Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 36

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Side 36
36 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 ákváðum að taka okkur tíma í þetta mál. Það var ekki fyrr en það átti að fara að meta okkur af menntamálaráðuneytinu að við fórum að setja okkur í stellingar að formgera þetta fyrir lögin. Skólastjórinn telur það hafa skipt sköpum fyrir sjálfsmatið hve margir kennarar skólans voru með framhaldsmenntum sem hafi átt stóran þátt í að það tókst að skapa frjóan jarðveg fyrir matið án mikillar fyrirhafnar. Hann sagði einnig: Við skulum horfast í augu við það að við erum í samkeppni við aðra skóla. Okkur er heldur ekki sama um það hvernig gengur. Þetta er hluti af því að reyna að finna út hvernig gengur, hvað er hægt að gera betur. Hvað þurfum við að gera til að vera öflugur skóli? Kennarar segja að mat sé oft rætt innan skólans og kennarar virðast líta á það sem hluta af daglegum störfum. Kennararnir eru sammála um gagnsemi sjálfsmats í skólastarfi. Þeir telja að markmið með námi og kennslu og sjálfsmat séu nátengd. Þessir kennarar leggja bæði áherslu á að setja sér markmið og leggja mat á hvernig til tekst. Þeir vilja einnig hvetja nemendur til slíkra vinnubragða. „Þegar skólar líta á það sem sjálfsagðan hlut að meta sig og störf sín þá breytast viðhorfin“ sagði einn viðmælenda úr hópi kennara. Annar kennari sagði: „Þetta hefur áhrif á kennarana, þeir eiga auðveldara með að líta á sig sem hluta af heild.“ Einn kennari sagði að sér fyndist hugmyndin um sjálfsmat „göfug hugmynd“ sem eigi „að gera gott betra“. Aðspurður um hvers vegna jarðvegur fyrir sjálfsmat virðist frjór innan skólans segir einn kennari: „Það er umræðan, það hafa alltaf einhverjir verið í þessari stofnun sem hafa verið tilbúnir að fara í grunnumræður um málin ..., hún hefur alltaf verið virk hjá okkur.“ Annar segir: „Hér eru margir sem vilja gera góðan skóla betri og eru tilbúnir að framkvæma það.“ Af þessu má ráða að viðhorf kennara til sjálfsmats eru talsvert mismunandi milli skólanna. Í tveimur þeirra virðist ekki litið á sjálfsmat sem tæki til framfara heldur verkefni sem þurfi að vinna samkvæmt lögum. Í hinum skólunum eru viðhorfin jákvæðari og frekar litið á matið sem leið til breytinga og umbóta. Þar sem viðhorfin voru hvað jákvæðust sagðist skólastjórinn fella matið að hefðbundinni starfsemi skólans en þar voru kennarar einhuga um gildi þess til þróunar og framfara. Umræður Þekking á sjálfsmati og breytingastörfum Umbótastörf í skólum krefjast þess að starfs- menn leiti í tvo megin þekkingarbrunna. Annar þeirra er inntak sjálfsmatsins, það er hvað í því felst og hvernig megi framkvæma það, og hinn er þekking á því hvernig megi leiða breytinga- og þróunarstarf svo það skili árangri. Til að innleiða sjálfsmat þurfa stjórnendur og starfsmenn að kynna sér alla meginþætti sjálfsmatsins. Í þessu felst að velja og afmarka viðfangsefni til mats, ákveða skynsamlegar og hagkvæmar leiðir til að afla traustra gagna, vinna úr gögnum, draga ályktanir af niðurstöðum og móta umbótaáætlanir. Ætla má að vaxandi sókn kennara í framhaldsnám og þátttaka í margvíslegum þróunarverkefnum hafi eflt faglega hæfni þeirra til nýbreytni- og þróunarstarfa. Slík hæfni er frumskilyrði þess að skilja viðfangsefnið og geta tengt það við aðstæður á hverjum stað. Þar með skapast frjór jarðvegur til þess að veita forystu og leiða breytingar. Meginniðurstöður rannsóknar okkar stað- festa framangreindar áherslur. Þar sem tekist hefur að samþætta reglubundið sjálfsmat öllu skólastarfi er að finna víðtæka reynslu af margvíslegu þróunarstarfi. Í þeim skólum er fagleg forysta til staðar og viðfangsefnið er tekið sjálfstæðum tökum og fellt að almennri starfsemi skólans. Í þessum skólum er ríkjandi jákvætt viðhorf til breytinga og þróunar og ekki litið á lagaákvæðið um sjálfsmat sem ytri kröfu eða kvöð sem þurfi að uppfylla. Segja má að þessir skólar hafi skapað sér sóknarfæri á grundvelli þessa ákvæðis til stuðnings við alla umbótaviðleitni innan skólans. Í þeim skólum þar sem sjálfsmat er skemmst á veg komið er aftur á móti takmörkuð reynsla Sjálfsmat í grunnskólum

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.