Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 22
Í stjórnarskránni segir í 21. grein, að íslensk stjórnvöld geti ekki gert samninga við önnur ríki ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhög- um ríkisins, nema samþykki Alþing- is komi til. Hér er sleginn sá varnagli, að æðstu embættismenn þjóðarinn- ar, ráðherrarnir, sem hver um sig fara með æðsta stjórnvald á sínu sviði, geta ekki án heimildar Alþingis skuld- bundið íslenska ríkið með samning- um við önnur ríki, ef um er að ræða meiriháttar mál á borð við skerðingu á frelsi og fullrétti þjóðarinnar. Þetta stafar af þingræðisreglunni, sem hér gægist fram í nefndu ákvæði stjórn- arskrárinnar, en í henni felst að ráð- herrar starfa í skjóli og með tilstyrk Alþingis. Þingræðisreglunni er ætl- að að tryggja Alþingi sterka stöðu til áhrifa á stefnu og framkvæmd verka ráðherranna og þá ekki hvað síst í ut- anríkismálum. Þetta er ekki spurning um form heldur efni. Mikil saga er að baki reglunni; gjörvöll sjálfstæðisbar- átta þjóðarinnar á 19. og fram á 20. öld snerist að stórum hluta um stöðu Alþingis sem æðstu valdastofnunar íslensku þjóðarinnar. Lögbundið samráð við utanríkismálanefnd Af þingræðisreglunni leiðir, að Al- þingi á að hafa mikil áhrif á meðferð utanríkismála. Sérstök þingnefnd, utanríkismálanefnd, á að vera ríkis- stjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál og er áskilið í 24. gr. laga um þingsköp, að ríkisstjórnin skuli ávallt bera undir nefndina slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Sérstök þagnarskylda hvílir á nefnd- armönnum um vitneskju sem þeir fá ef formaður eða ráðherra kveða svo á. Með þessu móti er reynt að tryggja nauðsynlegan trúnað um mál, sem geta verið á viðkvæmu stigi þegar þau koma til kasta nefndarinnar. Í Stjórnskipunarrétti Gunnars G. Schram, 2. útg. 1999, sem er eitt helsta fræðirit og kennslubók um þessi mál- efni, segir orðrétt: „Skylda ríkisstjórn- arinnar til að bera mál undir utan- ríkismálanefnd er ótvírætt víðtækari en svo að hún taki einungis til þeirra samninga sem samþykki Alþingis er áskilið um og auðvitað getur utanrík- ismálanefnd eigi veitt það samþykki í stað þingsins. Utanríkismálanefnd á samkvæmt þingskaparlögum ský- lausa kröfu á að utanríkisráðherra hafi við hana samráð um öll meiri- háttar utanríkismál.“ Í sama riti seg- ir einnig orðrétt: „Með ákvæðunum um utanríkismálanefnd er fulltrúum þingsins tryggð víðtæk áhrif á utan- ríkismál.“ Auk framangreindra lagaákvæða verður einnig að huga að óskráð- um meginreglum og sjónarmiðum í stjórnskipunar- og stjórnarfarsrétti um meðferð ráðherravalds. Mikil- vægasta meginreglan af því tagi kveð- ur á um, að stjórnvöldum sé óheimilt að aðhafast utan valdsheimilda sinna (ultra vires). Ákvarðanir stjórnvalda verða að eiga sér stoð í lögum og þær verða að hvíla á málefnalegum sjón- armiðum (intra vires). Stjórnvöldum er þar af leiðandi óheimilt að byggja ákvarðanir sínar á geðþótta, óvild, hvers kyns sérhagsmunum eða per- sónulegum sjónarmiðum. Við mat á því hvaða sjónarmið teljast málefna- leg er byggt á öllum réttarheimild- um, sem þýðingu hafa í viðkomandi máli. Allan vafa ber að skýra Alþingi og stjórnarskrá í vil. Því er sjálfsagt og eðlilegt að bera mál undir utan- ríkismálanefnd og síðan Alþingi leiki minnsti vafi á heimild ráðherra til ákvarðanatöku. Utanríkismálanefnd virt að vettugi Ákvörðun Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra, og Halldórs Ásgríms- sonar, utanríkisráðherra, frá 18. mars 2003, að styðja áform Bandaríkjanna, Bretlands og annarra ríkja um tafar- lausa afvopnun Íraks, var ekki borin undir utanríkismálanefnd Alþingis. Fullyrt hefur verið, nú síðast í grein Vals Ingimundarsonar í bókinni Upp- brot hugmyndakerfis, Reykjavík 2008, að aðeins þessir tveir menn hafi kom- ið að þessari ákvörðun. Hún hafi ekki verið rædd í þingflokkum stjórnar- flokkanna, ríkisstjórn, utanríkismála- nefnd eða á vettvangi Alþingis fyrr en síðar. Af grein Vals verður ráðið, að Davíð Oddsson hefur verið leið- andi í þessari ákvarðanatöku. Hall- dór Ásgrímsson hafi ekki verið eins sannfærður, en þó látið til leiðast. Það var hins vegar Halldór sem var utan- ríkisráðherra en ekki Davíð og ber hann því meginhluta ábyrgðarinnar samkvæmt meginreglum íslenskrar stjórnskipanar. Honum bar að bera málið undir utanríkismálanefnd Al- þingis, en það var ekki gert. Yfirlýsing íslenskra stjórnvalda um stuðning við hernað Bandaríkja- manna og Breta í Írak er vitaskuld „meiriháttar mál“, ekki hvað síst fyr- ir þær sakir, að stríðsaðgerðirnar voru á ábyrgð þessara tveggja ríkja og stuðningsaðila þeirra, en ekki Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalagsins. Ísland er herlaust land og við stofnun Atlants- hafsbandalagsins 1949 var því lýst yfir, að Íslendingar myndu ekki lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð. Þá er frægt úr sögunni, að Alþingi neitaði að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi og Japan 1945 í tilefni af stofnun Sam- einuðu þjóðanna. Stuðningsyfirlýsing við hernað í Írak var því meiriháttar mál, hvernig sem á það er litið. Rík- isstjórnin hefði nær örugglega fengið samþykki meirihluta nefndarinnar, ef málið hefði verið borið upp með rétt- um hætti, en það breytir ekki því að nefndin sem slík er vettvangur sam- ráðsins. Ekki nægir heldur, að hugsan- legt Íraksstríð hafi komið til umræðu áður í nefndinni, ákvörðun um stuðn- ing Íslands við innrás Bandaríkjanna og Bretlands var málefnið, sem þar bar að ræða. Þá nægir ekki heldur fyr- ir forystumenn ríkisstjórnarinnar, að upplýsa sína fulltrúa í nefndinni, hafi það verið gert, því eins og fyrr segir, nefndin er hinn stjórnskipulegi sam- ráðsvettvangur. Minnihlutinn hefur að sjálfsögðu sinn rétt til að fylgjast með enda bundinn trúnaði um við- kvæm mál ef nauðsyn krefur. Tenging við viðræður um varnarsamninginn Í nefndri grein Vals Ingimundar- sonar kemur fram, að framangreind ákvörðun hafi verið tekin í tengsl- um við deilu Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð herstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld vonuðust til, að ákvörðun- in styrkti stöðu þeirra í viðræðum um föstudagur 22. ágúst 200822 Helgarblað DV Þeir eru allt of margir, ekki sízt á opinberum vettvangi, sem hafa tamið sér það að tala svo um andstæðinga sína sem þeir væru samblönduð hjörð fábjána og misindismanna ... slík baráttuað- ferð er átakanlegt vitni þröngsýni og víðsýnisskorts. Hún er merki sjálfsbirgingshrokans, sem telur sig einan vita allt, þykist sjálfum sér nógur og upp yfir það hafinn að læra af öðrum ... Í fyrstu byrja sumir sjálfsagt þennan leik í hálfkæringi og alvöruleysi. Enda er það auðveldasta aðferðin í deilum um alvarleg mál að svara með getsökum og aðdróttunum. Áður en varir eru svo þeir, sem slíkt hafa um hönd, farnir að trúa sjálfum sér og verða þar með þröng- sýnni með hverri stund er líður. Og verra en það. Sá, sem trúir því, að andstæðingi sínum gangi illt eitt til og hann kjósi fremur rangt en rétt, lendir áður en varir í þeirri hættu að hverfa frá baráttuað- ferðum lýðræðisins. Það er býsna almenn trú, að illt skuli með illu út reka. Ef menn telja því við óþokka eina að eiga, þá er viðbúið, að ekki verði þokkabrögðum einum beitt til að koma þeim fyrir kattarnef. Bjarni Benediktsson Davíð og Halldór Þeir tveir tóku ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi Íslands við stríðsaðgerðir í Írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.