Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 116

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 116
114 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 er óraunhæft að gera ráð fyrir engri fylgni á milli þeirra. Aftur á móti er fylgnin í flestum tilvikum fremur lítil (um 0,30). Fylgni milli raunvísra kvarða listans ætti því ekki að draga úr notagildi hans í greiningu og skimun vandkvæða hjá börnum. Sex af sjö klínískum kvörðum í langri útgáfu kennaralistans í Bandaríkjunum koma skýrt fram í íslenskri þýðingu listans. Þetta á við um Heildartölu Conners og tvo undirkvarða sem tilheyra henni (Tilfinningalegur óstöðugleiki, Eirðarleysi-hvatvísi) og DSM-IV kvarðann (DSM-IV: Samantekt) og tvo DSM-IV undirkvarða (DSM-IV: Athyglisbrestur, DSM- IV: Ofvirkni-hvatvísi). Klíníski kvarðinn Heildartala AMO samanstendur af tveimur þáttum í íslenska úrtakinu. Í þessum kvarða eru 12 atriði sem greina best milli ofvirkra barna með athyglisbrest í Bandaríkjunum og venjulegra barna (Conners, 1997). Aðgreiningarhæfni þessa kvarða er því mikilvægari en þáttabygging þegar notagildi kvarðans er metið. Í ljósi þáttabyggingar kvarðans hérlendis er þó eðlilegt að skoða aðgreiningarhæfni beggja þátta hérlendis ásamt Heildartölu AMO. Með þremur undantekningum er áreiðanleiki allra kvarða fyrir drengi og stúlkur í langri og stuttri útgáfu kennaralista Conners í íslensku úrtaki viðunandi, eða 0,80 og hærra. Undantekningar frá þessari meginreglu fyrir stúlkur eru Fullkomnunarárátta og undirkvarðar Heildartölu Conners (Tilfinningalegur óstöðugleiki, Eirðarleysi-hvatvísi) og Full- komnunarárátta fyrir drengi í lengri útgáfu listans. Almennt er áreiðanleiki kvarða í íslensku úrtaki, bæði fyrir drengi og stúlkur, svipaður og í Bandaríkjunum (Conners, 1997). Þáttabygging og áreiðanleiki kennaralista Conners á Íslandi í úrtaki sex til níu ára barna er almennt viðunandi og sambærilegt við hliðstæða eiginleika í Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar benda því til þess að notagildi kennaralistans geti verið svipað á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þó er vert að draga fram nokkur sérkenni íslenska úrtaksins og það sem hugsanlega gæti skekkt niðurstöðurnar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að íhuga hvaða áhrif úrtaksstærð í þessari rannsókn gæti haft á stöðugleika þáttabyggingar kennaralistans. Með öðrum orðum, hvort líklegt sé að sama þáttabygging kæmi fram í óháðu og stærra úrtaki kennara. Til að draga úr áhrifum tilviljunar á ályktanir út frá niðurstöðunum var hátt viðmið sett við túlkun á hleðslum atriða á þætti (tvöföldun á fylgnistuðli sem nær marktekt við 0,01 mörkin). Það ætti að auka líkur á því að þeir þættir sem eru túlkaðir í þessari rannsókn séu raunverulegir en ekki afurð tilviljanabundinna þátta. Hlutfall breyta og þátttakenda er annað viðmið sem lengi hefur verið notað til að ákvarða úrtaksstærð í þáttagreiningu. Gorsuch (1983) lagði til að fimm þátttakendur væru notaðir á móti hverri breytu í þáttagreiningu og úrtakið væri aldrei minna en 100. Nunnally (1978) og Everitt (1975) bættu um betur og lögðu til að þetta hlutfall væri tíu þátttakendur á móti einni breytu. Í þessari rannsókn er viðmið Gorsuch (1983) uppfyllt. Bent hefur verið á að framangreind viðmið séu ekki fullnægjandi til að tryggja öruggt mat á stuðlum í þáttagreiningu. Mikilvægara sé að líta til þess hvað þættir eru skilgreindir af mörgum breytum og hver þáttaskýring atriða sé. MacCallum, Widaman, Zhang og Hong (1999) hafa til dæmis bent á að þegar hver þáttur er skilgreindur af þremur til fjórum breytum að lágmarki og meðaltal þáttaskýringar atriða sé 0,70 og hærra sé hægt að áætla stuðla í þýði út frá 100 þátttakenda úrtaki. Því meiri sem frávik eru frá þessum viðmiðum þeim mun meiri þörf er á stærra úrtaki til að áætla stuðla í þýði með nákvæmum hætti. Þættir sem komu fram í þessari rannsókn eru allir skilgreindir af þremur eða fleiri breytum. Meðaltal þáttaskýringar atriða er almennt í kringum 0,60. Þar vantar því nokkuð upp á að þetta viðmið sé uppfyllt. Á móti kemur að íslenska úrtakið er fjölmennara en lágmarksfjöldi viðmiðsins gerir ráð fyrir. Í öðru lagi er mikilvægt að meta réttmæti aðferðar við þáttagreiningu gagnanna. Í rannsókninni var meginásaþáttagreining notuð með promax-snúningi þátta. Rökin fyrir Kennaralisti Conners
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.