Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 6
6 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 Gengislánamál mest áberandi Um síðustu aldamót hófu tryggingafélögin að bjóða upp á málskostnaðar­ eða réttaraðstoðartryggingar í fasteigna­ og heimilistryggingum. Tryggingin er nokkuð víðtæk en innifalið í henni eru bætur vegna ágreinings sem snertir vátryggðan einstakling í einkamálum sem koma til úrlausnar héraðsdóms eða Hæstaréttar og er til lykta leidd með dómi, úrskurði eða dómsátt. Þá er tryggingartaka skylt að leita sér lögmannsaðstoðar og ber lögmanni að tilkynna viðkomandi tryggingafélagi um málið áður en aðhafst er í því. Að sögn Guðmundar Stefáns Martinssonar ráðgjafa hjá Sjóvá hefur orðið talsverð aukning á greiðslum úr réttaraðstoðartryggingum og hefur félagið til að mynda greitt um 300 milljónir í réttaraðstoð á síðastliðnum tíu árum: „Málin eru mjög fjölbreytt og af ýmsum toga, meðal annars skulda­ og meiðyrðamál í fjölskyldutryggingu 2 og 3 en í fasteignatryggingunni eru gallamál og nágrannaerjur algengust,“ sagði Guðmundur. Guðríður Anna Kristjánsdóttir hdl. hjá VÍS sagði málskostnaðarlið F plús til dæmis nýttan í ágreiningi vegna fjárhagslegra ráðstafana, í erfðamálum og læknamistakamálum; „Ásókn í trygginguna sveiflast nokkuð mikið á milli ára og hafa gengislánamálin verið mest áberandi undanfarið,“ sagði Guðríður en að þeim frátöldum væru skráð „tjón“ á þennan tryggingaflokk nokkuð í jafnvægi. Þá sagði Sigurður Óli Kolbeinsson framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar að ásókn í trygginguna hafi vaxið ört á undan­ förnum árum. Mesti fjöldinn væri vegna gengislánamála og annarra mála gegn bönkunum, t.d. vegna stofnfjárlánamála sparisjóðanna og vegna peningamarkaðssjóða. „Þar fyrir utan er flóran eins fjölbreytt og mál einstaklinga eru almennt en helst má þó þar nefna gallamál fasteigna,“ sagði Sigurður Óli. Elvar Guðmundsson lögfræðingur hjá TM sagði gengislánamálin vera fyrirferðamest hjá félaginu um þessar mundir en þess utan væru það fasteigna­ kaupamál sem væru fyrir ferðamikil. Mikilvægt komi til ágreinings Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hdl., sem hefur sérhæft sig í ágreiningi um fasteignamál, telur að tæpur helmingur skjólstæðinga sinna séu með málskostnaðartryggingu og segir Guðfinna hana breyta öllu. „Ég ráðlegg fólki og húsfélögum að vera með fasteignatryggingu (hús­ eigendatryggingu) en máls kostn aðar­ trygging er innifalin í henni. Fólk áttar sig oft ekki á því hversu mikilvæg hún er komi til ágreinings eða leka frá tækjum eða lögnum innanhúss,“ sagði UMFJÖLLUN Ef kemur til ágreinings Málskostnaðar- og réttaraðstoðartryggingar tryggingafélaga Tryggingafélögin bjóða almenningi upp á málskostnaðar- eða réttaraðstoðartryggingar í fasteignatryggingum annars vegar og í flestum flokkum heimilis- og fjölskylduverndar hins vegar. Málskostnaðartrygging getur breytt miklu fyrir tryggingataka en hún nemur oftast á bilinu 1-2 milljónir og munar um minna þegar bera þarf ágreining undir dómstóla. Lögmannablaðið skoðaði málið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.