hann skartaði í landsleik gegn Frökkum 1987. David Seaman: Hvort sem það var langskot Nayims eða aukaspyrna Ronaldinhos eða að halda hreinu var eitt á hreinu, David Seaman var í markinu með magnaða mottu. Sinnti henni af alúð og ást og er ekki enn búinn að raka hana – síðast þegar sást til. Carlos Valderama: Kólumbiska undrið á miðjunni. Stórkostlegur karakter sem vakti athygli hvar sem hann fór. Ekki að- eins fyrir hárið. Heldur líka mottuna. Skipulagt kaos segja sumir. „Trend- setter“ segja aðrir. Tony Daley: Þekktur kantmaður með ævintýra- legan hraða, frábært hár - og glæsilega mottu. Þrenna sem góður kantmaður þarf að hafa. Stoðsendingar og mörk eru aukaatriði. Fótboltamenn hafa löngum verið þekktir fyrir að vera með putt- ana á púlsinum hvað varðar tísku og útlit. Þegar Tom Selleck og Burt Reynolds voru uppi á sitt besta þótti afar svalt að vera með þykka hármottu yfir efri vörinni. LagLegir LoStakúStar Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Tveir fyrir einn tilboð! Þú prófar áskrift í tvo mánuði og færð 50% afslátt Þú færð DV sent heim 3 daga vikunnar. Þú færð netaðgang að dv.is FRÍTT og getur lesið blöðin þín hvar og hvenær sem er. ::: ::: ::: :::
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.