Són - 01.01.2015, Blaðsíða 57

Són - 01.01.2015, Blaðsíða 57
ljóðAHljóð 55 beitarhús í stórhríðum, standa yfir fé í brunarenningi, né heldur að liggja úti á harðfenni og kala. Þá mundi hafa lagt kalda af kvæðum hans, ef hann hefði sjálfur komist í þann krappa stað eða að verða sjálfur: »frosinn niður við mosa«. Vera má, að þá hefði einnig heyrst kveða við í hörpunni hans um rennidrif á fjöllum. Jónas Hallgrímsson var sólskinsskáld og sumardýrðar. »Dregur hver dám af sessunaut sínum«, segir máltækið. Það sann- aðist á honum, að sumu leyti. Sumarnáttúran okkar var honum hand- gengin og þess vegna varð sólskinsljómi yfir kvæðum hans og í þeim »ilmur úr grasi«. Þetta er fagnaðar efni; því að vér eigum nóg af »holtaþokuvæli« í hendingum. En ég hefði haft gaman af því, að Jónas Hallgrímsson hefði mátt rísa upp úr gröf sinni og lifa hérna norðanlands árin 1880–1890 og vera þá á tvítugsaldri – fara svangur í viðarmó á vordegi; heyskortur heima fyrir og hafþök fyrir landi. (Guðmundur Friðjónsson 1907:186) Þetta er gamalkunnugt stef í umræðu um listir og menningu. „Hann hefur aldrei migið í saltan sjó,“ er stundum sagt um þá sem komast hjá lífsbaráttunni, njóta skólagöngu og þroskast því á annan hátt en erfiðis- mennirnir sem eiga fárra kosta völ. Hér talar sem sé lítt (skóla)mennt- aður bóndi og erfiðismaður um lærdómsmanninn sem kynntist ekki lífsbaráttunni eins og hún var hörðust. Þessari lýsingu á ólíkum ævi- kjörum lýkur Guðmundur svo: „Ef Jónas Hallgrímsson hefði verið alinn upp við þann kost allan saman sem hér er nú drepið á – og ekki nema drepið á, mundi þá hafa orðið sá Hulduljóða-bragur á skáldskap hans, sem nú er, og varð í huga og höndum »listaskáldsins góða«? (1907:187). Umfjöllun fræðimanna Um gildi hljóða hefur lítt verið fjallað í ritum um skáldskap á Íslandi, fræðiritum, kennslubókum eða bókmenntasögu. Þar hefur raunar komið mest við sögu Helgi Hálfdanarson svo sem fram hefur komið og verður nánar fjallað um hugmyndir hans og túlkanir síðar í þessari grein. Óskar Halldórsson fjallar í riti sínu Bragur og ljóðstíll um hljómáhrif, en þá eingöngu í tengslum við rím, braggildi rímsins, sem vissulega tak- markar niðurstöðu hans eins og sést á umfjöllun hans um HVARF SÉRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.