Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Side 43
Sport 9. október 2009 föStudagur 43 Tveir fyrir einn: Ein frægasta íþróttamynd allra tíma. Frank Rijkaard að spýta slummu á Ruudi Voller. Tveir jaxlar sem voru þekktir fyrir framúrskarandi hæfileika á fót- boltavellinum og ekki síður góðan lostakúst á efri vörinni. Alan Sunderland: Maðurinn sem tryggði Arsen- al frægan sigur á Manchester United 1979 skartaði alltaf góðri mottu. Hárið gerðo samt ekki minna fyrir Sunderland. Giuseppe Bergomi: Herra Inter Milan. Lék allan sinn feril hjá félaginu og er í guðatölu þar á bæ. Fékk viðurnefnið Lo zio eða frændinn fyrir hina þykku og íðilfögru mottu sem hann bar mest allan sinn feril. George Best: Ljósárum á undan öðrum varðandi tísku á vellinum. Best var með putt- ana á púlsinum og mætti nokkrum sinnum með afar svalan lostakúst sem konur féllu fyrir. Chris Kamara: Einn af þeim sem tala um fótbolta á Sky en var liðtækur leikmað- ur sjálfur. Þekktur harðjaxl sem snyrti sinn lostakúst af mikilli ná- kvæmni og hugsaði um hann af ást og virðingu. Clayton Blackmore: Einn af þeim fáu sem hafa spilað með öll númer á bak- inu í gamla kerfinu. (2-11) Blackmore var mikill spaði inann vallar sem utan og gerði sitt besta í að fylgja tískunni um lostakústa. Des Walker: Mikill harðjaxl á velli og hefur aldrei rakað af sér sína eðalmottu. Hugsar vel um hana og geymir litla greiðu í brjóstvasanum til að sinna lostakústinum. Ian Rush: Þeir hafa nokkrir frá Liverpool skart- að afar fallegum mottum á efri vörinni. En kóngurinn hlýtur að vera Ian Rush. Ávallt snyrtilegur. Ávallt töff. Neville Southall: Hinum megin í Liverpool-borg er Everton og þar var einn fremsti lostakústmaður Englands, sjálfur Neville Southall. Ógn- vænleg mottan sómdi sér vel á frábær- um markmanni. René Higuita: Ótrúlegur markvörður sem er líklega þekktastur fyrir að taka sporðdrekann í miðjum leik gegn Englandi. Skartaði ávallt miklu hári með laglega suður- ameríska hármottu. Topptvenna. Ronald Spelbos: Hollenskur harðjaxl með auga fyrir spili. Spilaði 21 landsleik með Hol- landi en komst ekki í hópinn fyrir EM 1988. Kannski út af þessari ótrúlegu mottu sem hann skartaði í landsleik gegn Frökkum 1987. David Seaman: Hvort sem það var langskot Nayims eða aukaspyrna Ronaldinhos eða að halda hreinu var eitt á hreinu, David Seaman var í markinu með magnaða mottu. Sinnti henni af alúð og ást og er ekki enn búinn að raka hana – síðast þegar sást til. Carlos Valderama: Kólumbiska undrið á miðjunni. Stórkostlegur karakter sem vakti athygli hvar sem hann fór. Ekki að- eins fyrir hárið. Heldur líka mottuna. Skipulagt kaos segja sumir. „Trend- setter“ segja aðrir. Tony Daley: Þekktur kantmaður með ævintýra- legan hraða, frábært hár - og glæsilega mottu. Þrenna sem góður kantmaður þarf að hafa. Stoðsendingar og mörk eru aukaatriði. Fótboltamenn hafa löngum verið þekktir fyrir að vera með putt- ana á púlsinum hvað varðar tísku og útlit. Þegar Tom Selleck og Burt Reynolds voru uppi á sitt besta þótti afar svalt að vera með þykka hármottu yfir efri vörinni. LagLegir LoStakúStar Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Tveir fyrir einn tilboð! Þú prófar áskrift í tvo mánuði og færð 50% afslátt Þú færð DV sent heim 3 daga vikunnar. Þú færð netaðgang að dv.is FRÍTT og getur lesið blöðin þín hvar og hvenær sem er. ::: ::: ::: :::

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.