Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 34
NÁMSKEIÐ LMFÍ Norrænar réttarheimildir á netinu - 13. janúar 2015 Farið verður yfir hvernig hægt er að finna norrænar réttarheimildir á netinu. Fyrst og fremst verða danskir og norskir gagnagrunnar skoðaðir, s.s. Karnov og Lovdata. Einnig verður farið í hvaða gagnagrunna lögmenn geta nálgast á lagabókasöfnum. Kennari: Þóra Gylfadóttir upplýsingafræðingur við Háskólann í Reykjavík. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík. Tími: Alls 2 klst. Þriðjudagur 13. janúar 2015 kl. 16:00-18:00. Verð: kr. 13.000,­ 25% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ. __________________________________________________ Samþætting starfs og einkalífs - 4. febrúar 2015 Námskeið í samstarfi við Félag kvenna í lögmennsku Rannsóknir hafa sýnt að næstmesti streituvaldurinn í vinnunni er það að reyna að samræma atvinnu og einkalíf og ójafnvægi milli þessara tveggja þátta valdi togstreitu. Það er oft mikil áskorun að reyna að halda jafnvægi milli starfsframa, fjölskyldu, áhugamála, félags­ og tómstundastarfs, símenntunar og annarra mikilvægra þátta lífsins. Á námskeiðinu verður farið í að draga fram þau gildi sem skipta máli í starfi og einkalífi. Hvernig er hægt að samræma þær kröfur sem vinnan, fjölskyldan og samfélagið gera? Hvaða lausnir getur vinnustaðurinn gripið til og hvað getur einstaklingurinn sjálfur gert? Allir eru velkomnir á námskeiðið. Kennari: Ingrid Kuhlman, frkvstj. Þekkingarmiðlunar. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík. Tími: Alls 3 klst. Miðvikudagur 4. febrúar 2015, kl. 16:00-19:00. Verð: kr. 16.000,­ 25% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ. ________________________________________________ Lestur og greining ársreikninga –20. og 22. janúar 2015 Á námskeiðinu verður farið yfir uppbyggingu ársreikninga og grunnreglur bókhalds. Kynntar verða aðferðir og tekin raunhæf dæmi við greiningu ársreikninga, þ.m.t. kennitölugreiningu. Farið verður yfir vísbendingar um rekstrarstöðvun og gjaldþrot fyrirtækja og velt vöngum um hvenær beri að segja félag til gjaldþrotaskipta. Enn fremur verður farið yfir mikilvægi áritana stjórnenda og endurskoðenda og ábyrgð þeirra. Að lokum verður farið yfir einn ársreikning íslensks félags. Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að geta lagt mat á fjárhagsstöðu félags út frá reikningum og kennitölugreiningu auk þess að geta beitt öðrum aðferðum við mat á því. Þátttakendur námskeiðsins hafa möguleika á að koma óskum sínum um umfjöllunarefni til kennara í skráningarforminu. Kennarar: Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík. Tími: Alls 6 klst. Þriðjud. 20. janúar og fimmtud. 22. janúar 2015 kl. 16:00-19:00. Verð: kr. 27.000,- 25% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ. Skráning á heimasíðu LMFÍ Stórt verk lítið mál Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is prent.is Breyting á afsláttarkjörum Stjórn LMFÍ hefur nú ákveðið að veita félagsmönnum Lögmannafélags Íslands, sem ekki eru í félagsdeild, 10% afslátt af námskeiðum félagsdeildar og sömuleiðis félagsmönnum Lögfræðingafélags Íslands. Námskeið á Skype Nýverið hófust tilraunir með að bjóða lögmönnum landsbyggðar upp á að sækja námskeið í gegnum Skype. Nú þegar hefur lögmaður á Akureyri sótt eitt námskeið og var mjög ánægður með hvernig til tókst. Þeir lögmenn sem hafa áhuga á að sækja námskeið í gegnum Skype eru beðnir um að hafa samband við Eyrúnu á skrifstofu LMFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.