Lögmannablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 17

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 17
I. Fjórleikur við tannlækna. Keppnin fór að þessu sinni fram á Nesvell- inum, 24. júní og var hörkuspennandi. Tann- læknarnir eru jafnan harðir í horn að taka og erf- iðir á sínum „heimavelli“ Nesvellinum. Við mættum hins vegar með sterkt lið til leiks og héldum bikarnum. II. Fjórleikur við lækna. Keppnin fór fram á hinum skemmtilega Strandarvelli á Hellu, 13. júlí. Fór lið LMFÍ með sigur úr þeirri viðureign í baráttuleik. III. Fjórleikur við endurskoðendur. Keppnin var færð frá Kiðjabergsvellinum á Leynisvöllinn og fór fram hinn 24. júlí. Fyrir þessa viðureign voru tvær dollur af þremur komnar í hús og því mikilvægt að sigra til að ná þeim öllum. Leikar fóru þó þannig að lið endur- skoðenda vann með nokkrum yfirburðum. Virð- umst við vanmeta lið endurskoðenda sem er orðið feiknasterkt, auk þess sem nokkra af okkar sterk- 17L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum stendur fyrir opnu hafi og stundum gerist það að golfkúlurnar leita í fjöruna. Hér eru tveir lögmenn í kúluleit og lesendur geta skemmt sér við að geta hverjir eru á ferð en annar þeirra er með sérstaka golfboltatryggingu hjá TM og ætti því ekki að verða fyrir miklu tjóni nema skilmálarnir undanskilji 17. holuna á vellinum í Eyjum! Jóhann Pétursson, Grétar Jónatansson (gestur), Guðmundur Pétursson og Ólafur Rafnsson á leið á 17. teig, mjög taugaveiklaðir fyrir næsta högg sem liggur yfir hafið. Karl Ólafur Karlsson púttar fyrir fugli (líklega lunda) á 15.holu og Gunnar Viðar fylgist einbeittur með.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.