Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2009, Blaðsíða 26
Hasar í Hruninu Á þetta barn pabba?“ spurði hún og horfði á sístækkandi bumbuna mína. Auðvitað á barnið pabba, en ég vissi að hún var í raun ekki að spyrja að því. „Nei, þetta barn á engan pabba,“ svaraði ég, eins gleðilega og ég mögulega gat. Hún las rétt í líkamstjáningu mína og látbragð, og lagði því í næstu spurningu. „Á það þá aðra mömmu?“ Ég brosti og sagði henni að barnið ætti bara eina einustu mömmu. Það yrði að duga. Lífið tekur vitanlega stór-kostlegum breytingum við það eitt að eiga von á barni. Ég er hins vegar ekki frá því að líf verðandi móð- ur sé enn fjörlegra þegar hún er einstæð. Getnaðurinn sjálfur veldur mörgum nefnilega heilabrotum. „Mig langar svo að forvitnast um hvernig gekk að verða ólétt,“ ritaði net- vinkona mín í bréfi sem hún sendi mér stuttu eftir að hún frétti að ég væri með barni. V ið höfum aldrei hist og þekkjum einkalíf hvor annarrar aðeins af netskrifum. Hún sagðist ekki vera með hjúskaparstöðu mína á hreinu en þar sem hún hafði alltaf talið mig einhleypa útilok-aði hún ekki þann möguleika að ég hefði farið í tæknifrjóvgun. „Ein af bestu vinkonum mínum hefur nefnilega verið á fullu að reyna að verða ólétt með aðstoð Art Medica, og gengur ekki vel. Við erum alltaf svo spenntar að heyra um aðra sem fara þessar leiðir,“ skrifaði hún. Þar sem við þekkjumst í raun ekkert sá hún þó ástæðu til að bæta við: „Ég vona að ég hneyksli þig ekki með þessari hnýsni, ég treysti því bara að þú sért ekki auðhneykslanleg.“ Ég sagði hana hafa lesið mig rétt, ég væri síður en svo hneyksluð en þurfti því miður að hryggja hana með því að barnið varð bara til svona eins og flest önnur, án þess að ég hafi farið út í nánari lýsingar. Þótt ég hafi árum saman heyrt konur tala um hversu magnað það sé að ganga með barn hélt ég alltaf að þær væru nú aðeins að ýkja. Núna er ég hins vegar komin á þá skoðun að ekkert sé magnaðra. Það er bara eitthvað alveg gjörsamlega klikkað við að finna lifandi veru vaxa og sparka innan í sér. Meira að segja hef ég haft á orði við karl- kyns félaga mína að þeir séu sannarlega að missa af miklu þar sem þeim er ómögulegt að ganga með barn. En þeir fá hærri laun í staðinn. Það er nú slatti. V art þarf að nefna þær líkamlegu breytingar sem tilheyra með-göngunni. Með stækkandi bumbu stækka brjóstin sömuleiðis. Ég hélt lengi vel að það væri bara ég sem tæki eftir þessu en skipti fljótt um skoðun nýverið þegar ég gekk til móts við enn einn karl- kyns félagann og hugðist heilsa honum með virktum. Á mig runnu hins vegar tvær grímur þegar ég sá að hann gekk á móti mér með augun ein- hvers staðar allt annars staðar en á andliti mínu. Fullkomlega undrandi gat ég ekki annað en hugsað: „Er hann virkilega að stara svona á brjóstin á mér?“ Ég sagði þó ekki neitt. Sem betur fer, því þegar við mættumst loks lagði hann höndina á magann á mér og sagði brosandi: „Þú ert svei mér orðin myndarleg.“ Ég hef aldrei verið nein sérstök barnakona. Hvorki hafa þau sótt í mig né ég í þau. Eiginlega er ég enn í mestu vandræðum með hvernig á að halda almennilega á litlum börnum og geri það helst ekki fyrir framan ókunnuga, svona til að koma í veg fyrir grettur þeirra og hvísl um frumstæðar aðfarir mínar. Þau börn sem orðin eru nógu stálpuð til að tengja stækkandi maga kvenna við lítil börn eru þó farin að sýna mér meiri áhuga en áður. Enn er dágóður tími í að mitt barn komi í heim- inn en ekki er seinna vænna að byrja að kaupa það sem vantar. Hugs- unin á bak við að byrja snemma er vitanlega dreifing útgjalda. Því hef ég skoðað auglýsingasíður Barnalands með miklum áhuga undanfarið og rimlarúm verið í brennidepli. Best er að hafa fagmann sér við hlið þegar kaupa skal notaða hluti og því fékk ég mömmu með í rimlarúmabíltúr um liðna helgi. Á einu heimilinu mættu mér tvö æpandi börn, hvert öðru fal- legra, sem vildu ólm koma með út í bílskúr að sýna mér gamla rúmið sitt. Drengurinn klæddi sig samviskusamlega í ósamstæða skó áður en hann hljóp út og fór í krummafót báðum megin. Stúlkan hafði engan formála að því að leggja litlu hendurnar sínar á bumbuna mína. Hún horfði á mig spyrjandi: „Ertu með barn í maganum?“ Sem betur fer var svarið: „Já.“ FuLLkominn getnaður Erla Hlynsdóttir skrifar HELGARPISTILL „Ég var reiður líka,“ segir Bjarni Viðar Sigurðsson, 44 ára gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka í Mjóddinni, um líðan sína síðan bankahrunið skall á. Það reyndi mikið á starfsfólk bankanna á þessum tíma og ekki síst fólk eins og Bjarna sem var andlit bankans í augum hins almenna viðskipta- vinar. Bjarni segir að þótt viðhorfið hafi ekki verið gott í fyrstu eftir hrun hafi það gengið til baka að mestu. Hon- um líður vel í vinnunni og er stoltur af sínu starfi. Súrefnisgrímuna fyrst á barnið „Kúnnarnir voru ekki alveg að fatta að við vorum líka bara venjulegt fólk eins og þeir. Við vorum líka sjálf reið og við vorum að tapa okkar. Við áttum líka í sjóðum og öðru,“ heldur Bjarni áfram en hann segir að hasarinn hafi verið mikill þegar sem mest gekk á. „Við gáfum okkur samt engan tíma til þess að vera spá í það í byrjun. Þetta er kannski ekki ósvipað því og að vera í flugvél þegar eitt- hvað kemur upp á og byrja á því að setja súrefnisgrímuna á barnið. Þannig hugsuðum við þetta. Að sinna kúnnun- um fyrst og hugsa svo um okkur. Það var ekki fyrr en um mánuði síðar sem maður fór að hugsa eitthvað um það sem var að gerast hjá manni sjálfum.“ Þó Bjarni hafi fundið fyrir reiði vegna þess sem var að gerast líkt og aðrir Íslendingar var hann alla tíð meðvitað- ur um að sú reiði ætti ekki heima á vinnustaðnum. „Það þýðir ekkert að koma í vinnuna og vera með reiðina með sér. Maður verður bara að skilja allt svoleiðis eftir heima og mæta hérna hress og glaður. Tilbúinn til að veita þá ðstoð sem er nauðsynleg og vera jákvæður.“ Listamaður í Danmörku Bjarni tók til starfa hjá Glitni í september árið 2007 en nafni bankans var svo breytt aftur í Íslandsbanka eftir að hann var þjóðnýttur. Bjarni hafði þó áður starfað hjá banka en hann vann hjá Búnaðarbankanum á árunum 1990 til 1996. „Síðan flutti ég út til Danmerkur þar sem ég fór í nám,“ en Bjarni er einnig leirlistamaður og starfaði sem slíkur eftir að hann lauk námi í Danmörku. Árið 2007 flutti Bjarni svo aftur heim og var staðráð- inn í því að leita aftur að starfi í bankageiranum. „Mér leist strax best á þetta fyrirtæki jafnvel þótt ég hefði starf- að hjá Búnaðarbankanum áður. Mér fannst það heill- andi og spennandi fyrirtæki og finnst enn.“ Of mikill hraði Bjarni tók greinilega eftir því þegar hann kom frá Dan- mörku hversu upptrekkt íslenskt samfélag var orðið rétt fyrir hrun. „Í Danmörku var allt í mun meira jafnvægi. Hér var bara allt á fullu. Það var svo mikill æsingur og spenna að fólk var hreinlega að springa. Það var ekki al- veg í kontakt fannst mér.“ Bjarni tók ekki síður eftir þessu í starfi sínu sem gjald- keri. „Ég tók líka eftir því þegar ég byrjaði í bankanum hvað það var mikil spenna í gangi og mér fannst að fólk mætti alveg fara að hægja á sér. Taka sér tíma til þess að hugsa hvað væri að gerast. Þótt hrunið sé auðvitað hræðilegt hefur fólk þó gefið sér tíma til þess að stoppa og meta hlutina. Íhuga hvað skipti máli.“ Útrás í listinni Bjarni segir Íslandsbanka vera frábæran vinnustað og að andrúmsloftið sé gott. „Við leggjum mikla áherslu á að halda í góða skapið og að kímnin sé ekki langt und- an. Þegar hrunið skall á þjöppuðum við okkur líka mikið saman og við urðum eiginlega eins og ein lítil fjölskylda.“ Bjarni segir kúnnana líka finna fyrir því hversu gott and- rúmsloftið sé. „Fólk finnur það og finnst gott að koma hingað. Það er líka uppáhaldshlutinn af mínu starfi. Að vera í sambandi við viðskiptavinina. Að vera á gólfinu og hafa samskipti við fólk.“ Þó svo að mikið hafi gengið á og „hasarinn verið geð- veikur“ í kringum hrunið eins og Bjarni orðar það íhug- aði hann aldrei að hætta. „Það hvarflaði ekki að mér. Ég leitaði frekar eftir útrás í listinni og fór að vinna mikið verk sem ég kalla Íslandið. Það var góð þerapía og hjálp- aði mér mikið. Bjarni á að mæta í vinnuna kortert fyrir níu á morgn- ana en hann reynir alltaf að vera kominn klukkan hálf. „Ég vakna klukkan hálfsjö og fer með hundinn út að labba. Síðan tek ég strætó í vinnuna því það er bara einn bíll á heimilinu. Það er svolítið misjafnt hvenær maður kemur nákvæmlega en ég passa alltaf að hafa góða skap- ið með í för.“ asgeir@dv.is Bjarni Viðar Sigurðsson, gjaldkeri og listamaður, hefur starfað hjá Íslandsbanka frá því í september 2007. Áður hafði hann starfað hjá Búnaðarbankanum á árunum 1990 til 1996. Það hefur verið mikil ólga í bankageiranum eftir hrunið og Bjarni segir fólk hafa gleymt því í fyrstu að hann og samstarfsfólk hans væru bara venjulegt fólk að upplifa sömu hluti. 26 föstudagur 9. október 2009 umræða gjaldkera Bjarni Viðar Sigurðsson Gjaldkeri hjá Íslandsbanka í Mjóddinni. MynD KriStinn MagnÚSSOn að störfum Bjarna líður vel í starfi og er stoltur gjaldkeri. MynD KriStinn MagnÚSSOn Besti hluti starfsins Bjarna finnst skemmti- legast að eiga samskipti við viðskiptavinina. MynD KriStinn MagnÚSSOn Handa erfingjanum Ljósmóðirin var óviss um kynið en taldi þó líklegra að um stelpu væri að ræða en strák. Mamma byrjaði á þessum sama degi og ég kom úr 20 vikna sónar. Síðan þá er hún líka búin að prjóna bláa sokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.