Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Síða 32
Litlar sumlokur 399 kr. + lítii) gosglas 100 kr. = 499 kr. FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Allseru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Ólafursýnir húsið sitt „Ég er ekki í borgarstjórafötunum núna," sagði Ólafur F. Magnússon borgarstjóri þegar blaðamaður DV bankaði upp á hjá honum í gærdag. Ólafúr vildi ekki gefa álit sitt á því hvort staða Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, hefði veikst síðustu daga. Ólafur bætti því síðan við að hann ætti óhægt um vik með að spjalla við blaðamann því hann væri að sýna húsið sitt. Hafnað af eigin nefnd Formaður skipulags- og bygg- ingarnefndaríVogum, Gunnar Júlíus Helgason, var hafnað af eigin nefnd um stöðuleyfl kofa sem hann hefur reist í Breiða- gerði 3 á Vatnsleysuströnd við Voga. Þar hefur hann steypt plan og á að auki geit auk fiðurfjár. Sjálfur er Gunnar með lögheim- ili hjá foreldrum sínum en hann er á fertugsaldri. I niðurstöðu nefndarinnar segir að enginn eigi Breiðagerði en þó er einn maður sem gerir tilkall til landsins en eignarréttur hans hefur ekki verið sannaður. Umferðartafir á Hellisheiði Olíubíll rann í hálku á Hellisheiðinni um kaffileytið í gær með þeim afleiðingum að eftirvagn bílsins fór út af. Olíubfllinn rann þvert yfir veginn og urðu þar af leiðandi tafir á umferð í rúma klukkustund. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi urðu engin slys á fólki við þetta leiðindaóhapp. Flytur hann á Laugaveg 4-6? Meint barnsmóðir Bobbys Fischer hefur reynt að ná í meinta ekkju skákmeistarans: VILLSEMJA VIÐ MIY0K0 VALUR GRETTISSON blaðamaöur skrifar: Meint barnsmóðir Bobbys Fischer, Marilyn Young, hefur reynt að ná tali af Miyoko Watai, meintri ekkju Bobbys, vegna arfs sem skáksnill- ingurinn skildi eftir sig samkvæmt filippseyska fréttavefnum Daily Inquirer. Þetta kemur fram í viðtali við lögfræðing mæðgnanna, Marilyn og dóttur hennar Jinky Young. „Marilyn er hjartagóð kona og þegar hún komst að því að Miyoko dveldi á íslandi hjá sameiginlegum vini ákvað hún að reyna ná sambandi við hana til þess að komast að ein- hverju samkomulagi um arf Bobbys. Það er það sem hann hefði viljað," segir Sammy Estimo, lögfræðingur mæðgnanna í viðtali við Inquirer. „Áður en Bobby dó, hringdi hann í Marilyn og sagði henni að efeitthvað kæmi fyrir hann ætti hún að hringja í þessa manneskju." Evrópskur meistari í lykilhlutverki Eitthvað virðist vera að þok- ast í málinu en Estimo segir evr- ópskan stórmeistara vera lykilinn Bobby Fischer Meint barnsmóðir Fischers reyndi að ná tali af meintri ekkju meistarans. Lögfræðingur mæðgnanna segir dularfullan evrópskan stórmeistara spila lykilhlut- verk í deilunni. þessi meistari mikilvægt skjal undir höndum sem gæti leyst erfingjadeil- urnar í kringum Bobby. Ekki er ljóst hvort um sé að ræða erfðaskrá. „Áður en Bobby dó, hringdi hann í Marilyn og sagði henni að ef eitthvað kæmi fyrir hann ætti hún að hringja í þessa manneskju," segir Estimo og á þá við hinn dularfulla skákmeistara. Sjálfur telur Estimo að meistarinn sé lykillinn að eignum Bobbys. Hann mun vera kunningi filippseyska skákmeistarans Eugenes Torre sem er að reyna að aðstoða mæðgurnar í málinu. að skiptingu eigna Bobbys en hann vill ekki gefa upp nafn hans í viðtali við Inquirer. Að söng Esttmos hefur Miyoko ekkja? Estimo dregur brúðkaup Fis- chers og Miyoko Watai í efa. Hann telur að Young-mæðgurnar hafi mun sterkari rök fyrir því að fá að- gang að peningum hins látna skák- meistara, því Watai hafi aðeins Alls óhræddur við veðrið Verkamenn létu ekki veðraham undanfarinna daga á sig fá en þarna er verkamaður umvafinn krönum að lýsa upp skammdegið. Svo virðist sem lofthræðsla hafi ekki hrjáð hann né ótti við að verða feykt í burtu enda stund á milli stríða þegar peran var skrúfuð í. Bæjarfélagiö Vogar vill ekki samþykkja stuöningsyfirlýsingu: Vogar styðja ekki fórnarlömb „Okkur hefði þótt ákaflega eðlilegt að fá stuðning frá sveitarfélaginu," segir Inga Sigrún Atladóttir. Inga Sigrún situr í bæjarstórn Voga og var ein þeirra sem óskuðu eftir stuðningi við hjónin Ragnar Óskarsson og Björgu Ólöfu Bjarnardóttur. Hjónin lentu í ofsóknum handrukkara sem gerð voru skil í sjónvarpsþættinum Kompási í janúarmánuði. Ragnar neitaði að láta undan og borga peninga sem sonur þeirra átti að hafa skuldað. í fundargerð bæjarráðs 7. febrú- ar var lagt til að bæjarstjórn lýsti yfir stuðningi sínum við þau hjónin Ragn- ar og Björgu fyrir framgöngu þeirra og viðbrögð við erfiðar aðstæður og er þá vitnað í árás sem þau hjónin urðu fyr- ir af meintum handrukkara. „Þetta Vogar á Vatnsleysuströnd Styðja ekki fórnarlömb handrukkara. hefði ekki kostað sveitarfélagið neitt, það hefði eingöngu verið um mór- alskan stuðning að ræða," segir Inga Sigrún. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur, engin rök voru gefin fyrir stuðningsleysinu. Annie Helena Bjarnadóttir, vara- forseti bæjarstjórnar, sagði hins vegar að mesta og besta viðurkenningin sem þeim hjónum Ragnari og Björgu getur hlotnast hljóti að vera sú aukna áhersla sem meirihluti bæjarsq'ómar leggur á forvamir í sveitarfélaginu í kjölfar erfiðrar lífsreynslu þeirra. Inga Sigrún, segir forvamir vissulega af hinu góða en í raun ekki koma þessu tiltekna máli við. „Við vorum vongóð, sérstaklega þar sem Reykjanesbær sýndi gott fordæmi í svipuðu máli ekld alls fyrir löngu. Fólk er vissulega hrætt við þessa hluti, kannski er sveitarfélagið það lflca," segir Inga Sigrún. Ekld náðist í Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra Voga, vegna málsins. kolbmn@dv.is Fjórum bjargað af Esjunni Fjómm mönnum á tvítugsaldri var bjargað af björgunarsveit eftír að hafa misst kennileiti sín í fjallgöngu á Esjunni. Lögreglunni í Reykjavík barst tílkynning klukkan hálf sjö á laugardagskvöldið um að menn- irnir væm í vanda. Björgunarsveit- armenn fundu mennina fljótlega í Gljúfurdal og komu þeim öllum heiíu og höldnu niður af fjallinu en að sögn lögreglu vom þeir orðn- ir mjög kaldir. Alls tóku yfir þrjátíu manns þátt í aðgerðinni. KJLKLIIMGLR Grensásvegi 5 i Reyl i 588 8585 Opið alla daga 11:00 - 22:00 4 4 getað sýnt ljósritað hjúskaparvott- orð. „Ég veit fyrir víst að Bobby var ekki líklegur til þess að kvænast. Ég hitti Miyoko á ólympíumótinu í skák í Tórínó árði 2006 og hún minntist aldrei einu orði á brúðkaup við mig," er haft eftir Estimo í Daily Inquirer á Filippseyjum. Estimo hefur undir höndum ljósmyndir af feðginunum Bobby og Jinky og verða þær hluti af þeim gögnum sem hann mun styðja mál- flutninginn með. Hann mun einn- ig leggja fram fæðingar- og skírnar- vottorð Jinky, ásamt staðfestingu um að Fischer hafi lagt 1.500 evrur inn á bankareikning mæðgnanna í Dav- ao á Filippseyjum. Peningarnir voru millifærðir 7. desember síðastlið- inn, aðeins ríflega mánuði áður en Fischer lést. Marilyn og Jinky komu hingað til lands síðla árs 2005 og dvöldu hjá Fischer. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.