Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 36
föstudagur 22. ágúst 200836 Helgarblað DV S jálfstæðismenn ætluðu sér alltaf að sprengja Tjarnar- kvartettinn og kasta mér svo fyrir róða,“ segir Ólafur F. Magnússon sem ræðir við Sirrý um hvernig honum líður þegar hann lætur af embætti. Hann talar um veikindi sín, um pólitísku atburðarás- ina þegar horft er til baka. Áhrif um- talsins á börnin hans og um framkomu fjölmiðla. Lít ekki í baksýnisspegilinn „Það var margt miður fallegt og ósatt sagt um mig í fjölmiðlum og á síð- um dagblaða fyrstu dagana sem ég var borgarstjóri. Það er ekkert launungar- mál að DV gekk lengst í þeim efnum og fór þar langt út yfir öll velsæmismörk. Ég kýs hins vegar að líta ekki í baksýn- isspegilinn heldur horfa til framtíðar og sanna fyrir fólki að sú mynd sem var dregin upp af mér sem persónu og borgarstjóra er einfaldlega kolröng. Því ákvað ég að koma í þetta viðtal og ræða við DV í fyrsta sinn síðan ég varð borg- arstjóri. Ég er feginn að ég skyldi halda haus í öllum þessum hremmingum.“ Þunglyndið „Þegar ég veiktist í ársbyrjun 2007 var ég búinn að vera undir gífurlegu álagi í langan tíma og þegar hjóna- skilnaður kom í kjölfarið fannst mér ég hafa beðið skipbrot í lífinu. Mér fannst að margt sem ég hafði byggt upp og gengið svo vel með í 35 ár hyrfi nán- ast á svipstundu. Sú staða var mjög alvarleg og mér var allt annað en ljúft að fjalla um hana, heldur vildi ég gera allt sem í mínu valdi stóð til að sigrast á erfiðleikum og ná fótfestu á ný.“ Vildirðu þess vegna ekki tala um veikindin við fjölmiðlana? „Það var alveg ljóst að ég var stig- inn upp úr veikindum þegar ég tók við embættinu og ég gerði grein fyrir því í fjölmiðlum, en ég veit að allir hafa séð að mikil breyting hefur orðið á ásjónu minni og útgeislun síðan þá. Ég hef styrkst og eflst í þessu starfi og hef trú á að fólk sjái það. Þó að skilgreina megi veikindi mín sem þunglyndi, þá veit ég sem lækn- ir að heilsufar fólks er flókið samspil andlegra og líkamlegra þátta. Ég hef leitað mér hjálpar eins og aðrir eftir hefðbundnum leiðum en þýðingar- mest er að fara aftur út á akurinn og takast á við verkefni daglegs lífs. Það hefur verið mjög þýðingarmikið fyrir mig að komast í einstaka stöðu til að skapa og móta umhverfi mitt.“ Hvernig var fyrir lækni að þurfa að upplifa hlutverk sjúklingsins? „Allir kvillar og sjúkdómar sem hrjá mann og rannsóknir og meðferðir í því sambandi eru reynsla sem gera lækni hæfari í starfi sínu. Þegar tilteknir sjúk- dómar sækja á mann sjálfan eða nána aðstandendur fær maður auðvitað enn dýpri innsýn í gang þeirra og meðferð. Það er hins vegar alveg ljóst að það tek- ur langan tíma að verða samur á ný og fyllilega sáttur við sjálfan sig eftir þær miklu breytingar sem orðið hafa á lífi mínu. Ég hefði hins vegar ekki tekið við borgarstjórastarfinu nema ég teldi mig fullfæran um að gegna því. Ég hef menntun, hæfileika og reynslu sem er fyllilega sambærileg við menntun þeirra sem áður hafa gegnt þessu starfi og allir sem þekkja mig vita að ég er samviskusamur og vandvirkur. Sam- skipti mín sem læknir við skjólstæðinga mína hafa í gegnum árin einkennst af gagnkvæmu trausti og virðingu og ég er viss um að þetta fólk, eins og aðrir sem þekkja mig, er nánast agndofa yfir þeirri fölsku mynd sem hefur verið dregin upp af mér í fjölmiðlum. Ég hóf störf á ný á læknastofunni minni og síðan aftur í borgarstjórn síðla árs 2007 en fékk staðgengil fyrir mig á læknastofuna frá 2008 því útilok- að var að gegna báðum störfum þegar ég var kominn í æðstu stjórn borgar- innar.“ Stigið í vænginn við mig „Ég get greint nákvæmlega frá því hvers vegna mér finnst ég illa svikinn: Sjálfstæðismenn fóru að sýna persónu minni óvæntan áhuga á ný frá og með þeim degi sem nýr meirihluti Dags B. Eggertssonar var myndaður. Enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hafði haft samband við mig frá því ég vék úr borgarstjórn í febrúar 2007 og þar til hinn frægi 100 daga meirihluti var myndaður. Þá skyndilega hófu fleiri en einn einstaklingur úr borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokks að hringja í mig og Kjartan Magnússon kom fyrirvara- laust á heimili mitt beint úr Höfða, þar sem meint svik Björns Inga Hrafns- sonar við Sjálfstæðisflokkinn urðu ljós og það í viðurvist Óskars Bergssonar. Óskar hefur nú skyndilega öðlast trún- að Sjálfstæðisflokks þegar þeir svíkja heiðursmannasamkomulag við mig og kasta mér fyrir borð. Ég hef ekki sagt þetta áður en það er ekkert laun- ungarmál að allan þann tíma sem 100 daga meirihlutinn starfaði var Kjartan í stöðugu sambandi við mig og þrýsti á mig um meirihlutasamstarf með Sjálf- stæðisflokknum, jafnvel þó ég kæmi ekki aftur til starfa í borgarstjórn fyrr en 6 vikum eftir að meirihluti Dags B. Eggertssonar var myndaður.“ Var hann í viðræðum við þig í veik- indaleyfi frá borgarstjórn? „Já.“ Ákvarðanir að ofan „Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokks lætur taka fyrir sig ákvarðanir að ofan, því það er alveg ljóst í mínum huga að ákvörðun um samstarfsslit við mig var tekin úti í bæ og borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks hlýddu fyrirmæl- unum og gerðu að engu þann málefna- samning sem þeir höfðu undirritað og strengt heit að standa við. Eftir stöðuga eftirgrennslan Kjart- ans Magnússonar, og síðan einnig Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, fór ég um síðir að hlusta á óskir þeirra og heit- bindingar um samstarf, en þeir lof- uðu mér og sóru þess dýran eið að þeir myndu aldrei taka þátt í því með öðr- um fimm borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokks að mynda meirihluta með mér til þess að kasta mér fyrir borð og taka Framsókn inn þegar henta þætti.“ Dagur sannspár „Orð Dags B. Eggertssonar þegar meirihluti frjálslyndra og Sjálfstæð- isflokks var myndaður, um „að sjálf- stæðismenn væru að blekkja Ólaf F. til samstarfs, til þess eins að sprengja Tjarnarkvartettinn og mynda síðar annan meirihluta“, reyndust því mið- ur rétt.“ Hvað fannst þér um þau orð Dags á sínum tíma? „Ég taldi mig hafa mjög góðar trygg- ingar fyrir því að við málefnasamning og samstarf yrði staðið út kjörtímabil- ið. Enda trúði ég því aldrei, og trúi ekki enn, að Kjartan Magnússon myndi ganga á bak orða sinna. Mér brá hins vegar óneitanlega á fyrstu dögum sam- starfsins þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son kallaði Kaupangsmenn heim til sín að mér forspurðum og fór að semja við þá um kaupin á Laugavegi 4–6. Svona vinnulag þekki ég ekki. Ég reyndi að hægja ferðina og vildi skoða málið betur og leyfa friðunar- ferlinu að hafa sinn gang en segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þarna beitt óeðlilegum þrýstingi og fljótfærn- islegum vinnubrögðum. Ég ber þó fulla ábyrgð á þess- um kaupum, en mér var samt brugðið vegna vinnubragðanna þeg- ar gengið var til fyrsta borgarstjórnarfundar fimmtudaginn 24. janúar, eða þremur dögum eftir að tilkynnt var um myndun nýs meiri- hluta F-lista og Sjálfstæðisflokks. Ég var óviðbúinn þessum vinnubrögðum og þessum hraða.“ Vinnan fer fram í Ráðhúsinu „Mér hefur verið lýst í fjölmiðlum á ósannfærandi og á ósannan hátt. Staðreyndin er sú að ég kom miklu betur út úr veikindum mínum en fólk heldur. En þeir sem til þekkja sjá það og skynja. Umræðan á að snúast um það hvort að vinna við rekstur og stjórn borgar- innar hefur verið góð. Og ég hef axlað mikla ábyrgð og borið hitann og þung- ann af því starfi. Ég hef unnið traust þeirra sem starfa við fjármálasvið borgarinnar og aðra þýðingarmikla embættismenn. Sumir í borgarstjórnarmeirihlutan- um hafa verið útgjaldaglaðir en notað lítinn tíma í fjárhagsvinnuna. Ég hef notað tímann hér inni í Ráðhúsi til að vinna að þungavigtarmálum borgar- innar og til að undirbúa og vinna með embættismönnum. Sumir í borgar- stjórn nota frekar tímann til að vinna að næsta prófkjöri. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sagði í Fréttablaðinu laugardaginn 16. ág- úst: „Mörg stór mál hafa ekki verið afgreidd í tíð fráfarandi meirihluta. Við þurfum að takast á við fjárhags- áætlunina og minnkandi tekjur borg- arinnar og við vorum ekki að komast neitt með þau mál.“ En ég fullyrði að allir sem hafa fylgst með störfum mín- um hér í Ráðhúsinu vita að þetta eru ósannindi. Þegar nýr meirihluti vann að þriggja ára fjárhagsáætlun mæddi sú vinna mest á mér. Ég kaus að fara ekki á ráðstefnu, eða fund í Stokk- hólmi með kjörnum fulltrúum ann- arra höfuðborga Norðurlandanna, þar sem tími gafst ekki frá þessari vinnu. Á sama tíma voru ýmsir borgarfulltrúar meirihlutans á stöðugum ferðalög- um eða að sinna allt öðrum verkefn- um og þannig hefur það oft verið síð- an. Ég hef staðið vaktina í Ráðhúsinu með embættismönnum borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gjarnan verið úti á fagsviðunum að beita sér fyrir auknum útgjöld- um til síns málaflokks, þvert á þá að- haldsstefnu sem meirihlutinn ætl- aði að beita sér fyrir. Ég hef reynt að gera allt vel og samviskusamlega sem borgarstjóri og þegar ég var nýtekinn við embætti var frestun ferðar minnar til Stokkhólms lögð út á versta veg og sagt að ég væri flughræddur. Það eru ósannindi og fráleitur málflutningur. Verkefnin sem biðu úrlausnar voru bæði flókin og tímafrek og ekki í allt of góðu ásigkomulagi eftir tvo síðustu meirihluta.“ Auðvelt að vera vitur eftir á Hefur þig ekki langað til að biðja Dag B. afsökunar á að hafa yfirgefið hans meirihluta? „Hvorki hagsmunir né vegtyllur fengu mig til að mynda nýjan meiri- hluta í janúar heldur einstakt tækifæri til að koma mínum málefnum og hug- sjónum í verk. Nánir samstarfsmenn Dags, og vinir, fjöldi samfylkingarfólks og vinstri grænna hafa vegið að mér með þeim hætti að það hefur gert sam- skipti okkar Dags erfið. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig særindin milli mín og fyrrverandi samherja í Tjarnar- kvartettinum gróa. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en mér sýnist ekki að arftaki minn í nýjum borgarstjórnarmeirihluta, Ósk- ar Bergsson, muni á nokkurn hátt fá þá meðferð sem ég fékk af hálfu pólitískra andstæðinga. Það er umhugsunarefni hvers vegna þeir aðilar sem lögðu mig í einelti sjá ekki minnstu ástæðu til að ráðast að Óskari.“ Leið þér ekki þannig þegar púað var á áhorfendapöllum Ráðhússins að rétt væri að hætta við? „Ég hef örugglega bæði þá og oft síðar viljað óska þess að ég hefði aldrei lent í þessari erfiðu lífsreynslu og að- för sem var gerð að minni persónu og trúverðugleika sem stjórnmála- manns. En eftir að ákvörðun var tek- in var ekki um neitt annað að ræða en að orð skyldu standa. Enda hefur það verið mitt helsta leiðarljós allan minn stjórnmálaferil. Þetta hefur gert mig að undantekningu í íslenskum stjórnmál- um því það er samfella á milli orða og athafna.“ Hefur fengið ýmsu áorkað Hefurðu fengið einhverju áorkað þó tíminn í borgarstjóraembættinu væri stuttur? „Já, ég hef fengið miklu áorkað enda metnaðargjarn og samviskusamur borgarstjóri. Mér hefur tekist að bjarga götumynd Laugavegar 4-6 sem er hluti af meira og minna samfelldri gamalli götumynd frá Laugavegi 2-16 sunnan götunnar. Ég tel einnig mjög mikilvægt að tryggt hafi verið að endurreisa bygg- ingar á horni Lækjargötu og Austur- strætis í gamalli mynd eftir brunann vorið 2007. Lítið var gert í því máli þar til meirihlutinn undir minni forystu var myndaður. Það hefur verið kláruð mikil og góð skipulagsvinna í miðborg- inni, ekki síst í Kvosinni, og meira og minna í anda sjónarmiða um verndun menningarsögu borgarinnar sem ég hef barist fyrir. Það er fyrirhuguð stór- kostleg uppbygging nýs og glæsilegs svæðis frá Lækjartorgi og að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við höfnina. Þar verður væntanlega borgarhluti sem ég mun í framtíðinni kalla nýja Norð- urmiðbæinn og í samræmi við þetta er mikilvægt að við eigum einnig til vísi að gömlu miðborginni bæði á Lauga- vegi og í Kvosinni og í aðliggjandi íbúðahverfum. Svo hefði ekki verið ef ég hefði ekki haldið uppi linnulausri baráttu í borgarstjórn Reykjavíkur fyr- ir verndun gamallar götumyndar um árabil. Gleymum ekki að aðeins þrjú prósent húsa í Reykjavík eru frá því fyr- ir 1907. Þannig að ekki er af miklu að taka.“ Rödd mín nauðsynlegri nú en nokkru sinnni „Ég tel það í raun stærsta pólitíska afrek mitt á löngum ferli að hafa náð fram málefnasamningi með sjálfstæð- ismönnum þar sem þau málefni, sem ég hef lengi barist fyrir, voru sett í önd- vegi, eins og áhersla mín á velferðar-, öryggis- og umhverfismál, ábyrga fjár- málastjórn og síðast en ekki síst að koma í veg fyrir glórulaus skipulags- mistök í miðborginni og í Vatnsmýr- inni. Það er einfaldlega út í hött að flytja flugvöllinn til Keflavíkur. Sextíu prósent borgarbúa og yfir áttatíu pró- sent landsmanna vilja halda Reykja- víkurflugvelli. En ég hef lengi talað einn fyrir þessu í borgarstjórn. Fátt sannar betur að rödd mín þar er nauð- synlegri nú en nokkru sinni fyrr og það væri slæmt fyrir hagsmuni borgarbúa ef ég léti af störfum núna. Að vísu hefur reynslumesti borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, í hjarta sínu mjög svipuð sjónarmið og ég varðandi flugvöllinn en hann hef- ur hins vegar ekki treyst sér til að tala skýrt í þeim efnum, enda virðist það ekki æskilegt fyrir flokkinn til að geta samið við önnur öfl að afloknum kosn- ingum. Þá eru málefnin nefnilega oft lögð til hliðar og bara spurt um hags- muni og völd.“ Of mikill prinsippmaður? Ertu ekki of mikill prinsippmaður til að hægt sé að starfa með þér? „Ég hef örugglega oft þurft að gefa eftir, því frá byrjun samstarfsins hafa formenn fagráðanna hjá Sjálfstæðis- flokknum nánast tekið sér ráðherra- vald og stjórnað sínum málaflokki án samstarfs við sinn sviðstjóra. Því mið- ur hefur það reynst raunin hjá hinu unga og reynslulitla fólki, sem skipar borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokks, að það hefur hvorki haft eðlilegt sam- ráð við sviðstjóra sína né tekið við nauðsynlegum ráðleggingum þeirra og athugasemdum.“ Tómarúm Hvernig líður þér núna? „Ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég á eftir að taka út viðbrigðin og tómarúmið sem mun myndast vegna þessara breytinga. Verkefni þessara síðustu daga hefur verið að halda átt- um og lenda málum með fullri reisn og jafnframt búa í haginn fyrir fram- tíðina. Svo ég geti áfram látið gott af mér leiða fyrir borgarbúa eins og ég tel mig hafa verið að gera með störf- um mínum að borgarmálum undan- farin átján ár.“ En hvernig eru samskipti þín við Sjálfstæðisflokkinn núna? „Ég hef ekki hitt neinn borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðan á fimmtudag í síðustu viku. Þeir vilja forðast mig enda vita þeir upp á sig mikla skömm gagnvart mér. Ég hef þurft að ganga í gegnum martröð við að ganga að þeirra svikaboði. Það verður seint fyrirgefið að nýta sér trún- að minn við þá sem fékkst ekki fyrr en eftir mjög langar og stífar tilraunir þeirra til að fá mig til samstarfs.“ Jakob Frímann kemur inn og bið- ur um að fá að trufla viðtalið í tvær mínútur. „Það er sjálfsagt,“ segir Ól- afur en þar sem honum liggur svo mikið á hjarta bætir hann við: „Þeg- ar minn stjórnmálaferill er skoðaður má glögglega sjá að velferðar-, um- hverfis- og öryggismálin hafa alltaf einkennt málflutning minn í borgar- stjórn Reykjavíkur. Ég tel líka mikilvægt að það gildis- mat sem ég hef sem heilbrigðisstarfs- maður nái að skila sér í því að málum sé forgangsraðað í þágu þess sem er þýðingarmest og dýr- mætast fyrir borgar- búa. Ég hef skynjað að þar setja borg- arbúar öryggismálin í fyrsta sæti. Þá á ég við bæði umferðarmálin og al- mennt öryggi borgaranna.“ Gestur inn af götunni Inn kemur maður sem vill afhenda borgarstjóra bók. Þetta reynist vera Eiríkur Stefánsson, pabbi Stefáns lög- reglustjóra. „Davíð á eina slíka bók,“ segir Eiríkur um leið og þessi litríki gestur fær tækifæri til að afhenda Ól- afi gjöfina. „Sumir Akureyringar, eins og ég, erum óánægðir með það hvern- ig komið var fram við þig.“ Þeir ræða gamla tíð. „Afi minn rak bíó á Akureyri og ég var verulegan hluta frumbernskunnar í Samkomu- húsinu á Akureyri. Það fer vel á því að ég sé talsmaður fallegra, gamalla húsa,“ segir Ólafur um leið og hann tekur í höndina á gestinum og þakkar fyrir bókina. Eiríkur sem lítur út fyrir að hafa marga fjöruna sopið bætir við í kveðju- skyni: „Engin hemja hvern- ig komið var fram við þig. We’ll meet again. Ég hitti þig nýlega á bar og þú varst bláedrú, ég get vitnað um það!“ Nú er loks hlegið á skrifstofu borgar- stjóra. „Gott að geta hlegið að nýjustu slúðursögunum,“ segir borgarstjóri og brosir og greinilegt er að hann tekur vel á móti meintum stórlöxum sem öðrum. Samstarfsmenn Ólafs, Jakob Frí- mann Magnússon, Regína Ástvalds- dóttir skrifstofustjóri og Kristín Vil- hjálmsdóttir ritari borgarstjóra koma inn og þau ganga frá næstu verkefn- um. Borgarstjóri þarf að sinna erindi úti í bæ og bílstjórinn er við jarðarför. Það er því ákveðið að kalla á leigubíl og tími okkar styttist. En að lokum ræð- um við um framtíðina og hvað börn- unum hans finnst um þróun mála. Börn borgarstjóra „Þetta hefur verið erfitt fyrir fjöl- skylduna. Dóttir mín, Anna Sigríður Ólafsdóttir, næringarfræðingur, var í 5. sæti á F-lista og starfaði í nefnd- um og var vel liðin. Allir bera henni vel söguna en hún hefur orðið afhuga stjórnmálum og hefur líkt og bræður hennar átt erfitt með að fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um föður hennar. Tuttugu og níu ára tvíburasynir mínir, þeir Kjartan Friðrik, sem vinn- ur við kennslu og er í hljómsveitinni Ampop, og Magnús Friðrik, sem starf- ar sem sálfræðingur, treysta sér helst ekki til að fylgjast með fjölmiðlaum- fjöllun. Og Egill Friðrik, sem er nýorð- inn sextán ára og hefur staðið sig eins og hetja, hefur liðið mikið. Og enginn hvetur pabba sinn meira en hann til að hrinda þessari aðför, snúa vörn í sókn og sýna að ég er ekki þessi ráð- villta persóna sem sýnd er í fjölmiðl- um. Veikindi föður og skilnaður for- eldra voru sextán ára syni mínum nægilega mikið áfall þó svo hann þurfi ekki að þola þessa aðför, sem ég kalla eitt skipulagðasta einelti í íslenskri stjórnmálasögu og kom yfir mig á erf- iðu tímabili í mínu lífi. Það má teljast harla gott að ég stend fast í fæturna á eftir. Og enn stend ég við málstaðinn sem ég hef barist fyrir til þessa.“ Framtíðin „Eftir að hafa fundið tilgang í að skapa og móta góða borg undanfarið, mun ég upplifa ákveðið tómarúm. Í minnihluta mun ég þó áfram tala fyrir mínum málum. Og vonandi kemst ég í eitthvert sumarfrí á næstunni.“ En ætlarðu aftur að hefja störf sem heimilislæknir? „Ég er í ársleyfi og tek ákvörðun um framhaldið um áramótin. Ég þarf að semja um framhaldið við vinnu- veitanda minn og skjólstæðingana. Það er nóg af stórum og erfiðum ákvörðunum þessa dagana þó þessi bíði um sinn.“ Illska og ósannindi „Undanfarið hefur Sjálfstæðis- flokkurinn nærst á kjaftasögum um mig. Hanna Birna notaði þess- ar kjaftasögur til að þrýsta á mig og veikja stöðu mína sem borgarstjóra. En ég tel að þetta hafi verið not- að til að breiða yfir þá staðreynd að þegar slæm skoðanakönnun var birt nokkrum dögum áður, kom nýtt hljóð í strokkinn. En mér voru ekki gefnir neinir úrslitakostir eða möguleikar á að bæta göt í samstarfinu. Meint sam- bandsleysi okkar var ekki þannig að ekki mætti laga.“ Fjölmiðlar og kjaftasögur „Ég vil ekki persónugera aðförina að mér. En það fór í gang mikil sam- keppni ýmissa aðila sem hafa þörf fyrir að vekja athygli á sjálfum sér. Það virðist hrós í hnappagat ýmissa fjöl- miðlamanna ef þeir geta haft áhrif á gang mála. Og það var gefið út veiði- leyfi á mig. Sjálfstæðisflokkurinn stóð aldrei við bakið á mér eða varði mig í þessari fjölmiðlaárás. En ég hef oft sýnt það í stjórnmál- um að ég er baráttumaður og gefst sjaldan upp í mótbyr og hef alltaf komið til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem búið er að telja mig af sem stjórnmálamann. En mikilvægt er að ég geti komið til baka sem einstakl- ingur.“ Fyrirframgefnar skoðanir „Ég hef aðeins orðið fyrir óþæg- indum á ferð um borgina og fundið að fólk hefur myndað sér skoðanir á mér án þess að þekkja mig. Á ferð minni um borgina hafa ölvaðir einstaklingar gert hróp að mér og jafnvel verið lík- legir til að ráðast á mig. Það var svolít- ið skuggalegt og ég kom mér burt. Og að gefnu tilefni ítreka ég það að framkoma mín við fólk einkennist af kurteisi og yfirvegun. Ég er í grund- vallaratriðum reglusamur maður þó að ég kunni að njóta lífsins með heil- brigðum hætti eins og vonandi gildir um flesta. Ég hef ekki sýnt einum eða neinum framkomu sem ég get ekki svarað fyrir.“ Ólafur F. Magnússon á nú að mæta á fund og undirrita samkomulag við Valsmenn og fram undan er kveðju- fundur borgarstjóra með starfsmönn- um Ráðhússins. Sá fundur er mörgum mánuðum fyrr á ferðinni en til stóð í upphafi. Ólafur ætlar síður en svo að draga sig í hlé, þótt hann standi upp af stóli borgarstjóra. „En ég er reynslunni rík- ari og mun varast að treysta fólki of vel í framtíðinni.“ Þetta hefur verið erfitt fyrir fjölskylduna Veikindi föður og skilnaður foreldra voru sextán ára syni mínum nægilega mikið áfall Helgarviðtalið SIGRíðuR ARnARDóTTIR www.sirry.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.