Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 69

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 69
67 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 háskólans og stefnumörkunar. Talið var að sú tilhneiging háskólans að ráða fræðilega sterka einstaklinga (með doktorsgráðu) til starfa við háskólann gæti komið í veg fyrir tengsl á milli háskólans og grunn- og framhaldsskóla. Þetta fólk gæti haft tilhneigingu til að leggja meiri áherslu á fræðilega þætti en minni á hagnýta þekkingu á skólastarfi. Bent var á að fólk sem hygðist sækja um nám við háskólann þyrfti að fá skýrari upplýsingar um stefnu skólans við inntöku nemenda og að bæta þyrfti upplýsingastreymi innan háskólans. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því hvernig stjórnvöld og kennaramenntunarstofnanir hafa tekið tillit til ábendinga menntamálaráðuneytisins og vísað verður til rannsókna á tilteknum sviðum er breytingarnar snerta. Matið á kennaramenntuninni í landinu hefur haft mikil áhrif og hafa stjórnvöld og háskólarnir tekið margar tillögur og ábendingar til greina. Gerð hefur verið ítarleg áætlun um þörf fyrir kennara í grunnskólum fram til ársins 2010 (Menntamálaráðuneytið, 1999). Könnuð var raunveruleg þörf fyrir nýliðun í kennarastéttinni, árleg þörf á endurnýjun, hve stórt hlutfall kennara með full réttindi væri við kennslu og hve stór hluti nýútskrifaðra kennara færi í kennslu á ári hverju. Þá var könnuð þróun nemendafjölda og aldursdreifing og áhrif aldursdreifingar í kennarastétt og þau áhrif sem hár meðalaldur kennara hefur á fjölda stöðugilda. Í spánni kom fram að nemendum í grunnskólum myndi fjölga á næstu 4–5 árum, sem reyndist rétt. Skólaárið 2005–2006 voru svo 173 grunnskólar starfandi á landinu með alls 43.875 nemendur (Hagstofa Íslands, 2007). Á fimm ára tímabili hafði nemendum fjölgað um 1% en fram til ársins 2010 er áætlað að nemendum muni aftur fækka (1,05%). Þörf fyrir kennara verður eðlilega í samræmi við þessa hreyfingu. Í grunnskólum voru árið 2006 4.469 stöðugildi kennara (Hagstofa Íslands, 2007), sem er í samræmi við spár þar um (Menntamálaráðuneytið, 1999) og fjöldi nemenda á kennara árið 2006 var 9,5 nemendur (Hagstofa Íslands, 2007). Talið er að um 70% nýútskrifaðra kennara skili sér til kennslustarfa (Menntamálaráðuneytið, 1999). Áætlað er að þeim merka áfanga verði náð að skortur á kennurum með lögboðin réttindi til kennslu verði óverulegur eða úr sögunni á næstu fimm árum, frá árinu 2003 (Ríkisendurskoðun, 2003), en haustið 2006 var réttindalaust fólk við kennslu 16% af öllum kennurum í skólum landsins. Allyson Macdonald, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, sat í umsjónarhópi heildarmatsins á kennaramenntuninni. Hún segir að unnið hafi verið markvisst að samhæfingu laga á milli háskólanna í landinu, þótt menntunin hafi ekki verið samræmd milli stofnananna. Gerðir hafa verið samstarfssamningar á milli háskólanna um nemenda- og kennaraskipti og um störf kennara, sem fela m.a. í sér að kennarar geta, innan ákveðins ramma, kennt við aðra háskóla sem eru aðilar að samstarfssamningnum (Allyson Macdonald, 2005). Guðmundur Heiðar Frímannsson (2005), deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri, segir minna hafa orðið úr samstarfi en ætlunin var, þrátt fyrir lög (nr.136/1997) þar um en nokkuð sé um heimsóknir, skipst sé á upplýsingum á milli allra háskólanna og kennaranemar frá Háskólanum á Akureyri hafi sótt einstök námskeið við Kennaraháskólann. Nemendaskiptin virðast að einhverju leyti stranda á ólíkri hugmyndafræði háskólanna (Allyson Macdonald, 2005). Við Kennaraháskóla Íslands er unnið eftir stefnu um starf háskólans árin 2005–2010 sem samþykkt var af háskólaráði 21. desember 2004. Stefnan var sett fram á grundvelli samnings sem gerður var í mars 2004 á milli Kennaraháskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins um kennslu og rannsóknir til næstu fimm ára. Þar er gert ráð fyrir endurskipulagningu allra námsbrauta, bæði í grunn- og framhaldsnámi, með það í huga að bæta námið. Meginmarkmið breytinganna er að efla starfsmenntunina sem háskólinn veitir, en jafnframt að bæta aðgang ungs fólks að framhaldsnámi. Þessi markmið falla að Bologna-samþykktinni, sem miðar að því að prófgráður við háskóla í Evrópu verði Að styrkja haldreipi skólastarfsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.