Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.02.2001, Blaðsíða 14
ríkjadal í 10%, raunvaxtamunur í 7½% og raunvextir seðlabankans í 10%. Annað dæmi er Nýja-Sjáland á seinni hluta árs 1990, en þá fóru þessar tölur í 7%, 8½% og 10½%. Þriðja dæmið er svo Bretland 1990- 1991 en þar varð nafnvaxtamunur gagnvart þýska markinu 7%, raunvaxtamunur 6% og raunvextir 7½%. Í Bretlandi endaði þetta í gjaldeyriskreppunni 1992, enda fylgdu Bretar þá fastgengisstefnu. Hin löndin voru á verðbólgumarkmiði og aðhaldið skil- aði sér eftir nokkurn tíma í minni verðbólgu og lægri hagvöxtur var aðeins tímabundinn. Seðlabankinn hefur ekki dregið dul á að aukið að- hald í peningamálum geti aukið viðskiptahalla til skamms tíma. Hækkun Seðlabankavaxta hækkar raungengið um hríð. Þegar frá líður minnkar hins vegar innlend eftirspurn og verðbólga. Raungengi og viðskiptajöfnuður fara þá í sama far þar sem peninga- stefna hefur fyrst og fremst áhrif á verðbólgu til lengdar. Hversu stór gætu þessi skammtímaáhrif verið? Er hugsanlegt að meginhluti núverandi viðskiptahalla skýrist af aðhaldssamri peningastefnu? Mat hag- fræðisviðs Seðlabankans bendir til að á undanförnum misserum gæti raungengi hafa hækkað um 2-3½% vegna aukins aðhalds í peningamálum. Er þá miðað við tímabilið frá 1996 til fyrri hluta árs 2000, en þá náði gengið hámarki. Áhrifin á viðskiptajöfnuð af þessari tímabundnu hækkun raungengis eru nokkuð óviss en áætlanir benda til að þau liggi á bilinu ½- 2½% prósentustig af landsframleiðslu eftir 1-2 ár. Þau minnka síðan þegar frá líður. Til samanburðar má geta þess að á þessu tímabili hækkaði raungengið um 10½% og viðskiptahalli jókst um 7½ prósentu- stig. Það er því alveg ljóst að peningastefnan á ekki sök á nema litlum hlut í þessari þróun, enda ýmsar aðrar skýringar nærtækari. Nánar er fjallað um áhrif seðlabankavaxta á viðskiptahalla í sérstakri ramma- grein. Aðhaldsstig peningastefnunnar Sé tekið mið af vöxtum hefur aðhaldsstig peninga- stefnunnar heldur aukist frá því í nóvember sl. þegar Peningamál komu síðast út. Skammtímavaxtamunur gagnvart útlöndum hefur haldist svipaður og hann var eftir vaxtahækkun Seðlabankans 1. nóvember en skammtímaraunvextir hafa hækkað verulega samfara því að verðbólguvæntingar hafa minnkað. Undir lok janúar voru raunstýrivextir Seðlabankans rúmt 6½%, ef miðað er við verðbólguálag ríkisskuldabréfa. Þeir hafa aldrei verið hærri frá því að fjármagnshreyfingar urðu óheftar í upphafi árs 1995. Það er jafnframt til marks um aðhaldsstigið að skammtímavextir eru nú nokkuð fyrir ofan óverðtryggða vexti til lengri tíma, sem bendir til þess að markaðsaðilar vænti lægri skammtímavaxta í framtíðinni. (Nánar er fjallað um þær væntingar sem lesa má út úr vöxtum um þessar mundir í rammagrein með grein um fjármálamarkaði og aðgerðir Seðlabankans hér á eftir). Það vegur nokkuð á móti þessu aðhaldi vaxtanna að gengi krón- unnar var undir lok janúar rúmlega 3½% lægra en 1. nóvember sl. Sú greining sem lögð var fram í síðasta hefti Peningamála að aðhald í peningamálum virki með fullum þunga um þessar mundir eftir vaxtaleiðinni stendur því óhögguð. Jafnframt koma fram vísbend- ingar um að vaxtahækkanir Seðlabankans séu nú að skila sér á þeim sviðum sem eru vaxtanæmust, svo sem á fasteignamarkaði. Þrátt fyrir þetta telur Seðla- bankinn ekki enn tímabært að slaka á aðhaldi í peningamálum. Ástæður þess eru einkum tvær. Í fyrsta lagi eru vísbendingar um hjöðnun ofþenslu ekki enn ótvíræðar, eins og kom fram fyrr í greinin- ni. Í öðru lagi hefur gengi krónunnar á undanförnum vikum færst nær lægri vikmörkum gengisstefnunnar. Seðlabankinn mun sem áður vaka gaumgæfilega yfir ástandinu. Komi fram skýrar vísbendingar um að hagkerfið sé að kólna hratt niður kann að verða slak- að á aðhaldi í peningamálum á næstu mánuðum. Slíkar vísbendingar liggja ekki fyrir nú. PENINGAMÁL 2001/1 13 Skammtímaraunvextir, vaxtamunur og munur langtíma- og skammtímavaxta 1999-2001 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 % 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 -0,2 -0,4 -0,6 -0,8 -1,0 % Mynd 4 1. Vikulegar tölur sem ná til 26. janúar. Heimild: Seðlabanki Íslands. 1999 2000 2001 Skammtíma- raunvextir (v. ás)Vaxtamunur við útlönd (v. ás) 1 Munur óverðtryggðra 5 ára og 3 mán. vaxta (h. ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.