Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 23
UMFJÖLLUN Réttarfarssektir Að lokum fjallaði Jóhannes um réttarfarssektir en hann sagði beitingu þeirra alltaf hafa verið hófsama og úrræðið notað til þess að aga lögmenn en ekki refsa þeim. Al Thani ­ málið brýtur blað því þar var farið út í að beita lögmenn refsingu. Jóhannes er sammála því að dómarar verði að hafa einhver úrræði til þess að halda uppi aga en það verða að vera minniháttar viðurlög. Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur komið skýrt fram að ekki sé æskilegt að dómstólar geti lagt refsingar á lögmenn vegna framkomu þeirra í málflutningi, vegna þess að of víðtæk úrræði til refsingar dragi úr kappi lögmanna við varnir í málum. Mannréttindadómstóllinn hefur jafnframt sagt að of þungar réttarfarssektir hafi „kælingaráhrif“ á lögmenn og séu óheppilegar því lögmaður má aldrei vera í þeirri stöðu að velja á milli þess hvort hann fari í fangelsi eða skjólstæðingur hans. Hæstiréttur út af sporinu Fyrstur til að taka til máls að lokinni framsögu var Jón Egilsson hrl. sem tvívegis hefur fengið dæmda réttarfarssekt. Hann taldi sig ómaklega hafa hlotið sektirnar og sagði þýðingarlaust að áfrýja ákvörðun dómara um réttarfarssekt, því það virðist sem dómarar standi ómeðvitað hver með öðrum og að slík ákvörðun njóti í raun ekki endurskoðunar. Þá gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. réttarfarið í málum þar sem réttarfarssekt kemur við sögu og sagði Hæstarétt hafa farið út af sporinu. Gestur Jónsson hrl. ræddi um dóm Hæstaréttar í máli nr. 37/2014, þar sem honum og Ragnari H. Hall hrl. var gerð réttarfarssekt, og vildi árétta að hann hitti aldrei þá dómara sem ákváðu sektina í máli hans. Dómurinn hefði verið kveðinn upp af aðilum sem hvorki höfðu hlustað á sjónarmið Gests né séð hann koma fram í eigin persónu. Þá gagnrýndi Gestur röksemdir dómsins fyrir sakfellingu en það er að með háttsemi sinni hafi hann valdið umbjóðanda sínum tjóni. Hann sagði það ekki vera hlutverk dómstóla að endurmeta afstöðu umbjóðanda síns og með því væri dómurinn kominn út fyrir sitt verksvið. Síðastur á mælendaskrá var Ragnar H. Hall hrl. en hann ræddi um lagabreytingu á dönskum sakamálalögum þar sem ákvæði um réttarfarssektir var fellt á brott með þeim rökum að það samrýmdist ekki Mannréttindasáttamála Evrópu. Anna Lilja Hallgrímsdóttir Nafnspjöld Reikninga Veggspjöld Bréfsefni Einblöðunga Borðstanda Bæklinga Markpóst Ársskýrslur - o g p r e n t u n U M H V E R F I S V O T T A Ð F Y R I R T Æ K I En við gerum svo margt fleira Fyrirtækið Umslag er ISO 27001 öryggisvottað og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun. Með þessari öryggisvottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði. www.umslag.is Jóhannes Sigurðsson

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.