Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 2
„Ég er yfir mig hneykslaður á þessu,“ segir Jónas Gunnarsson, sem hef- ur verið úrskurðaður geðfatlaður, sviptur fjárræði og sjálfræði. Jónas var dæmdur til að greiða 185 þúsund króna sakarkostnað vegna þjófnað- ar á tveimur tilbúnum súpum sem kostuðu tæpar eitt þúsund krónur. Jónas fær ekki að borga sakarkostnaðinn, segist verða að sitja hann af sér innan veggja fangelsisins. Jónas var fyrir skömmu dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang stolið sér til matar í febrú- ar síðastliðnum. Jónas stal bollasúpu sem kostaði 250 krónur í 10-11. Hann hefur átt við geðræn vandamál að stríða um langt skeið. Sjálfur segist hann þó bara vera „venjulegur alkohólisti“. Móðirin blekkt til að skrifa undir pappíra Búið er að svipta Jónas sjálfræði og er hann ekki sátt- ur við það. „Móð- ir mín var blekkt til að skrifa upp á þessa pappíra.“ DV fjallaði um mál Jónasar þegar hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir súpuþjófnað- inn. Þá sagðist syst- ir Jónasar, Halldóra Gunnarsdóttir, undr- ast mjög að jafnveikur maður og Jónas skyldi vera dæmdur í fang- elsi, enda væri það eng- inn staður fyrir hann. Hún sagðist þá ekki viss um að hann hefði gert sér grein fyrir gjörðum sínum. Hann hefur lengi verið á sterkum lyfjum sem hafa stundum gert illt verra. Jónas segist hafa verið allsgáður í mánuð og hefur sjaldan liðið jafn vel og nú. Dæmdur fyrir þjófnað upp á eitt þúsund Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jónas í fimm mánaða fangelsi eft- ir að hann rauf skilorð með því að verða uppvís að því í tvígang að hafa stolið sér til matar í verslunum 10-11 og Hagkaupa á einni helgi. Verðmæti þess sem Jónas stal nemur um það bil eitt þúsund krónum. Föstudaginn 22. febrúar síðast- liðinn kom Jónas inn í verslun 10- 11 í Austurstræti, þar opnaði hann tilbúna súpu og neytti hennar án þess að greiða fyrir hana. Andvirði súpunnar er um 250 krónur. Tveim- ur dögum síðar var hann aftur á ferð, þá í verslun Hagkaupa í Kringlunni, þar sem hann stal aftur mat, að and- virði 769 krónur. Vonast eftir samfélagsþjónustu „Ég er að fara inn þann 18. sept- ember. Þá á ég að mæta í Hegning- arhúsið nema ég fái samfélagsþjón- ustu. Ég vona auðvitað að ég fái að flokka hjá Rauða krossinum, vinna á kaffistofu Samhjálpar eða afgreiða mat um helgar í Fjölskylduhjálp- inni,“ segir Jónas. Jónas vill meina að hann hafi ekki fengið að áfrýja dómnum til Hæsta- réttar. Hann vonar einnig að það sé einhverja vinnu að hafa þannig að hann þurfi ekki að fara í fangelsi. Fái hann ekki réttlæti íhugar hann að flýja land. „Forræðismaður minn segir bara já og amen við kröfum geðlækna.“ Hjá landlæknisembættinu feng- ust þær upplýsingar að erfitt sé að tjá sig um einstök mál en þó í langflest- um tilvikum séu dæmdir menn, sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða, vistaðir á réttargeðdeild. Þetta helst föstudagur 22. ágúst 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni Baldvin heitir 18 ára piltur sem er heimilislaus í Reykjavík. Hann hefur verið edrú í sex mánuði og vinnur 150 prósent vinnu sem þjónn á skemmtistað. Honum hefur tekist að borga handrukk- urum 1,2 milljónir af þeim þremur sem hann skuldar. Skuldir vegna fyrra lífern- is koma hins vegar í veg fyrir að hann geti leigt sér húsnæði. Baldvin sagði sögu sína í DV á þriðjudag og benti þá meðal annars á að hjá velferðarsviði Reykjavíkur væru engin úrræði fyrir ungt, skuldugt fólk sem er á götunni. Aðstoðin lét hins vegar ekki bíða eftir sér því ung kona hafði samband við DV eftir að hafa lesið greinina og vildi bjóða Baldvini afnot af herbergi á heimili hennar til að létta honum lífið. sveltur dögum saman Fjórði meirihlut- inn í borg- arstjórn Reykjavíkur tók við völd- um á borgarstjórnar- fundi í Ráðhúsi Reykja- víkur. Hanna Birna Kristjánsdóttir var ráðin borgarstjóri, hún verður fjórði borgar- stjórinn á fyrstu rúmu tveimur árum kjör- tímabilsins og sjöundi borgarstjóri Reykjavíkur á tveimur kjörtíma- bilum. Seinast þegar Sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta í borg- inni voru sumir borgarfulltrúar flokksins á báðum áttum eins og sjá mátti í úttekt DV af endalokum síðasta meirihluta í borgarstjórn. Af nýlegum ummælum Gísla Marteins Baldurssonar og annarra borg- arfulltrúa má ráða að samstaðan hafi ekki verið mikil þegar ákvörð- unin var tekin um meirhlutasamstarf með Ólafi F. Magnússyni. einn meirihluti enn 2 Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon dvelur í for- eldrahúsum við Laufrima í Grafarvogi. Íbúar í húsinu er hræddir enda hverfið mikið fjölskyldu- hverfi. Leikskóli er bak við húsið þar sem Ágúst dvelur. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2004 fyrir að níðast kynferðislega á sex drengjum. Meðan á réttar- höldum í málinu stóð reyndi Ág- úst að tæla til sín barn í gegnum netið. Hann gekk síðar í gildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss sem lagði gildru á netinu fyrir barnaníðinga. Konur sem búa í nágrenni við Ágúst eru uggandi og hafa varað við honum í grunnskólum og leikskólum í nágrenninu. Óttaslegnar vegna Ágústs 3 Jónas Gunnarsson var dæmdur til að greiða 185 þúsund króna sakarkostnað sem hann má ekki borga. Hann verður að sitja sektina af sér innan veggja fangelsis. Jónas var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa í tvígang stolið sér til matar í febrúar síðastliðnum. Jónas stal meðal annars bollasúpu sem kost- aði 250 krónur í 10-11. Hann er sviptur fjárræði og sjálfræði og hef- ur átt við geðræn vandamál að stríða um langt skeið. hitt málið þriðjudagur 19. ágúst 20082 Fréttir „Þegar ég kom úr meðferð í janúar á þessu ári komu handrukkararn- ir strax á eftir mér. Þeir fóru með mig upp í Heiðmörk þar sem ég var barinn í klessu og skilinn eftir,“ segir Baldvin, 18 ára heimilislaus piltur í Reykjavík. Á götunni Baldvin vinnur 150 prósent vinnu á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og gistir í yfirgefnu húsi á Seltjarnarnesi. Þegar hann kom úr meðferð biðu fíkniefna- skuldir hans og félaganna. „Það var alltaf ég sem keypti efnið af dópsölunum og lét vini mína hafa svo ég bar í raun ábyrgð á skuld- um okkar. Auk þess eru æskuvinir mínir enn í neyslu og hafa engan möguleika á að verjast handrukk- urum. Þeir hafa líka hótað því að fara í fjölskylduna mína, þessum mönnum er algjörlega alvara,“ seg- ir hann. Samanlögð skuld þeirra félaga var 1,5 milljónir króna en fíkniefnasalinn seldi þá skuld til handrukkara sem tvöfölduðu hana í kjölfarið. Ein máltíð á dag Nú þegar hefur honum tekist að borga 1,2 milljónir af skuld- inni en öll launin hans fara í það. „Ég er í góðri vinnu og fæ vel út- borgað. Þeir vita af því og sitja fyr- ir mér um hver mánaðamót. Ég læt þá hafa allt sem ég á. Það var ég sem kom mér í þessa skuld og ég verð að greiða hana. Auk þess vil ég koma mér út úr þessum að- stæðum eins fljótt og ég get,“ segir hann. Þegar allir peningarnir eru farnir upp í skuldina stendur ekki mikið eftir og Baldvin viðurkenn- ir að hann svelti oft heilu og hálfu hungri. „Ég skrifa á mig mat einu sinni á dag í vinnunni og læt það duga. Stundum borða ég ekki svo dögum skiptir,“ segir hann. Erfiðleikar í æsku Baldvin ólst upp í Grafarvogin- um hjá mömmu sinni en var í engu sambandi við pabba sinn. Þegar hann var átta ára flutti fósturpabbi hans inn á heimilið. Það hafði mikil áhrif á Baldvin og í kjölfarið hófst einelti sem fylgdi mikil van- líðan. Þegar hann var 13 ára byrj- aði hann að reykja hass með félög- um sínum úr skólanum. Fljótlega fór hann út í harðari neyslu en fékk nóg undir lok síðasta árs. „Ég var gjörsamlega kominn í andlegt þrot og sagði félögum mínum að ég gæti ekki meira. Í framhaldinu fór ég í meðferð á Vogi og á Stað- arfell eftir það. Ég er mjög trúaður eftir þessa reynslu og þakka guði fyrir að vera á lífi. AA-samtökin og æðruleysisbænin hafa líka hjálp- að mér í gegnum þetta allt,“ segir hann. Fær enga aðstoð frá yfirvöldum Baldvin er í mestu sambandi við tvær stelpur sem eru einnig fyrrverandi fíklar. „Ég þekki tvær stelpur sem gista yfirleitt í Konu- koti. Það eina sem er í boði fyrir karlmenn er Gistiskýlið og það er mjög erfitt að komast þar að. Það er ætlað fyrir rónana en ekki okkur sem höfum þó vinnu. Þess vegna eru þær í töluvert betri aðstöðu en ég,“ segir hann. Baldvin hefur einnig leitað til félagsmálayfirvalda en þau geta ekki boðið honum upp á neitt þar sem hann hefur vinnu og telst því ekki standa illa. Heimilislausum unglingum stendur til boða að fara inn á sérstök heimili en þar sem hann er orðinn 18 ára stend- ur það ekki til boða. „Ég hef kynnst fullt af unglingum sem hafa kom- ið út úr meðferð í alveg sömu að- stæðum og ég. Flest þeirra endast Hundalíf á götunni lilja guðmundsdóttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is „Það er mikilvægt að átta sig á skilgreiningunni hverjir eru heimilislausir og hverjir ekki. Samkvæmt tillögu að skilgrein- ingu frá árinu 2005 eru heimilis- lausir utangarðsfólk sem er búið að brenna flestar brýr að baki sér. Þeir eiga ekki tryggt húsaskjól og hafa ekki bjargir til að verða sér úti um húsnæði af ýmsum ástæðum,“ segir Ellý Þorsteins- dóttir, skrifstofustjóri á velferð- arsviði Reykjavíkurborgar. Það felur í sér að þeir sem hafa góð- ar tekjur falla ekki undir þá skil- greiningu. Félagsþjónusta borgarinnar býður heimilislausum aðstöðu í Gistiskýlinu sem er bráða- birgðahúsnæði fyrir 20 heimil- islausa karlmenn. Auk skýlisins hefur borgin tvö sambýli á sín- um snærum þar sem samtals 16 karlmenn dvelja í lengri tíma. „Á þessum heimilum eru karlmenn sem hafa dvalið langdvölum í Gistiskýlinu og ekki hefur tekist að aðstoða þannig að þeir geti búið sjálfstætt,“ segir hún. Önn- ur líknarfélög reka einnig heimili af svipuðu tagi en Rauði krossinn rekur Konukot fyrir heimilislaus- ar konur í neyslu og þar er pláss fyrir átta í einu. Eitt af þessum félögum er SÁÁ sem rekur áfangaheimili á Miklu- braut fyrir þá sem eru að koma úr meðferð og eiga erfitt með að fóta sig. Það er ekki gert ráð fyrir að menn dveljist þar lengi í einu, en þar er pláss fyrir tuttugu og yf- irleitt fullt. „Mér finnst skrítið að þetta ungur maður sé húsnæðis- laus, það hljómar ekki kunnug- lega í mínum eyrum. Hins vegar fáum við stundum fólk sem eng- inn vill eiga og fyrir því er yfir- leitt einhver ástæða úr fortíðinni. Vissulega vantar samt peninga og fólk sem er tilbúið að styrkja unglingasambýli fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. liljag@dv.is Fólk sem enginn vill eiga Þórarinn tyrfingsson „það vantar peninga og fólk sem er tilbúið að styrkja unglingasambýli.“ í tvær vikur á götunni en svo sækja þau aftur í neysluna. Þetta er algjört hundalíf,“ segir hann. sefur í yfirgefnum húsum „Það er mjög misjafnt hvar ég gisti og það kemur fyrir að ég geti reddað mér gistingu því ég á mjög góða vini sem hafa stundum bjarg- að mér. Yfirleitt skríð ég samt inn í eitthvert yfirgefið hús nálægt mið- bænum. Þar er auðvitað skítkalt og erfitt að sofna þó ég klæði mig í öll fötin mín. Ég get ekki sagt að ég hlakki til vetrarins,“ segir Bald- vin sem segist þekkja til rúmlega hundrað manns á götunni. Að und- anförnu hefur hann oftast gist í bíl vinkonu sinnar eða í yfirgefnu húsi á Seltjarnarnesi. Kerfið getur ekki hjálpað Baldvin er staðráðinn í að fara ekki aftur í neyslu þó lífið sé hart. Einn af gististöðunum Baldvin vinnur myrkranna á milli til að borga handrukkurum gamlar fíkniefnaskuldir. mYnd dV / HEiða HElgudóttir Yfirgefið hús á seltjarnar- nesi Heimilislausir koma sér fyrir í yfirgefnum húsum í leit að einhverri hlýju. mYnd dV / HEiða HElgadóttir „Stundum borða ég ekki svo dögum skiptir.“ „Ég bjóst ekki við að það tæki svona lang- an tíma að fá einhvers staðar inni. “ þriðjudagur 19. ágúst 2008 3 Fréttir „Ég bjóst ekki við að það tæki svona langan tíma að fá einhvers staðar inni. Maður heldur að þjóð- félagið sé ekki svona en þetta er staðreynd. Það eru ekki til nein langtímaúrræði sem styrkja ungl- inga í sömu stöðu og ég er í. Ég hef rætt við félagsráðgjafa og vegna þeirra tekna sem ég hef er kerfið ekki tilbúið að hjálpa mér neitt,“ segir hann. Heimilislausir fá stundum að sofa á lögreglustöðinni í miðbæn- um en Baldvin hefur ekki þann möguleika vegna þess að lögreglan vill geta fullvissað sig um að hann geti ekki snúið aftur heim til sín. „Pabbi hefur ekki haft neitt sam- band við mig síðan ég var pínulítill og ástandið heima hjá mömmu er þannig að ég get ekki snúið þangað aftur. Þetta er svakalegt ástand en svona er þetta bara, ég gerði slæma hluti þegar ég var í neyslu og þetta tekur allt tíma. Auðvitað vona ég að sambandið lagist eftir því sem ég er lengur edrú,“ segir hann. Ríkir handrukkarar Upp á síðkastið hafa handrukk- ararnir slakað örlítið á og eru farn- ir spjalla þegar þeir taka við mán- aðarlegu greiðslunum. „Þeir hafa aðeins slakað á við mig upp á síð- kastið og spjalla því þeir vita að ég stend við mitt. Þeir græða mikið á því sem þeir gera og eiga nóg af peningum,“ segir Baldvin. Það er þekkt að þeir sem skulda mikið í fíknefnaheiminum samþykki að vera notaðir sem burðardýr til að freista þess að borga upp skuldina á einu bretti. „Ég átti aldrei mögu- leika á því en ég hefði ekki hikað við að taka þá áhættu í stað þess að lifa því lífi sem ég lifi í dag. Það er alls staðar talað við mig eins og dópistaræfil,“ segir hann. „Við göngum á milli ættingja í von um aðstoð en við getum ekki borgað til baka,“ segir ein þriggja kvenna sem eru í ítarlegu viðtali við DV um fátækt. Í viðtalinu sem birtist í DV á morgun segja kon-urnar þrjár frá raunum sínum. „Við leitum alls staðar í von um hjálp,“ segir ein konan. Kon-urnar þrjár, sem allar búa á höf-uðborgarsvæðinu, kalla eftir að-stoð, hvaða aðstoð sem er. Segja að fleiri séu í þeirra sporum, eiga ekki í sig og á. Geta ekki fram-fleytt sér og sínum, segjast nánast á áskriftarlista hjá Intrum og líf-ið sem blasir við þeim á hverjum einasta morgni sé ömurlegt. Svo ömurlegt að ein þeirra vill frekar fara yfir móðuna miklu en lifa. Konurnar segja frá hryllileg-um raunum sínum en allar eru þær öryrkjar. Örorkubæturnar dugi hins vegar skammt. Tvær þeirra eiga börn sem eru að byrja í skóla á ný en mæðurnar eiga ekki fyrir skólaútgjöldum. Þær eiga í stökustu vandræðum með að fá nægan mat. Þær vilja ekki dreifa huganum í verslunarmið-stöðvum vegna matarlyktarinnar þar inni og segja að aðstoðin sem þær fá dugi ekki til að ná endum saman. Ein konan er lungnasjúklingur og heyrnardauf. Maðurinn henn-ar er sjúklingur. „Við ráðum eng-an veginn við allan þennan kostn-að. Leigan, lyfin, heimsóknirnar á spítalann. Við bara náum ekki endum saman,“ segir hún með tárin í augunum. Ítarlegt viðtal í DV á morgun. Dauðinn skárri en örbirgðin Eiga ekki fyrir nauðsynjum Konurnar þrjár kannast allar við að geta ekki keypt í matinn eða leyst út lyf sín. Nýr borgarstjórnarmeirihluti tek- ur við í Ráðhúsi Reykjavíkur klukk- an tíu í dag. Þá verður nýr mál- efnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kynntur og Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við embætti borgarstjóra af Ólafi F. Magnússyni. Seinast þegar Sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta í borginni voru sumir borgarfulltrúar flokksins á báðum áttum. Af nýlegum ummæl- um Gísla Marteins Baldurssonar og annarra borgarfulltrúa má ráða að samstaðan hafi ekki verið mikil þeg- ar ákvörðunin var tekin. DV kann- aði hvaða borgarfulltrúar það voru sem studdu fyllilega myndun meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. á sínum tíma og hverjum leist ekki á blikuna. Hugnaðist það illa „Flest önnur stjórnarform hefðu hugnast mér betur, en ég taldi þó að þessi meirihluti okkar ætti mögu- leika á því að verða betri en Tjarn- arkvartettinn,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, á bloggsíðu sinni um samstarf Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar í Reykjavík sem nú hefur farið út um þúfur. Gísli segir ástæðuna fyrir því að hann studdi samstarfið á sínum tíma þrátt fyrir að hugnast það ekki þá að Tjarnarkvartettinn gæti engu komið í verk. „Okkur sem stóðum að meirihlutanum með Ólafi F. var full alvara með það að halda að við gæt- um náð meiri árangri,“ segir Gísli á bloggsíðunni. Nýtt hljóð „Það á ekki að mynda meirihluta nema menn séu sáttir við það,“ sagði Hanna Birna um meirihluta- samtarfið með Ólafi F. í Kastljósi Sjónvarpsins síðasta föstudag. Litlar efasemdaraddir heyrðust þó úr röð- um borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks þegar stofnað var til samstarfsins í janúar og sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra meðal annars að nýi meirihlutinn væri afar trúverðugur. „Það kom bara í ljós að okkar áherslur og áherslur Ólafs eru ein- faldlega mjög svipaðar,“ lét Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson hafa eftir sér eft- ir myndun nýrrar borgarstjórnar en ekki er víst hvort Gísli Marteinn hafi hreyft einhverjum mótmælum þá. „Við stöndum algjörlega hundr- að prósent þétt saman. Allar sögur um ágreining í okkar flokki eru bara hugarburður einhverra manna úti í bæ,“ sagði Vilhálmur einnig við fjöl- miðla. Ekki jákvæð Jórunn Frímannsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill lít- ið segja um hvernig henni hafi lit- ist á samstarfið á sínum tíma. „Ég samþykkti þetta þá þannig að mér leist ekki verr á en það,“ segir hún við DV. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir að hún hafi ekki verið neitt sérstak- lega jákvæð eða neikvæð á samstarf- ið með Ólafi F. „Það er auðvitað átak hverju sinni að taka svona ákvarð- anir. En ég vil nú ekki taka eins djúpt í árinni og hann Gísli,“ segir Þor- björg. Hún segist ekki geta sagt frá því hvort Gísli hafi hreyft einhverj- um mótmælum þegar ákveðið var að ganga í þetta samstarf því þá væri hún að brjóta trúnað. Þorbjörg segir þó auðvelt að koma með svona yfir- lýsingar eftir á og vill því ekki segja meira um málið. Júlíus Vífill Ingvarsson sagð- ist ekki geta tjáð sig um hvað hon- um hafi fundist um samstarfið þeg- ar stofnað var til þess þar sem hann hafði ekki lesið bloggfærslu Gísla Marteins þegar DV talaði við hann. Ummæli Geirs „Ég get ekkert sagt um það sem ég ekkert veit um og ég veit ekki annað en að samstarfið gangi vel,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fjölmiðla 13. ágúst. Einum degi síð- ar var borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins búinn að mynda meirihluta með Framsókn. Síðar kom fram í fjölmiðlum að Geir og Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, höfðu rætt hugsan- legt meirihlutasamstarf flokkanna í borginni áður en borgarfulltrúar gengu frá samningi um slíkt sam- starf. Ólafur F. hefur einnig hald- ið því fram að æðstu menn úr röð- um Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af stofnun nýs meirihluta nokkru áður en upp úr slitnaði hjá honum og Sjálfstæðisflokknum. Í ljósi ummæla Hönnu Birnu í Kastljósinu var samstarf Sjálfstæð- isflokks og Ólafs F. komið í hnút nokkru áður en samstarfinu var slit- ið. Í þessu ljósi verða ummæli for- sætisráðherra að teljast skrítin þar sem bæði hann og Guðni Ágústsson vissu að nýr meirihluti var í burðar- liðnum. Eðlilegt „Það er mjög algengt að þegar flokkar fara í samstarf líki einstök- um fulltrúum það misvel og til að mynda í ríkisstjórnarsamstarfi er það algengt. Í Nýsköpunarstjórn- inni 1944 voru það fimm sjálfstæð- ismenn sem ekki studdu stjórnina. Þó menn aftur á móti styddu hana,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórn- málafræðingur. Hann segir ekk- ert athugavert við að einstakir fulltrúar séu ekki hlynntir ákveðnu samstarfi þó að þeir styðji það. „Það var augljós- lega mjög áhættu- samt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að fara í þetta samstarf og þá kemur ekki á óvart þó að Gísli Marteinn og sjálfsagt einhverjir fleiri hafi verið hugsi yfir þessu,“ segir Ólaf- ur. fimmtudagur 21. ágúst 20082 Fréttir Gísli Marteinn Baldursson Ólafs F. Magnússonar Kjartan Magnússon Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ólafur Þ. Harðarson DÆMD Í SAMSTARF JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Ólafur F. Magnússon Kjartan þrýsti á Ólaf í veiKindaleyfi ,,Ég get greint nákvæmlega frá því hvers vegna mér finnst ég illa svikinn,“ segir Ólafur F. Magnús- son, fráfarandi borgarstjóri, í ít- arlegu viðtali við DV sem birtist í helgarblaðinu sem kemur út á morgun. Þar fjallar hann um veikindi sín og atburðina í borg- arstjórn. „Sjálfstæðismenn fóru að sýna persónu minni óvæntan áhuga á ný frá og með þeim degi sem nýr meirihluti Dags B. Egg- ertssonar var myndaður. Eng- inn borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks hafði haft samband við mig frá því ég vék úr borgar- stjórn í febrúar 2007 og þar til hinn frægi 100 daga meirihluti var myndaður. Þá skyndilega hófu fleiri en einn einstakling- ur úr borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokks að hringja í mig og Kjartan Magnússon kom fyrir- varalaust á heimili mitt beint úr Höfða, þar sem meint svik Björns Inga Hrafnssonar við Sjálfstæð- isflokkinn urðu ljós og það í við- urvist Óskars Bergssonar. Ósk- ar hefur nú skyndilega öðlast trúnað sjálfstæðismanna þegar þeir svíkja heiðursmannasam- komulag við mig og kasta mér fyrir borð. Ég hef ekki sagt þetta áður en það er ekkert launung- armál að allan þann tíma sem 100 daga meirihlutinn starfaði var Kjartan í stöðugu sambandi við mig og þrýsti á mig um meirihlutasamstarf með Sjálf- stæðisflokknum, jafnvel þó ég kæmi ekki aftur til starfa í borg- arstjórn fyrr en 6 vikum eftir að meirihluti Dags B. Eggertssonar var myndaður.“ Var hann í viðræðum við þig í veikindaleyfi frá borgarstjórn? „Já.“ Viðtal Sirrýar við Ólaf F. Magnússon birtist í heild sinni í helgarblaði DV sem kemur út á morgun, föstudag. Finnst hann illa svikinn Ólafur segir sjálfstæðismenn engan áhuga hafa sýnt sér frá því hann fór í veikindaleyfi þar til þeir reyndu að fá hann til að sprengja tjarnarkvartettinn. KJARtAN MAGNÚSSON: Vildi samstarf. Hefur lýst því yfir að missir sé að Ólafi f. fimmtudagur 21. ágúst 2008 3Fréttir VIÐ ÓLAF F Barátta um pallana Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks annars vegar og Samfylking- ar og vinstri-grænna hins veg- ar hafa safnað liði til að sýna sínu fólki í borgarstjórn sam- stöðu á borgarstjórnarfundin- um í dag. Ungliðahreyfingar vinstri-grænna og Samfylk- ingar hafa hvatt fólk til að mæta á fundinn í þeim til- gangi að lýsa andúð sinni á þeim meirihluta sem tekur við völdum í dag. Stuðningsmenn Fram- sóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks hafa á hinn bóginn hvatt fólk til að mæta á fundinn og það tímanlega til að tryggja sér sæti svo það geti sýnt stuðning sinn við meirihlutaskiptin. Mikil og hávær mótmæli urðu í Ráðhúsi Reykjavíkur 24. janúar síð- astliðinn þegar meirihluti sjálfstæð- ismanna og Ólafs F. Magnússonar tók við völdum í borginni. Að þeim mót- mælum stóðu stuðningsmenn Sam- fylkingar, vinstri-grænna og Fram- sóknarflokks. Háreistin var slík að gera þurfti hlé á borgarstjórnarfundi og honum var ekki haldið áfram fyrr en mótmælunum linnti. Þá voru hrópuð slagorð gegn nýja meirihlut- anum og Ólafur F. sagður enginn ... borgarstjóri. Mótmælunum linnti ekki fyrr en Hanna Birna Kristjáns- dóttir, sem þá var nýtekin við sem forseti borgarstjórnar, sagðist myndu láta rýma áhorfendapalla ef fundar- gestir þögnuðu ekki. Mótmælt í janúar stuðningsmenn minnihlutaflokkanna í borgarstjórn mótmæltu í janúar og aftur í dag. Hugnaðist ekki samstarfið gísli marteinn segir á bloggsíðu sinni að flest önnur stjórnarform hefðu hugnast honum betur. „Við stöndum algjörlega hundrað prósent þétt sam- an. Allar sögur um ágreining í okkar flokki eru bara hugarburður einhverra manna úti í bæ.“ Gísli Marteinn Baldurs- son: Vildi ekki samstarfið. Hann taldi flest önnur stjórnarform betri en samstarf með Ólafi f. Hanna Birna Kristjánsdóttir: Vildi ekki samstarfið. segist hafa greitt þessu atkvæði en alltaf vitað að samstarf við framsóknarflokkinn væri betra. ÞorBjörG HelGa ViGfús- dóttir: gat ekki staðfest. segist hvorki hafa verið neikvæð né jákvæð á samstarfið. VilHjálMur Þ. VilHjálMsson: Vildi samstarf. Beitti sér einna helst fyrir því að farið væri í samstarfið. júlíus Vífill inGVarsson: gat ekki staðfest. Hann gat ekki staðfest að hann hefði verið fylgjandi stofnun meirihlutans með Ólafi f. þar sem hann hafði ekki lesið bloggfærslu gísla marteins. jórunn fríMannsdóttir: studdi samstarfið. Hún segist hafa stutt að farið væri í samstarfið á sínum tíma. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins SýSlumaður hafnaði beiðni benjamínS þórS þorgrímS- Sonar um lögbann á Sýn- ingu kompáSSþáttar. nú leitar hann til dómStóla til að hindra Sýninguna. stefnir kompás fimmtudagur 21. ágúst 2008 dagblaðið vísir 152. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 mæður vara við niðingi ágúSt magnúSSon vekur ugg meðal íbúa í rimahverfi: Bíður með playboy áSdíS rán gunnarSdóttir ætlar að afþakka boð um að Sitja fyrir í playboy en gæti gert það Síðar. Þegja um eigin kjaraskerðinguekkert liggur fyrir um breytingar á eftirlauna-lögum þingmanna og ráðherra Sem tryggja þeim margfalt betri eftirlaun en almenningur fær. Býður skjól fyrir Baldvin ung kona vill bjóða ungum manni húSaSkjól eftir að hafa leSið um hremmingar hanS í dv.henni finnSt við öll þurfa að hjálpa fólki. var dæmdur fyrir gróf Brot gegn Börnum Hefur Brotið af sér aftur eftir sakfellinguvarað við ágústi í skólum og leikskólum lögreglan getur ekkert aðHafst í málinu „Það er alvarlegt mál að geðveik manneskja sé látin skrifa undir slíka pappíra.“ Geðfatlaður á leiðinni í fanGelsi beneDikt bóas hinriksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is Litla-hraun Jónas var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Jónas Gunnarsson Hefur verið sviptur sjálfræði og fjárræði í aldarfjórðung og er nú vistaður á Kleppi. Hans bíður fangavist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.