Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 42

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Qupperneq 42
42 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 velja nemendur inn á fyrsta misseri bæði í læknisfræðiskor og sjúkraþjálfunarskor (sjá nánar hér á eftir). Kennaraháskólinn velur stúdenta inn á fyrsta misserið og byggir þar á matskerfi þar sem einkunnir á stúdentsprófi vega þungt, sömuleiðis önnur menntun, auk þess sem horft er til þátta á borð við starfsreynslu og búsetu erlendis. Listaháskóli Íslands notar inntökupróf í allar deildir, en umsókn og fylgigögn eru notuð til að velja þá úr sem eiga kost á að þreyta inntökuprófin, þótt ekki sé þar sérstaklega lagt upp úr stúdentsprófseinkunn. Í Háskólanum í Reykjavík og á Bifröst eru nemendur valdir inn á fyrsta misserið og er miðað við einkunnir á stúdentsprófi, markmið nemandans og fyrri reynslu, auk þess sem stundum er boðað til viðtals í skólanum. Sú nálgun að velja inn, áður en nám hefst, þá nemendur sem helst eru taldir líklegir til að ráða vel við námið hefur þann kost að unnt er að hefja starfið strax á fyrsta misseri í viðráðan- legri hópastærð og skapa með þeim hætti meiri nálægð milli nemenda og starfsmanna. Ef að- ferðin er auk þess áreiðanleg (e. reliable) og hefur forspárréttmæti (e. predictive validity) sparar hún einnig fjármuni, tíma og vonbrigði og getur verið verulega þjóðhagslega hag- kvæm, því færri munu byrja í námi sem þeir ráða ekki við og brottfall minnkar. Loks má nefna hagsmuni skólans, en góðir nemendur sem ná góðum árangri stuðla að meiri kröfum og meiri gæðum í skólastarfinu öllu. Þeir sem fengist hafa við inntöku nemenda í háskólanám vita að stúdentspróf eru afar mismunandi að innihaldi. Framhaldsskólar eru mismunandi og námsferlar að baki stúdentsprófi ólíkir, þannig að tiltekin meðaleinkunn á stúdentsprófi getur þýtt mjög ólíka kunnáttu og getu. Sumir stúdentar hafa ef til vill tekið hlutfallslega mörg inngangsnámskeið, þar sem lítið reynir á, en aðrir reynt sig við mörg þung námskeið. Þá kann að vera mismunandi milli skóla hvaða frammistaða liggur að baki gefinni einkunn. Erlendar rannsóknir benda til þess að ákveðin einkunnaverðbólga eigi sér stað á framhaldsskólastiginu, þ.e. að smám saman sé meðaleinkunn nemenda út úr því skólastigi að hækka (Woodruff og Ziomek, 2004). Þrátt fyrir þennan breytileika í stúdents- prófinu hafa fyrri rannsóknir hérlendis bent til þess að fylgni stúdentsprófseinkunnar við einkunnir í háskóla sé nokkuð há. Til dæmis má nefna rannsókn Guðmundar B. Arnkelssonar og Friðriks H. Jónssonar (1992) á forspárgildi stúdentsprófseinkunnar, framhaldsskóla og brautar í framhaldsskóla fyrir árangur við Háskóla Íslands. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að notkun þessara þriggja viðmiða myndi koma vel út í nokkrum deildum háskólans, þannig að tiltölulega fáum nemendum sem uppfyllt hefðu lágmarkskröfur deildarinnar yrði vísað frá, en í öðrum deildum yrði forspáin ekki nægilega nákvæm. Heildarfylgnin milli stúdentsprófseinkunnar og árangurs í háskóla mældist um 0,42 í þessari rannsókn (bls. 9). Þáttur sem takmarkar notagildi stúdents- prófsins er að flestir íslenskir háskólar hafa gert einhverjar undanþágur frá meginkröfunni um að nýnemar hafi lokið stúdentsprófi. Val á nemendum við þær aðstæður getur orðið handahófskennt þar sem verið er að bera þá saman á mjög mismunandi grunni. Skólarnir hafa gjarna miðað við ákveðinn aldur og sumir einnig reynt að meta hvort starfsreynsla og önnur menntun bendi til að nemandinn muni ráða við háskólanámið. Enn er óljóst hvaða forspárgildi þessi viðmið hafa fyrir árangur í náminu. Samræmd stúdentspróf hafa verið haldin í íslenskum framhaldsskólum frá árinu 2003. Þegar þetta er ritað (í desember 2005) eru mjög skiptar skoðanir um gildi þeirra og menntamálaráðherra hefur lýst því yfir á Alþingi (6. desember 2005) að framkvæmd þeirra þurfi að endurskoða. Háskólarnir hafa ekki stigið það skref að krefjast samræmdra stúdentsprófseinkunna, með þeirri afleiðingu að mjög fáir nýstúdentar hafa kosið að taka prófin. Ef til vill munu samræmd stúdentspróf með tíð og tíma festa sig í sessi, en eins og staðan er nú lítur ekki út fyrir að þau nýtist á næstunni sem tæki til að meta umsækjendur um nám í háskóla. Þá mun samræmt stúdentspróf Gildi stúdentsprófseinkunnar og hugrænnar getu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.