Lögmannablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 23

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Qupperneq 23
23 49 hælisleitendur ársins 2002 umsóknir sínar til baka og 11 fóru af landi brott án frekari skýringa. Í seinni tíð hefur aðeins einum einstaklingi verið veitt hæli, og er þá ekki átt við flóttamanna- hópa sem koma til landsins fyrir milligöngu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Nokkr- um umsækjendum hefur verið veitt dvalarleyfi en meginhluti umsækjanda hafa ekki haft erindi sem erfiði. Greinarhöfundur hefur bent á það að nauð- syn sé á að úrskurðir Útlendingastofu séu birtir þar sem birting þeirra horfir augljóslega til meira réttaröryggis. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Forsvarsmenn háskólanna taka við áskriftinni úr hendi Jóns Steindórs Valdimarssonar hjá Spurn. Á myndina vantar forsvarsmann Háskólans á Akureyri. F.v. Einar Páll Tamimi lektor við Háskólann í Reykjavík, Ingibjörg Þorsteinsdóttir lektor við Háskólann á Bifröst, Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Jón Steindór Valdimarsson frá Spurn sf. FIMMTUDAGINN 20. febrúar sl. tóku for- svarsmenn lagadeilda háskólanna á Íslandi, sem kenna lögfræði, við ársáskrift að gagna- grunnum Evrópuréttarins að gjöf frá Spurn sf og Context ltd. Um er að ræða gagngrunnana CELEX (Communitatis Europeae Lex) sem er hinn opinberi lagagagnagrunnur ESB, OJC (Offic- ial Journal C Series) sem er C-deild stjórnar- tíðinda ESB og ECJ Proceedings sem hefur að geyma upplýsingar um mál sem eru fyrir Evr- ópudómstólnum. Með gjöf sinni vilja fyrirtækin tvö leggja áherslu á mikilvægi Evrópuréttarins á Íslandi og stuðla að því að við kennslu og rannsóknir í lögfræði sé stuðst við bestu fáanleg gögn. Lagadeildir íslenskra háskóla fá afhentar áskriftir að CELEX

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.