Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Neytendur PV HVAÐ ERTIL RÁÐA? - Efla þekkingu foreldra á mikil- vægi - hreyfingar - Foreldrar þurfa að sýna gott fordæmi - Fjölskyldan saman í heilsurækt - Ekki leyfa át milli mála - Forðast skyndibita og snakk - Auka aðgengi að ávöxtum og grænmeti Síðasta áratug hefur prósenta barna frá 2 til 15 ára með of háan þyngdarstuðul verið 20-25 prósent. Hraði nútímans, meiri lífs- gæði og aukið framboð á skyndilausnum hafa valdið því að börnin fitna. Erlingur Jóhannsson. prófessor í íþótta-og lýð- heilsufræðum við Kennaraháskóla ís- lands, segir að foreldrarnir beri ábyrgð á ástandinu og viðhorfsbreyting þurfi að verða inni á heimilunum. barna frá tveggja til fimmtán ára sem glíma við ofþyngd sveiflast frá 20-25 prósent. Umhverfisþættir mikilvægir Erlingur leggur áherslu á að breyttir lifnaðarhættir og breyttur lífsstíll fólks valdi heilsufarsvanda- málum. Kyrrseta og hreyfingarleysi sé miklu stærri þáttur af lífi fólks en áður fyrr og fólk er ekki nógu með- vitað um að það eitt ber ábyrgð á eigin heilsu. „Það þarf að koma inn meiri meðvitund og heilsuuppeldi í líf fólks. Umhverfisþættir eru með mikilvægustu þáttunum til að fyr- irbyggja þyngdaraukningu. Þá á ég við hluti eins og aðgengi að íþrótta- mannvirkjum, hvort fólk noti strætó, einkabíla eða hjólið. Þessir um- hverfisþættir eru jafnmikilvægir og skólakerfið og heilbrigðiskerfið." :___j-lv ..■■■. w „Níu ára börn horfa á sjónvarp í þrjá tíma á dag að meðaltali. Ef tím- anum sem börnin verja í skólanum er deilt á allt árið eru það samtals þrír klukkutímar á dag. Þetta er for- eldravandamál, heilsan verður oft undir í allri efnishyggjunni sem rík- ir í dag," segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og lýðheilsu- fræðum. Notaður er BMI-stuðull til að mæla hvort fólk sé yfir kjörþyngd, þar sem í þyngd er deilt með hæð í öðru veldi. Ef talan fer yfir 25 glím- ir viðkomandi við ofþyngd, en off- itu ef talan fer yfir 30. Samkvæmt tölum úr meistararitgerð Brynhild- ar Briem glímdu rúm tvö prósent barna við ofþyngd árið 1938, það er með BMI-stuðul frá 25-30. Árið 1998 glímdu rúm 24 prósent barna við ofþyngd. Þetta er gríðarleg aukn- ing og síðasta áratug hefur prósenta Mataræði barna og unglinga hefur mikið breyst á fimmtíu árum. Fólk um fimmtugt í dag þekkir það ekki að skreppa á McDonald’s og fá sér Big Mac-máltíð. Sviðakjammi með rófustöppu á BSÍ var málið. SVIÐAKJAMMIBESTISKYNPIBITINN Fyrir þrjátíu árum var ekki sjálf- sagt að fá sér skyndibita jafnoft og ungt fólk gerir í dag. Það ver ekki margt í boði, einungis tveir til þrír staðir og fjárhagur fólks leyfði ekki skyndibitamáltíð á hverjum degi. Þar að auki sást varla á götum jafn- mikið af ungu fólki sem er of feitt eða of þungt. Næringar- fræðingar eru sam- mála um að miklar breytingará skammta- stærðum og val á hráefni valdi því að offita sé að verða vandamál sem erfitt er að ráðavið. „Alvegtilársins 1970 var fiskurinn langalgengasti maturinn á borðum fólks," seg- ir Inga Þórsdóttir, prófessor við Háskóla íslands. Inga segir að miklar breytingar hafi orðið síðan þá. Bæði hefur sjálfur maturinn breyst og skammtarnir sem fólk borðar. Auk þess hafa pakkningar stækkað. „Það voru kannski pylsur einstaka sinnum en þá fékk fólk sér eina," segir hún og segir að fólk hafi keypt þá bara það magn sem þurfti því það var nóg. Að hennar mati nota íslendingar ekki sama hráefni og áður. Rúgbrauð er dæmi um gróft brauð sem minna sést á borðum nú til dags auk þess sem meira var borðað af gamla góða skyrinu. Svo eru ákveðnar gerðir af grófu grænmeti, kál, hvítkál, blómkál og rófur. „Ég man að það var staður sem hét Sælkerinn sem var niðri í bæ við Lækjartorg. Hann var bara dýr og það var ekkert sjálfsagt að fá sér skyndi- bita því maður hafði ekki peninga til þess. Ég fór held ég tvisvar sinn- um og þá deildi ég skammti af frönskum kartöflum með öðrum. Þegar pitsurnar komu var ég orðin fullorðin kona." SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR HJÁ HIMNESKRI HOLLUSTU „Mér finnst aðalmunurinn á skyndibita frá því fyrir þrjátfu árum vera að hann er svo einsleitur í dag. Það er svo mikið af kolvetnum. Það er sama hvað þú ert að borða, núðlur, pitsu, pasta eða samlokur.Til dæmis ef maðurfékk sér grillaðan kjúkling, þá var það alvöru kjöt sem maðurfékk, ekki þessi rosalegu kolvetni. Ég hugsa að í dag sé ekki verið að bjóða upp á kjöt í gegn í þessum kjúklingabitum. Þetta er einn flokkur úr fæðuhringnum. Ég vil meina að skyndibitinn hafi verið miklu hollari í gamla daga. Ég man líka eftir því fyrir þrjátíu árum að fólk fór á BS( eftir djammið og fékk sér sviðakjamma með rófustöppu. Það var svo ekki fyrren í kringum 1980 að ég man eftir að hafa séð pitsu fyrst."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.