Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 24

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 24
þessu efni. Helstu lánastofnanir hafa mótað það verk- lag að meta lánshæfi fyrirtækja út frá tekju- og rek- strargrunni þeirra og tekjustreymi ætlaðrar fjárfest- ingar. Almennt er ekki lánað einhliða út á kvótaverð- mæti. Ekki virðist því stafa mikil áhætta af útlánum byggðum á útblásnu kvótaverði. Meiri hætta stafar af því að mikil verðlækkun kvóta rýri verðmæti þeirra eigna sem lagðar hafa verið að veði fyrir lánum til sjávarútvegs. Útlánatöp koma þó ekki fram fyrr en ganga þarf að veðum til lúkningar skulda, en ekki er víst að til þess komi nema alvarlegur brestur komi í rekstrargrundvöll sjávarútvegsins. Engin merki eru um slíkt um þessar mundir. Markaðsverð á kvóta, bæði varanlegum kvóta eða aflaheimildum og skammtímakvóta eða aflamarki, hefur hækkað mjög á undanförnum árum, sbr. með- fylgjandi mynd. Þetta háa og hraðhækkandi mark- aðsverð á skammtímakvóta og langtímakvóta endur- speglar ekki eðlilegt verð á aflaheimildum. Dómur í svokölluðu Vatneyrarmáli virðist ekki enn hafa haft mikil áhrif sem bendir til þess að varanleiki úthlut- aðra fiskveiðiheimilda hafi verið varlega metinn í verðmyndun á langtímakvóta eða aflahlutdeildum. Í ramma er fjallað um markaðsvirði sjávarútvegsfyrir- tækja og verðmæti kvóta. Efnahagur atvinnuvega og heimila Efnahagur atvinnuvega Helstu vísbendingar um efnahag og afkomu atvinnu- veganna er að finna í nýbirtum spám fjármálafyrir- tækja um afkomu seinasta árs. Almennt er því spáð að afkoman hafi verið betri á árinu 1999 en árið áður. Sérstaklega er búist við að afkoma fjármála-, tækni-, upplýsinga-, olíu- og samgöngufyrirtækja hafi verið góð á liðnu ári. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja skipt- ist mjög í tvö horn, annars vegar eru þau fyrirtæki sem eru í vinnslu og veiðum á bolfiski þar sem af- koma var að jafnaði góð og hins vegar eru fyrirtæki sem að öllu eða verulegu leyti eru í vinnslu á upp- sjávartegundum og rækju þar sem afkoma var slök. PENINGAMÁL 2000/1 23 Markaðsvirði þeirra 20 sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á hlutabréfamarkaði nam 70,3 ma.kr. í árslok 1999. Í ný- liðnum janúar hækkaði markaðsvirðið um rúm 5% þann- ig að í lok janúar nam það tæplega 74 ma.kr. Á miðju ári 1999 var bókfært eigið fé þessara fyrirtækja um 33,4 ma.kr. Bókfært verðmæti kvóta þeirra, og hér er átt við kvóta sem fyrirtækin hafa orðið sér úti um með kaupum eða samruna, var um 13,3 ma.kr. á miðju ári 1999. Bók- færður kvóti var því að verðmæti um 40% af bókfærðu eigin fé þessara fyrirtækja. Hlutfallið á milli markaðsvirðis og eigin fjár, þ.e. V/E-hlutfallið (eða Q-gildið), var því um 2,10 um síðustu áramót en um 2,2 í lok janúar sl. Þetta hlutfall var nokkru lægra hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum en vegið meðaltal sama gildis allra fyrirtækja á VÞÍ, sem var 3,9 um síðustu áramót og 4,4 í lok janúar sl. Verðmæti aflaheimilda eða kvóta þessara fyrirtækja nam um 114 ma.kr. miðað við kvótaverð sl. áramót og kvótaeign fyrirtækjanna á yfirstandandi fiskveiðiári. Það má því vera ljóst þegar litið er til markaðsvirðis sjávar- útvegsfyrirtækjanna, samanburðar á V/E-hlutfalli fyrir- tækja á hlutabréfamarkaði og kvótaeignar þessara sjávar- útvegsfyrirtækja, að kvótaeignin er aðeins að litlum hluta metin inn í markaðsvirði fyrirtækjanna. Ógerlegt er að segja til um með nokkurri vissu í hvaða mæli kvótinn er metinn inn í markaðsvirði en benda má á að lægst er V/E- hlutfallið hjá þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem engan kvóta eiga, eða um 1, en hæst fer V/E-hlutfallið í 6,5 hjá einu fyrirtæki af þeim 20 sem skráð eru á hlutabréfa- markaði. Greinilegt er að markaðurinn hefur metið verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja mjög varlega m.v. verðmæti kvótaeignar þessara fyrirtækja. Að hámarki hefur um þriðjungur af kvótaverðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna verið metinn inn í markaðsverðið en sennilega er þetta hlutfall mun lægra. Kvótaeign hefur því ekki haft afger- andi áhrif á verðlagningu þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á hlutabréfamarkaði. Markaðsvirði, verðmæti kvóta og V/E-hlutfall sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði Aflahlutdeild og aflamark þorsks Staðvirt verð 1992 93 94 95 96 97 98 99 0 200 400 600 800 1000 Kr./kg. 30 50 70 90 110 130 Kr./kg. Aflahlutdeild þorskur (vinstri ás) Aflamark þorskur (hægri ás) Mynd 4 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.