Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 34

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 34
34 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 en það hefði gert alla vinnu við sjálfsmatið auðveldari og markvissari. Í viðræðum við hóp kennara um þekkingu og leikni við sjálfsmat sagði einn þeirra: Þetta hefur alltaf verið svona, það kemur hérna duglegt fólk í byrjun og það er kjarninn. Sá sem kemur hérna inn kemst ekki upp með neitt voða mikið múður. Við fórum t.d. í gegnum umræðu um námsmat ekki fyrir löngu, hvernig við vildum hafa það. Þar sáum við það að við vorum vön að hugsa með pínu sjálfsmatsaugum. Þekkingin á sjálfsmati og vinnulagi því tengdu er talsvert mismunandi milli þessara sex skóla. Í tveimur skólanna virðist þekking vera mjög lítil en talsvert meiri í hinum skólunum. Þar hafa flestir skólastjórnendur framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og talsvert margir kennarar eru með framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða. Þá er talsverður munur milli skólanna á því hvað hefur verið gert til að byggja upp þekkingu á sviði sjálfsmats. Þar sem sjálfsmatið virðist ganga hvað best er þekkingin talsverð bæði meðal stjórnenda og kennara. Viðhorf til sjálfsmats Talsverður munur kom fram milli skólanna í viðhorfum skólastjóra og kennara til sjálfsmats og gildis þess fyrir þróun og framfarir. Í Sjafnarskóla hefur ekki mikið verið gert á sviði sjálfsmats og telur skólastjórinn að það sé m.a. vegna þess að málið hafi ekki verið mikið rætt innan skólans. Telur hann að engir kennarar hafi sýnt málinu sérstakan áhuga og erfitt sé að finna einstaklinga til að leiða starfið. Að mati skólastjóra voru kennarar í upphafi hræddir við þetta ákvæði og höfðu ekki áhuga á að takast á við verkefnið. Aðstoðarskólastjórinn segir að innan skólans „vanti kraft til að koma þessu af stað“. Að hans mati er mikilvægt að kennarar sjái notagildi sjálfsmats til að áhugi þeirra vakni á því að nýta það: „Það þarf lagni við að koma þessu inn, menn bíða ekki spenntir.“ Í viðræðum við hóp kennara kom fram að þeir töldu kennara innan skólans ekki ýkja jákvæða gagnvart sjálfsmati og að þeir „setji frekar í bakkgírinn“ þegar það ber á góma. Þeir sögðu einnig að þótt „það væri enginn á móti þessu“ þá væri „bara svo mikið að gera í öðru – veturinn væri búinn áður en maður vissi af“. Þeir sögðu einnig: „Við vorum að tala um hvað það væri gaman að geta unnið meira svona en þetta er mikil vinna. Það er of stuttur vinnutími ætlaður í svona verkefni.“ Í Báruskóla sagði skólastjóri að misjafnt væri hvaða augum kennarar skólans litu sjálfsmatið: Fólk spyr svolítið um hvaða tilgangi þetta þjóni. Til hvers á þetta að leiða? Þegar við unnum þetta saman þá var mjög misjafnt hvað þeir tóku vel í þetta. Sumir voru hundfúlir yfir þessu. Fannst þetta algjör aukavinna. Svo voru aðrir sem tóku þessu ákaflega vel. Skólastjóri taldi einnig að sérstaða smærri skóla kæmi hér við sögu en „við erum fáliðuð og það vantar tíma, fólk er alltaf að fara þegar það er búið að kenna og erfitt að virkja það“. Skólastjórinn taldi að í litlu skólunum væri ekki „þetta ‘backup’ sem er til staðar í stærri skólunum. Við þurfum að kenna mikið hérna og upplifum okkur sem kennara.“ Að mati kennara er hvorki mikill áhugi innan skólans á sjálfsmati né stuðningur við það. Sumum kennurum finnst þeir ekki í stakk búnir til að takast á við verkefnið og svo er til það sjónarmið að þetta sé „faglegt rugl“. Einn sagði sem svo: „kennarar láta sig hafa þetta, þeir gera það sem ákveðið er“. Í kennarahópnum voru nokkrir sem virtust ekki þekkja mikið til hugtaka sem tengdust mati enda hafði lítil sem engin formleg fræðsla farið fram um efnið innan skólans. Í Hrannarskóla er skólastjóri áhugasamur um efnið og telur að ágætlega hafi tekist til með að koma sjálfsmati á. Hann segir að það þurfi eigi að síður að halda sér við efnið, það sé „heljarvinna að koma þessu frá sér, að koma þessu áfram“. Hann telur að það megi ekki íþyngja skólastarfi um of með sjálfsmati því þá tapist ávinningurinn af því. Telur hann nægilegt að matið eigi sér stað á nokkurra ára fresti. Jafnframt segir skólastjóri að vinna við sjálfsmatið hafi verið „meira virði heldur en það Sjálfsmat í grunnskólum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.