Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Qupperneq 23
DV Sport MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 23 GOG vann glæsilegan sigur á Barcelona i meist- aradeildinni í handbolta í gær. Snorri Steinn Guð jónsson og Ásgeir Örn Hallgrimsson áttu báðir góðan leik fyrir GOG. Ólafur Stefánsson og félag- ar í Ciudad Real unnu auðveldan sigur á slóv- ensku liði en Flensburg þurfti að sætta sig við jafntefli. Guðjón Valur skoraði tíu mörk í tapleik Gummersbach i Frakklandi. „Ekki orðinn heims- meistari,“ segir Snorri Steinn. FER EKKI FRAM ÚR SJÁLFUM SÉR Snorri Steinn tekur einn leik fyrir í einu. Fyrsta umferðin í milliriðlum meist- aradeildar Evrópu í handbolta fór ffam um helgina. Þetta er nýtt keppn- isfyrirkomulag því hingað til hefur að lokinn riðlakeppni tekið við útsláttar- keppni. Nú eru hinsvegar fjórir riðl- ar með fjórum liðum þar sem aðeins allra bestu liðin keppa. fslendingalið- in sem eftir eru í keppninni unnu tvo og töpuðu einumgo gerðu eitt jafrt- tefli. íslendingarnir fyrirferðarmiklir Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, átti ekki í miklum vandræðum með slóvenska liðið Gorenje Velenje. Spánarmeistararnir unnu með níu mörkum, 31-22, og skoraði Ólafur sjö mörk. Alexander Petterson, Einar Hólmgeirsson og félagar í Flensburg fóru illa að ráði sínu þegar liðið missti niður fimm marka forystu gegn Hamburgálokasprettinum. Flensburg þurfd að sætta sig við jafntefli og aðeins eitt stig. Alexander skoraði fjögur mörk en Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað. Gummersbach sem er með Ciudad Real í riðli tapaði í Frakklandi fyrir Montpellier í miklum markaleik, 41-37. Guðjón Valur Sigurðsson var í fínu formi að vanda og skoraði tíu mörk en Róbert Gunnarsson skoraði fjögur. Óvæntustu tíðindin bárust svo ffá Danmörku þar sem GOG sem Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Öm Hallgrímsson leika með gerðu sér lítið fýrir og lögðu stórlið Barcelona, 35-33. Snorri Steinn skoraði sjö mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson fjögur fýrir Danina sem vom undir í hálfleik með fimm mörkum, 19-14. í liði Barcelona em mörg af stærstu nöfnum Evrópuboltans eins og ffanska skyttan Jerome Fernandez, ungverska undrið, Lazlo Nagy og markvörður Evrópumeistara Dana, Kasper Hvidt. Þessi sigur gefur ekkert meira en tvö sig Snorri Steinn Guðjónsson var í rólegheitum heima hjá sér þegar DV hafði samband við hann eftir leik. „Það er alltaf gaman að vinna lið eins og Barcelona en ég er nú ekki orðinn einhver heimsmeistari. Þetta var bara einn leikur af mörgum," sagði Snorri einstaklegahógværþegarDVspjallaði við hann eftir leik. „Við höfum ekki verið að spila vel síðan við byrjuðum aftur eftir EM. Við töpuðum strax tveimur leikjum í deildinni þannig það er gott að komast aftur á beinu brautina. Þótt við værum þessum fimm mörkum undir í leiknum og jafítvel meira var það ekkert endilega vegna þess að við spiluðum eitthvað illa. Kasper Hvidt varði vel hjá Barcelona og við fórum illa með nokkur færi. Undir lokin snýst þetta svo við þegar markvörðurinn okkar lokar markinu. Þá förum við að fá mörk úr hraðaupphlaupum og göngum á lagið og klárum leikinn." Snorri sagði markmiðin einföld fyrir meistaradeildina en að þýddi lítið að dvelja lengi við þennan sigur. Hann sagði það væru aðrir leikir fr amundan sem þyrftu að sigrast líka. „Þessi árangur í meistaradeildinni er smá gulrót fyrir okkur. Við gerðum mjög góða hluti í riðlakeppnninni og náum þar til dæmis tveimur jafnteflum gegn Portland sem er einnig frábært lið. Markmiðin fyrir þennan milliriðil var að vinna alla heimaleikina en til þess að vinna lið eins og Barcelona þarf náttúrulega allt að ganga upp Með smá heppni hefði ég getað skorað tíu eða ellefu mörk en ég skoraði sjö. Ásgeir Örn var virkilega góður og sérstaklega undir lokin. Hann skoraði fjögur mörk og mikilvæg undir lokin ásamt því að gefa frábærar stoðsendingar. Svo var hann góður í vörninni eins og alltaf. Ef ég ætti að velj a einhvem sem mann leiksins væri það líklega markvörðurinn okkar. í seinni hálfleik spiluðum við okkar besta bolta og sýndum hvers við emm megnugir. Það þýðir samt ekkert bara að tala um það því næst er leikur gegn liði sem er á botninum og það getur verið erfitt að fara í þannig leik eftír að hafa keppt gegn Barcelona. Við verðum samt að vinna þann leik og svo er aftur meistaradeild um næstu helgi. Þótt við höfúm unnið Barcelona í dag þýðir lítið að fljúga á einhvetju bleiku skýi langt fram eftir öllu. Þessi sigur gefur ekkert meira en tvö stig og smá sjálfstraust," sagði Snorri að lokum. Afríkukeppninni i knattspyrnu lauk í Gana i gær með 1-0 sigri Egypta á Kamerúnum. EGYPTAR VÖRÐU AFRÍKUTITILINN Egyptar urðu Afríkumeistarar í sjötta sinn eftír 1-0 sigur á Kamerúnum í úrslitaleik. Aboutrika skoraði sigurmarkið korteri fyrir leikslokeftírskelfilegmistökRigoberts Song. Kamerúnski fyrirliðinn tók illa við langri sendingu fram og tapaði boltanum að lokum eftir grimma ásókn Zidans sem sendi á Aboutrika sem skoraði örugglega. Egyptar verðskulduðu markið þótt það væri ódýrt. Eftir það sóttu Kam- erúnar grimmt og fengu nokkur góð færi. Kamerúnar sóttu grimmt eftir marldð og fengu góð færi. M'bia áttí skot úr vítateignum hægra megin og Song skallaði naumlega yfir. Miðju- maðurinn Alex Song, leikmaður Árs- enal, fór meiddur af leikvelli eftír hálf- tíma leik. Hassan Shehata, þjálfari Egypta, var afar hamingjusamur í leikslok. „Ég get ekki útskýrt hvemig mér líður. Við höfum í keppninni mætt afar góðum liðum. Ég óttaðist að við hefðum kastað frá okkur sigrinum í dag því við klúðruðum svo mörgum færum. En 1-0 sigur dugir Egyptum." Þúsundir Egypta streymdu út á götur Kairó í gærkvöldi, sungu, döns- uðu og veifuðu fánum. Þeir föðmuð- ust á götunum og kölluðu „Egypta- land, Egyptaland". Bílstjórar þeyttu flautumar og umferð í höfuðborg- inni staðnaði. Sjónvarpsstöðvar spil- uðu sigursöngva og lofuðu leikmenn og þjálfarann. Fréttaþulur dansaði í beinni útsendingu við þjóðlaga- tónlist. „Hver getur ekki dansað effir svona stórkostlegt afrek?" sagði Med- hat Shalabi hjá Modern Sports-sjón- varpsstöðinni. I leiknum um þriðja sætíð vann Gana Fílabeinsströndina 4-2. Eftir hálftíma leik var Fílabeinsströndin 1-2 yfir. Sulley Muntari hafði komið gestgjöfunum yfir strax á fimmtu mínútu en Kader Keita og Boubacar Sanogo komu Fflabeinsströndinni yfir. Quincy Owusu Abeyie jafnaði með stórkostlegu einleiksmarki á 70. mínútu þar sem hann hljóp af sér þrjá vamarmenn. Manuel Ágogo kom Fflabeinsstrendingum yfir áður en Haminu Dramini innsiglaði sigurinn. Næsta Affíkukeppni fer ffarn í Angólaárið2010. GG ÍÞRÓTTAM0LAR JÓN ARNÓR MEIDDUR AÐ NÝJU Jón ArnórStefánsson, leikmaður Lottomatica Roma, er meiddur að nýju. Óvíst er hversu lengi hann verður frá í þetta sinn. Hann meiddistíleik Lottomatica Roma og Chorale Roanna í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og gat því ekki spilað með Rómverjum í (tölsku bikar- keppninni á fimmtudag. Roma tapaði á fimmtudag fyrir La Fortezza Bologna, 75-69, og er því úr leik (bikarnum. GUNNAR TIL AGF A REYNSLU Gunnar Kristjánsson, leikmaður Víkings, hélt í gær til Danmerkur þar sem hann mun vera til reynslu hjá danska liðinu AGF. Gunnar mun vera hjá danska liðinu í viku en liðið er sem stendur í þriðja neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Hann skrifaði nýverið undir tveggja ára samning við Víking en liðið mun leika í 1. deild í sumar eftir að hafa fallið úr Landsbankadeildinni síðasta sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður kom til Víkingsfrá uppeldisfélagi sínu KRfyrir síðasta sumar. Hann lék alla átján leiki Víkings (Landsbankadeildinni og skoraði í þeim eitt mark en í upphafi sumars vann hann sér sæti í A- landsliðshópnum fýrir leiki gegn Svíum og Liechtenstein.Gunnarer21 árs, hann lék sinn fyrsta leik fýrir KR gegn Örgryte í lceland-Express-mótinu árið 2003 þá aðeins 16 áral. Fyrsti deildar- leikur Gunnars var qeqn FH árið 2004. ARON EINAR LÉKSINN FYRSTA LEIK FYRIRAZ Aron Einar Gunnarsson, leikmaður AZ Alkmaar, lék sinn fyrsta leikfyriraðallið félagsins þegar liðið tapaði fýrir Nec Nijmegen 5-2. Mánuðurinn hefur verið mjög eftirminnilegur fyrir Aron en hann léksinn fýrsta leikfýrir A-landslið íslands gegn Hvíta-Rússlandi. Aron Einar hafði áður komist í leikmannahóp AZ Alkmaar er hann var valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Nec Nijmegen í gær. Á 77. mínútu leiksins var honum hins vegar skipt inn á fýrir Mendes Da Silva og það var (fyrsta sinn sem hann leikur deildarleik með liðinu. Aron Einar er annartveggja fslendinga í herbúðum AZ Alkmaar, hinn er Kolbeinn Sigþórsson sem hefur mikið verið meiddur s(ðan hann gekk (raðir félagsins (sumar. Grétar Rafn Steinsson var í herbúðum liðsins en hann gekk í raðirBoltoníjanúar. ÁRSÞING KSÍ 62. ársþingi KSf er lokið en þingið fór fram á laugardag í höfuðstöðvum KSl. Geir Þorsteinsson sleit þinginu og þakkaði sérstaklega þeim Ástráði Gunnarssyni og Halldóri B. Jónssyni fýrir þeirra farsælu störf til handa íslenskri knattspyrnu en þeir stigu báðir úr stjórn KSf á þessu þingi. Þeir Rúnar Arnarson og Þórarinn Gunnarsson voru kjörnir (stjórn KSf. Þá varSigvaldi Einarsson kjörinn í varastjórn KSf en hann tekur þar sæti Þórarins Gunnarssonar. Valur hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2007 og var hann afhentur á ársþinginu. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.