Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 Fréttir DV Handtóku fjölíkyldnföður Saksoknari ihucjar ak*ru ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆSTÍVIKUNNI LÖGGUR KÆRÐAR FYRIR HÖSBROT ww.mwMUr I ÞRfR 1ÚGREGU1MENNRUDDUSTINNAHEIMIUÁAKRANESI: ILÖGGUR KÆRÐAR FYRIR 'lviÐGEmMMILUóí^ J|L1 BÓlafur Aðalsteins- son, sjómaður á Akranesi, var handtekinn á heimili sínu. Lög- reglumenn ruddust inn til hans og fluttu hann til Reykjavíkur án þess að sýna handtökuheimild. Ólafur er mjög ósáttur við framgöngu lögreglumann- anna og hefur kært þá fyrir húsbrot. Ólafur hlaut mikla áverka við handtökuna. f læknisvottorði kemur fram að hann hafi hlotið áverka á hnjám og andliti. Auk þess segir í vottorðinu að hann hafi verulega áverka, svo sem rispur, sár, mar og bólgur. Ríkissaksóknari hefur málið til meðferðar. BRAUST í GEGNUM REYKHAF Lögreglukonan Linda Ólafsdóttir sýndi mik- ið hugrekki þegar hún braust í gegnum reyk- haf og bjargaði manni úr íbúð hans. Maðurinn lá meðvitundarlítill þegar Linda braust inn til hans, kom honum út og bjargaði þannig lífi hans. Með astoð nágranna tókst henni að komast inn á heimilið og bjarga lífi hans. Maðurinn má teljast stálheppinn að vera á lífi. Maðurinn hafði verið að steikja sér mat á pönnu og hvflt sig augnablik í sófanum. Hann rumskaði ekki þegar reykskynjari fór að pípa, en þá hafði eldur þegar kviknað í íbúðinni. íSVIAGRÝLA mREPIN»= ÖTTASTEKKI RÚLLANDI STEINA SÝNIRENGAIÐRUN Þórður Jónsteinsson olli banaslysi þegar Asgeir fón Einarsson og Svandís ÞulaÁs- geirsdóttir létu lífið. Þórður hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, en eftir að hann olli slysinu, hefur hann alls verið tekinn níu sinnum fyrir hraðakst- ur. Þórður segir slysið ekki sér að kenna og aðspurður hvort hann iðraðist svarar hann: „Iðrast? Ég? Ég var ekki að taka fram úr." Fjölskyldur fórnarlamba bílslyssins eru ósáttar við seinagang kerfls- ins. Ólafur Helgi Kjartansson segir kerfið sýna ökuníðing- um of mikla þolinmæði. ÁRNIMEÐ RANGT HEIMILISFANG ^M^?nur,FFIIRMIII IÓN ■jfjSí3*4 Fjármálaráðherrann ( ■ Ámi M. Mathiesen I hefur fengið tæp- |§P .,,f TÍ ar milljón krónur á þessu kjöru'mabili fyrir það eitt að vera dreifbýl- isþingmaður. Hann býr ekki í húsinu og hefur aldrei búið þar. Sveitungar í Þykkvabæ kannast ekki við að hafa séð Árna í sveit- inni. Ámi fluttí sig í Suðurkjör- dæmi fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Á lögheimili Árna búa tveir pólskir verkamenn. Fjár- málaráðherrann og Pólverjarnir tveir em ekld þeir einu sem em með skráða búsetu í húsinu. Fjármálastjóri Rangárþings ytra er einnig skráður til heimilis þar. HITT MALIÐ Um helmingur íbúa Raufarhafnar skrifaði undir mót- mælaplagg gegn umsókn fyrirtækisins Icemetal um starfsleyfi í bænum, þrátt fyrir erfitt atvinnuástand. Fyrirtækið sótti um leyfi fyrir niðurrifi skipa og vinnslu brotamálma, sem þorpsbúar telja vera mengandi. Jón Pétursson, einn eigenda Icemetal, segir ákvörðunina óskiljanlega. Höfnuðu fjórum til sex störfum Fólksfækkun á Raufarhöfn hefur veríð gríðarleg samhliða samdrætti í síidarvinnslu, sem var helsti atvinnuvegurá svæðinu forðum. Kallað hefur verið eftir uppbyggingu í atvinnumálum. Að sögn Jóns Péturssonar, eins eigenda lcemetal, hefðu fjögur til sex störf skapast á svæðinu til að byrja með. (búar höfnuðu starfseminni. ■■■ ROBERT HLYNUR BALDURSSON blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is Byggðarráð Norðurþings hefur hafn- að beiðni íyrirtækisins Icemetal um starfsleyfi á Raufarhöfn. Ákvörðun- in byggist á nokkrum þáttum, meðal annars á þeirri hættu sem skapast get- ur vegna íkveikju, efna-, hávaða-, loft- og lyktarmengunar. 1 annan stað telur byggðarráð að starfsemi fyrirtækis- ins samræmist illa þeim hagsmunum sem fyrir eru á svæðinu, samanber flskverkun auk annarrar matvæla- framleiðslu og ferðaþjónustustarf- semi. Að lokum voru hagsmunir nær- liggjandi íbúabyggðar ekki tryggðir að matí byggðarráðs. Fyrirtækið hafði sótt um starfsleyfi fyrir niðurrif skipa og vinnslu á brotamálmum á Raufar- höfn. HIII Helmingur íbúa skrifaði undir fbúar á Raufarhöfn fóru af stað með undirskriftarsöfnun gegn komu fyrirtækisins þegar heyrst hafði af umsókn þess fyrir starfsleyfi. Tæpur helmingur bæjarbúa, eða um hundr- að talsins, skrifuðu nafn sitt undir list- ann þar sem komu fyrirtækisins var harðlega mótmælt. Icemetal hefur að undanförnu verið með starfsemi í Krossanesi við Akureyri. Nú stendur til að álþynnu- verksmiðja verði sett á laggirnar í Krossanesi og höfðu stjórnendur Ice- metal því í huga að flytja starfsemi fyrirtækisins til Siglufjarðar annars vegar og Raufarhafnar hins vegar. f ljósi þess að fulltrúar sveitarfélagsins Norðurþings, sem Raufarhöfn er hlutí af, hafa hafnað beiðni fyrirtækisins um starfsleyfi, stendur því tíl að flytja hana í heiid sinni til Siglufjarðar. Gríðarleg fólksfækkun Stjómendur Icemetal höfðu ver- ið í sambandi við Síldarvinnsluna í Neskaupstað um kaup á hluta eigna vinnsiunnar á Raufarhöfn. Var hug- myndin að nýta húsnæði síldarvinnsl- unnar fyrir starfsemina, en fulltrúar hennar hafa leitað ljósum logum að því hvernig hægt sé að færa húsnæðið í nýjan búning ffá því að vinnsla var lögð niður þar árið 2003. Hafa nokkrir aðilar þegar tekið við hluta eignanna, þar á meðal Álfasteinn sem tekur Óttast mengunaráhrif Byggðarráð Norðurþings hafnaði beiðni um starfsleyfi meðal annars með vísan til hugsan- legra mengunaráhrifa. Auk þess var talið að fyrirtækið samræmdist illa þeim hagsmunum sem fyrir væru á svæðinu, það er matvælastarfsemi og ferðaþjónustu. „Loksins þegar einhver fæst til að fara með starfsemi til bæjarins, er fyrirtækinu fundið allttilforáttu." þátt í uppbyggingu svokallaðs heim- skautsgerðis á Raufarhöfn. Fólksfækkun á svæðinu hefur ver- ið gríðarleg síðustu ár, einkum vegna samdráttar í síldarvinnslu. Frá árinu 1998 tíl ársins 2005 fækkaði íbúum úr 407 í 228. fbúar hafa löngum kall- að eftír því að gripið verði til aðgerða á svæðinu, meðal annars með því að færa húsnæði sfldarvinnslunnar nýtt hlutverk. Um ijögur tíl sex störf hefðu skapast á svæðinu vegna komu Ice- metal. Mikil vonbrigði Gunnþór Ingvason, ffamkvæmda- stjóri Sfldarvinnslunnar í Neskaup- stað, segir ákvörðun byggðarráðs vissulega hafa verið vonbrigði. „Ég átta mig ekki á því hvaða forsendur lágu þarna tíl grundvallar. Ég tel að með kröfum um umgengni sé hægt að lágmarka þau áhrif sem verða af starf- seminni. Þessi starfsemi er ekki ný af nálinni og má til að mynda finna hana í Hafnarfirði," segir Gunnþór sem seg- ir nú meðal annars koma til greina að rífa það húsnæði sem eftír er. Jón Pétursson, einn eigenda Ice- metal, undrast þau viðbrögð sem fyrirtækið fékk á Raufarhöfn. „Hug- myndin var að vinna þrjú til fimm skip á ári. Þama áttí að vera safnstæði fyrir brotamálminn sem hefði verið geymdur í tönkum á svæðinu. Loks- ins þegar einhver fæst til að fara með starfsemi tíl bæjarins er fyrirtækinu fundið allt til foráttu. Ég held að starf- semin hefði samlagast vel bæjarfélagr inu og höfðum við reiknað með því að geta hafið undirbúning á mánu- dag. Viðbrögðin voru rosalega ýkt og mér finnst íbúar hafa dæmt fyrirtæk- ið fýrirfram. Fólk má hafa sínar skoð- anir en það á að hugsa sig tvisvar um áður en það tekur sínar ákvarðanir," segir Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.