Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 29 Á LÉTTUM NÓTUM www.hi.is LAGADEILD Lagadeildir Háskóla Íslands og Kaupmannhafnarháskóla bjóða upp á sameiginlegt doktorsnám í lögfræði sem lýkur með doktorsgráðu frá báðum skólum. Um er að ræða þriggja ára nám á ensku fyrir framúrskarandi lögfræðinga sem hafa áhuga á akademískum störfum. Tveir leiðbeinendur eru með doktorsritgerðinni, einn aðalleiðbeinandi og einn meðleiðbeinandi og koma þeir frá sitt hvorum skólanum. Doktorsnemar eru á launum á meðan á náminu stendur. Þeir eru starfsmenn Kaupmannahafnarháskóla í tvö ár en Háskóla Íslands í eitt ár og þurfa að sinna vissum starfsskyldum, m.a. kennslu, meðan á doktorsnáminu stendur. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2015. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lagadeildar HÍ: http://www.hi.is/lagadeild/sameiginlegt_doktorsnam_ku_og_hi og á heimasíðu Lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla: http://jura.ku.dk/phd/english/joint-degree/ Umsóknarfrestur í sameiginlegt doktorsnám lagadeildar Háskóla Íslands og lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla að fjölþjóðlegum verkefnum. Þar tók á móti okkur annar aðaleigendanna, Leonidas Georgopoulos, ásamt nokkrum starfsmönnum og kynntu þeir fyrir okkur stöðu lögmanna í Grikkalandi og einnig innan Evrópusambandsins. Fróðlegar umræður urðu um samanburð á stöðu lögmanna á Íslandi og í Grikklandi en Grikkir glíma greinilega við mörg svipuð vandamál og við vegna afleiðinga efnahagsþrenginga. Þá upplýstu þeir að það tæki um 4 – 6 ár að koma máli til enda gegnum öll dómstig í Grikklandi. Fengum við hinar alúðlegustu móttökur á báðum stöðum og einkar fræðandi og áhugaverða fyrirlestra. Miðja jarðar í Delfí Þann 30. september hélt hópurinn síðan til Delfí þar sem miðja jarðar var og véfréttin spáði fyrir gestum með því að anda að sér eiturgufum. Delfí er í fjalllendi í um 700 metra hæð og í um þriggja tíma akstri norðvestur af Aþenu. Maður varð fyrir svipuðum áhrifum í Delfí og á Akrópólis, hafandi lesið mann kynssöguna og gert sér nokkra grein fyrir þýðingu þessa staðar til forna. Delfí er að mestu rústir en svo ótrúlegt sem það hljómar þá var Delfí týnd og gleymd um aldir og þar til árið 1863. Þá stóð fjallaþorp ofan á rústunum sem lítið sást í og tilhöggnir steinar úr hinni fornu Delfí sem fundust í jörðinni voru jafnvel notaðir til bygginga í þorpinu. Þorpið var síðan flutt af rústunum, Delfí smám saman grafin úr jörðu og búin til heilleg mynd af borginni eins og hún hafði verið. Gufurnar frægu, sem stigu upp úr jörðinni í Delfí og véfréttirnar önduðu að sér finnast ekki lengur þannig að hópurinn fékk engan spádóm um framtíðina. Haldið var til baka til Aþenu og um kvöldið farið á grískan veitingastað, snæddur grískur matur og stiginn dans sem kenndur er við Grikkjann Zorba. Lauk svo dagskrá þessarar ánægjulegu ferðar en að morgni næsta dags var haldið heim á Frón þar sem dægurþras og eldfjallagas úr iðrum jarðar tók við okkur að nýju. Ég er ekki frá því að ferðalangarnir hafi við heimkomuna litið á tilveruna með stóískri ró og hugsað: Hver man eftir þessu þrefi og þrasi eftir 2400 ár? Bjarni G Björgvinsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.