Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 94

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 94
92 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 séu að þessu meira til „að læra að læra“, ekki beinlínis til að leggja allt efnið á minnið. Jakob er einfari í þeim skilningi að hann skipuleggur allt nám nemenda sinna og kennslu sína út frá eigin viðmiðum og á lítið samstarf við aðra kennara, segist t.d. fá aðstöðu í smíðastofu vegna verklegs náms, en skipuleggi námið samt ekki í samvinnu við kennara á því sviði. Aðspurður hvernig skólanámskráin sé unnin segir hann: „Ég veit ekki hvernig hinir gera það en ég geri það mikið upp úr aðalnámskrá.“ Hann stendur líkt og Ólína einhvers staðar á milli hinnar „sjálfstæðu fagmennsku“ og „ósjálfstæðu fagmennsku“. Samábyrgð og skyldur gagnvart nemendum einkenna fagvitund Símonar. Hann er meðvitaður um starfskenningar sem skóli hans styðst við, til dæmis fjölgreindakenningu, og starfar samkvæmt þeim, hefur reyndar átt stóran þátt í þróun og skipulagi stórs námsverkefnis sem allir nemendur og starfsmenn skólans taka þátt í ár hvert. Hann segist nýta sér tækifæri til að samþætta námsgreinar þegar þau gefast. Í viðtalinu kom fram að hann tæki þátt í að samþætta náttúruvísindi, stærðfræði, heimilisfræði, myndmennt, smíðar og samfélagsgreinar. Leit Símonar að árangursríku skipulagi náms og kennslu í náttúruvísindum og stærðfræði stýrist af tilraunum hans til að viðhalda áhuga nemenda á víðtæku og erfiðu námssviði sem er þekkt fyrir að vera fremur óaðlaðandi og lítt áhugavert og hefur þar að auki margvíslega sérstöðu miðað við aðrar námsgreinar eða þætti náms. Aðgerðir hans og viðbrögð birtast í nýstárlegum og djörfum hugmyndum um framsetningu viðfangsefna, námsaðstæður og kennsluhætti. Afleiðingarnar sem hann væntir eru aukinn áhugi og jákvæðara viðhorf nemenda til náms í „raunvísindum“ eins og Símon nefnir fagsvið sitt, þ.e. eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og tækni. Aðspurður hvernig hann bregðist við þegar hann fái erfiðar spurningar frá nemendum sínum, sem hann hafi ekki svör við, segir hann: „Þá náttúrlega viðurkenni ég að ég hef ekki hugmynd um það (hlær) og ég viðurkenni það oft að ég veit ekki.“ Sú staða kom m.a. upp í kennslustund í efnafræði sem rannsakendur fylgdust með. Símon tekur mið af hugmyndum og áhuga nemenda sinna við skipulag námsins og trúir að námsferlið sé háð innri áhugahvöt fremur en ytri: Sko, kennari kennir ekkert nema nemandinn sé tilbúinn að nema og við getum ekki þvingað fram nám. Það er alltaf þessi eilífa barátta hjá okkur að finna einhverja kveikju sem að kemur ferlinu í gang og nemandinn finnur hjá sér þörf til að læra. Og því fyrr sem að nemandinn fer að bera ábyrgð á sínu námi því betra. Þá loksins byrjar þroskinn að æða áfram. En meðan nemandinn er sem sagt að afplána einhver verkefni sem við ætlumst til af honum, þá er hann að læra fyrir okkur eða mömmu og pabba til að forðast einhvern refsivönd. Og mér finnst það ekki hollt að þetta sé spurning um að losna við refsingu. (Úr viðtali 21. október 2005) Væntingar til fagmanneskju eru margvíslegar. Fagmanneskjan kennari í náttúruvísindum þarf að hafa þekkingu á inntaki fagsins, séreinkennum þess og rökum, einnig á aðferðum og leiðum við skipulag náms og kennslu og auk þess þekkingu á námskrám, námsefni og gögnum. Loks verður fagkenn- arinn að hafa hugmyndir um heildarsamhengi og skipulag skólastarfsins og gera sér grein fyrir samábyrgð í þeim efnum (sbr. Shulman, 1986; Trausta Þorsteinsson, 2003). Meðal þess sem Furlong o.fl. (2000) nefna er sérþekking á þeim þáttum sem einkenna starfið, svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir tengdar faginu eða starfinu og lausn ýmissa ófyrirséðra vandamála og loks ábyrgð og skyldur gagnvart skjólstæðingum og starfsumhverfi. Líklega er enginn viðmælenda okkar vel settur á öllum sviðum, heldur misvel á hverju fyrir sig. Þau hafa t.a.m. öll sæmilega innsýn í hefðbundið inntak náttúruvísinda, samanber inntaksmarkmið eðlisvísinda, lífvísinda og jarðvísinda (Aðalnámskrá grunnskóla. Náttúrufræði, 1999) og geta því fallið vel að skilgreiningu Trausta á hinni „ósjálfstæðu fagmennsku“ sem felst í að uppfylla þá ábyrgð sem stjórnvöld skilgreina og „reiða fram námsefni og fræðslu í samræmi við Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.