Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 22. ágúst 200844 Helgarblað DV umsjón: berglind bjarnadóttir berglindb@dv.is Hvernig skal Hreinsa fisk Margir fara í veiðar á sumrin og á haustin en hafa ekki lært að gera að fiskinum. Hér verður farið yfir nokkra við hreinsun fisks n fyrst skal fiskurinn lagður á fjöl með bréf ofan á og slægður. Passa verður að sprengja ekki gallið. síðan er fiskurinn þveginn úr köldu vatni. fiskurinn er lagður á bréf. til að ná af honum slíminu er hann skafinn með hreistrinu, síðan á móti hreistrinu til að ná því af. best er að nota fiskhreinsara til að hreinsa fiskinn. n Hausinn er svo skorinn af og allar svartar himnur og sundmag- inn tekinn í burtu. síðan er fiskurinn þveginn og burstaður að innan úr köldu vatni svo ekkert blóð verði eftir. einnig skal þetta gert við hausinn ef það á borða hann líka. uggarnir eru síðan klipptir eða skornir af. n salti er stráð utan og innan í fiskinn og bíða skal í fimmtán mínútur. fiskurinn er svo þveginn og skafinn úr köldu vatni þar til ekki kemur neitt svart slím. n Þegar þessu er lokið er fiskurinn tilbúinn til eldunnar. & ínMatu Fylltar pönnukökur Í ellefta tölublaði Gestgjafans var uppskrift að ljúf- fengum fylltum pönnukökum. Pönnukökurnar eru bakaðar úr mjöli og eru skemmtileg tilbreyting frá hveitipönnukökum. Fyllingin getur verið breytileg og um að gera að prófa sig áfram. Það má steikja sætar kartöflur, grasker eða gulrófur og jafnvel bæta frystum baunum, spínati eða vorlauk út í. Íslensk bleikja „Uppskriftin er að rétti sem oft er eldaður í veiðiferðum, þegar vel hefur veiðst af bleikju. Nýveidd sjóbleikja finnst mér vera besti mat- fiskur sem hægt er að hugsa sér. Ef engin bleikja næst má notast við lítinn lax, en af honum hefur veiðst nóg í sumar, uppskriftin er sérstaklega vinsæl þegar menn vilja fá eitt- hvað sem er sérlega bragðgott en samt létt og frískandi. Allir sem hafa smakkað þennan rétt hjá okkur eru sammála um að hann sé hreint frábær og ekki skemmir ef borið er fram vel kælt hvítvín með.“ fyrir fjóra n 6-8 bleikjuflök (fer eftir stærð) beinhreinsuð n engiferrót grófrifin n teriyaki sósa (la choy) svo flæði yfir fiskinn n sesamolía ca 3- 4 msk. bleikjuflökin látin marinerast með roðinu í um það bil klukkutíma sósa með bleikjunni n 4 msk. japönsk soyjasósa n 4 msk. japanskt hrísgrjóna vínedik n 1 tsk. karrý n 1 tsk. hunang n 1 tsk.fínrifin engiferrót n 1 hvítlauksrif, pressað n ½ ferskur rauður chilipipar, fínsaxaður og fræhreinsaður n 1 tsk. ristuð sesamfræ n 4 msk. saxaður ferskur kóriander n 1-2 tsk. wasabi paste (sterkt) n 1 msk. sesamolía n 8 msk. hnetuolía öllu blandað saman og látið standa í ísskáp í um það bil klukkutíma bleikjan er grilluð á útigrilli í grillfiskigrind gott er að bera fram með réttinum woksteiktar núðlur með grænmeti eða kúskús og gott salat M atg æð ing ur inn SólblóMafræ á pönnu sniðugt er að rista sólblómafræ á pönnu í ýmsa matargerð. einnig er hægt að borða það eintómt með sjónvarpinu í stað þess að ná sér í snakkpokann. gott er að salta sólblómafræin örlítið til þess að fá meira bragð. mun hollara nasl með sjónvarpinu en margt annað. „Ég skora á Eiriksínu Ásgrímsdóttur, veiðifélaga konunnar minnar í þeim fróma veiðifélagskap kvenna „Vöðlunum“, að gerast næsti matgæðingur, en hún er fantakokkur og mikill veiðimaður. “ Í boði GeStGjafanS Fyrir 4 Fylling: n 2 msk. olía n 1 tsk. sinnepsfræ n ½ laukur, saxaður n 2 hvítlauksgeirar, saxaðir n ½ -1 grænt eða rautt chili-aldin, saxað n ½ msk. karrílauf n ½ tsk. túrmerik n 1 msk. sítrónusafi n 400 g soðnar kartöflur, skornar í teninga byrjið á að útbúa fyllinguna. steikið sinnepsfræ þar til þau fara að skoppa. bætið þá lauk út í og steikið þar til hann er gullinn. bætið hvítlauk, chili-aldini og karrílaufum saman við og steikið aðeins áfram. setjið túrmerik og sítrónusafa út í ásamt kartöflum og merjið saman. Haldið fyllingunni heitri. Pönnukökur: n 1 ½ dl kjúklingabaunamjöl n 1 ½ dl hrísmjöl n örlítið salt n 3 ½ dl vatn n Olía eða smjör á pönnuna Hrærið mjöl og salt saman í skál. bætið nógu miklu vatni út í til að fá deigið í sömu þykkt og pönnukökudeig. Penslið pönnu með olíu eða smjöri áður en þið steikið hverja köku og steikið frekar þunnar kökur báðum megin. Hafið þær ekki of stórar svo það sé auðvelt að snúa þeim því þær eru lausar í sér. Þið eigið að fá að minnsta kosti 6-8 pönnukökur úr uppskriftinni. setjið fyllingu í miðjuna á hverri köku og leggið hliðarnar yfir. berið ef til vill fram með mango-chutney. rétturinn er bestur með nýbökuðum pönnukökunum. uPPskrift: sigríður björk bragadóttir mynd: karl Peterson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.