Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Síða 9
DV Umræöa MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 9 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Umræðan um væntanlegan ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar held- ur áfram. Nú heyrist því fleygt að Björgólf- ur Guð- mundsson, aðaleigandi Árvakurs, muni láta aðstoðarrit- stjórann Björn Vigni Sigur- pálsson verða ritstjóra fyrsta kastið. Undir hann verði settir aðrir ritstjórar, hver yfir sínu sviði. Þar eru nefndir til sög- unnar Karl Blöndal, núver- andi aðstoðarritstjóri, Friða Björk Ingvarsdóttir, blaða- maður og leiðarahöfundur, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda. Þessir þrír fái tækifæri til að sanna sig en einn þeirra taki síðan við keflinu af Birni Vigni. Þetta yrði þá eins konar Idol-keppni Moggans þar sem sá besti stæði eftir. ■" Innan Sjálfstæðisflokksins er stöðugt vaxandi þungi í þá veru að fá utanaðkomandi leiðtoga til að verða borgarstjóri það ár sem flokkurinn heldur embættinu. Hinn harði kjarni flokksins vill ekki Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur eða aðra úr hópi sexmenninganna þar sem þeir beri allir ábyrgð á klúðri flokksins. Efst á vinsælda- lista hinna utanaðkomandi þessa dagana er Guðfinna Bjarnadóttir alþingismað- ur sem þykir líkleg til að draga að fylgi. Ekki er ólíklegt að hún muni samþykkja að taka slag- inn þar sem hún hefur ekki náð áttum í þinginu og virðist ráðvillt og án tengsla við aðra þingmenn. ■ Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fór á kostum í sunnudagsþætti Valdísar Gunnarsdóttur þar sem hann ræddi um bernsku sína og nútíð. Hann upplýsti meðal annars að í núverandi ríkisstjórn ríkti léttleikinn einn sem væri allt annað en sú formfesta sem ríkti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þar sem Össur hóf sinn ráðherradóm sem umhverfisráðherra. Össur sagði frá vináttu þeirra Davíðs sem bar ekki skugga á fyrr en í fjölmiðlamálinu þar sem þeir deildu af ofsa. Seinna náðu þeir sáttum ogeru ídag ágæt- is fé- lagar. Siðrof í Ráðhúsinu LEIÐARI JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. Það er þekkt í félagsfræðinni að sið- rof getur myndast í samfélögum. Einkenni þessa ástands er að hóp- ur fólks hættir að fylgja þeim gild- um og siðferðislegu reglum sem áður ríktu. Valdhafarnir eru enn til staðar, en óljóst er hvaða lögmálum þeir eigi að fylgja. Þetta er óhugnanlega líkt ástandinu sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon hafa skapað í Reykjavík. Þrátt fýrir að í borginni sé lýðræði láta nýju valdhafarnir sig það ekki lengur varða. Við yfirgnæfandi andstöðu kjósenda í borginni taka þeir völdin, án nokkurs augljóss tilefnis. Leiðtogi smáflokks, sem hefur snúið við honum baki, gerir sig að borgarstjóra. Traust almennings á yfirvaldinu hrynur. Hundruð milljónum króna af skattfé er sóað til að koma því til leiðar sem réttlætti valdatökuna, að halda Laugavegi 4-6 eins og hann er. Og það gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók völdin í borginni að tilefii- islausu, þó svo að hann hafi hrökklast frá völdum 100 dögum áður eftir að hafa orðið uppvís að ólýðræðislegum vinnubrögð- Sidrof verdur til l>eg(irjíliti;slegt taumliald IwerJ'ur. um. Engar kosningar hafa verið haldnar síð- an, en það er fullkomlega Ijóst að hann hafði misst traust almennings. Nú þegar hann hef- ur hrifsað til sín völdin aftur reynir hann að blekkja almenning. Þrátt fýrir að hafa orð- ið uppvís að blekkingum og tilraunum til að þagga þær niður vill hann ekki sleppa valdataumunum. Ilonum er sama hvað fólki finnst. Enda getur fólk ekkert gert næstu þrjú árin. Siðrof verður til þegar félagslegt taumhald hverfur. Þá hættir fólk að fylgja reglunum því reglubrot hafa engar afleiðingar. Siðrofið í Ráðhúsinu hefði ekki komið til ef almenn- ingi hefði gefist kostur á að kjósa valdhafa í borginni upp á nýtt þegar fýrsti meirihlut- inn féll. Vilhjálmur og hans hirð hefðu aldrei komist í þá stöðu sem þau eru í núna. Nú er hins vegar ekkert vald til að hafa taumhald á þeim. Vilhjálmur er búinn að kosta of miklu til að endurheimta völdin og halda þeim. Hann fórnaði orðspori sínu gagnvart kjósendum og veit að hann kemst ekki aftur til valda með lýðræðislegum hætti. Nú er þetta ekki spurn- ing um annað en sjálfsbjargarviðleitni. ÉGSKAL ÁBYRGÐ Svarthöfði hefur ákveðið að axla ábyrgð á mistökum sínum. Svarthöfði gerir sér grein fýrir að hann hefur hugsan- lega og ef til vill brotið af sér. Og þó Svarthöfði taki ekki undir þær raddir sem segja að brotið sé mikið og kannist að sjálfsögðu ekki við að hafa gert þetta vísvitandi ætlar Svarthöfði að axla ábyrgð. Enda vill svo til að Svarthöfði er ábyrg- ur maður sem skorast ekki undan ábyrgðinni. Svarthöfði telur að hann axli ábyrgð best með þeim hætti að halda áffam störfum sínum eins og ekkert hafl í skorist. Enda: hver er betur til þess fallinn að sjá til þess að þessi mistök verði ekki endurtekin en maðurinn sjálfur sem gerði þessi mistök? Ekki ætlum við að láta fólk læra af dýrkeyptum mistökum og henda því svo fyrir borð án þess að lærdómurinn leiði til neins góðs. Slíkt væri auðvitað fásinna. Nú veit Svarthöfði að skoð- anir fólks eru skiptar á því hvort hann eigi að axla ábyrgð með því að segja af sér. Þetta er skiljanlegt enda ekki hægt að ætlast til þess að fólk skilji alltaf til fulls það sem er að gerast, enda er fólk ekki beinn þátttakandi að því öllu saman. Samt verður að segjast eins og er að einn helsti kostur- inn við íslenskt samfélag er að við erum ekki of dómhörð. Við látum fólk ekki gjalda fyrir smávægileg mistök eða litlar yflrsjónir. Við vilj- um frekar að fólk læri af mistökum sínum og nýti sér reynsluna þeg- ar kemur að öðrum ákvörðunum seinna meir. Þannig verða stjórn- málamenn okkar, viðskiptamenn og annað gott fólk að enn betri starfskröftum og fulltrúum íslensku þjóðarinnar. Þannig byggjum við upp gott og réttlátt þjóðfélag. Ekki viljum við að þetta verði eins og í útlöndum þar sem fólk er látið taka pokann sinn við minnsta tilefni. Hjá sumum þjóðum virðist það meira að segja vera orðið sport að sparka mönnum. Sparka mönnum úr ráðherrastóíum, sparka mönnum úr stjórn fyrirtækja og gott ef ekki rótarýklúbbum. Ja hérna. SVARTHÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTUjVNAR IIVAI) Á VILHJÁLMUH 1». VILHJÁLMSSON AJ) GERA? „Hann á að segja af sér. Hann er búinn að klúðra þessu gjörsamlega og ætti frekar að koma seinna aftur inn í pólitíkina, beinn í baki.“ Valur Ásmundsson, 75 ára eldri borgari „Mér finnst að hann eigi að segja af sér. Að mínu mati hefði hann aldrei átt að fá þennan möguleika á að verða borgarstjóri aftur." Örn Ólafsson, 19 ára nemi „Mérfinnst að hann eigi að segja af sér. Reyndar leist mér aldrei á hann en finnst staða hans hafa versnað til muna að undanförnu." Þórdís Sesselja Ólafsdóttir, 15 ára nemi „Hann á að segja af sér. Hann er orðinn svo margsaga og ég held að þetta hljóti að enda með afsögn." Indiana Guðjónsdóttir, 57 ára stuðningsfulltrúi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.