Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. JÚN( 2008 Fréttir DV MEÐFALSKTLÖGHEI TILAÐKJÓSA SJÁLFA Kirkjuhvoll Ráðherrannfærpóstinn sinn framsendan frá Kirkjuhvoli. VALUR GRETTISSON bladamadur skrifar: valur@dv.is „Þetta snýst náttúrlega um að mað- ur greiðir atkvæði í sínu kjördæmi," segir Arni M. Mathiesen fjármála- ráðherra um ástæður þess að hann hefur verið með falskt lögheimili í yfir ár en Arni er skráður til heimilis á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ. Þar hefur hann aldrei búið. Ráðherrann borg- ar auk þess útsvar í Rangárþingi ytra en það var á síðasta ári 0,04 prósent- um lægra en útsvar í Iiafnarfjarð- arbæ þar sem Arni raunverulega býr. Sjálfur segir ráðherrann búset- una ekki snúast um peninga heldur að hafa lögheimili í sínu kjördæmi. Hann hyggst koma upp varanlegu heimili annars staðar á Suðurlandi. Ranghermt var í frétt DV í gær að ráðherrann fengi greitt sérstaklega fýrir að vera með lögheimili í Þykk- vabæ. Allir þingmenn utan höfuð- borgarsvæðisins fá húsnæðis- og dvalarstyrkinn sem íjallað var um í gær, burtséð frábúsetu. Enjafnffamt er ljóst að Árni hafði ávinning af því að láta skrá falskt lögheimili. Við því eru ekki skilgreind viðurlög. Fékk ekki að leigja „Ég byrjaði á því að leigja húsið í Þykkvabænum fyrir síðustu þing- kosningar. Síðan var það eiginlega tvennt sem gerðist. Það gafst aldrei tími til þess að koma sér fyrir þar, og svo voru gerðar athugasemdir af sveitarstjórninni [Rangárþing ytra] við að mér væri leigt húsið. Það var vont að vera í þeirri aðstöðu auk „Fæ póstinn framsendan." þess sem ég vildi ekki íþyngja fólki þannig að ég lét það eftir. En til þess að vera ekki að þvælast með lög- heimili fram og til baka varð sam- komulag um að ég gæti verið með lögheimili þar til ég kæmi mér fyr- ir annars staðar," segir Árni um for- sögu þess að hann flutti aldrei inn í Þykkvabæ. Hann segist hafa leigt húsið í nokkra mánuði en man ekki hversu lengi það var. Aftur á móti var sá tími skemmri en hálft ár. Greiddi lægra útsvar Arið 2007 'var útsvarsprósenta Rangárþings ytra 12,99 prósent en Hafnarfjörður er með 13,03 prósent í útsvar.Þannig hafði ráðherrann beinan ávinning af því að skrá lög- heimili sitt í Þykkvabæ. „Varðandi útsvarið vissi ég ekki um muninn," segir Árni en munur- inn á útsvari Ilafnarfjarðar og Rang- árþings ytra en útsvarsprósenta Rangárþings hækkaði upp í sömu prósentu og hjá Hafnarflrði í ár. Sé tekið mið af launum ráðherr- ans og útsvar reiknað frá síðasta ári var mismunurinn fimmtíu og sjö þúsund krónur á ári. Hann segist greiða sérstaklega fýrir skólagöngu barna sinna í Hafnarfirði vegna reglna sem gilda á milli sveitarfé- laga. Sjálfur segist hann ekki hafa vitað til þess að þarna væri lægra útsvar og hælir sjálfstæðismönnum í Rangárþingi, sem fara með meiri- hluta sveitarstjórnar, fyrir það sér- staklega. Hann bendir á að næsta sveit sé með lægra útsvar og hefði það vakað fýrir honum að græða á útsvari hefði verið hentugra að velja sér heimili þar. f þessu samhengi er rétt að taka fram að útsvarsprósent- an var hækkuð í Rangárþingi í ár og er nú sú sama og í Hafnarfirði. Segir lög um lögheimili ekki brotin Samkvæmt lögum um lögheim- ili stendur að maður hafi fasta bú- setu á þeim stað sem hann hefur bækistöðvar sínar, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heim- ilismuni og svefnstað þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsak- ir, vegna vinnuferða eða veikinda. Arni uppíyllir ekki þær reglur en að- spurður segir hann sérstakar regl- ur gilda um ráðherra og þá sem eru kosnir í viðkomandi kjördæmi. Þar vitnar hann í lagagrein í lögum um lögheimili þar sem segir að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð frekari fyrirmæli um skráningu lögheimil- is. Aðspurður hvort Arni hafi óskað sérstaldega eftir frekari fyrirmæl- um um skráningu lögheimilis segist hann ekki muna hvernig lögin væru enda var hann sjálfur staddur í París á ráðstefnu OECD-ríkjanna. 1 lögum um lögheimili fólks er viss undanþága fyrir þingmenn og ráðherra um að þeir hafi lögheim- ili annars staðar en á þeim stað þar sem þeir dvelja löngum. Sú undan- þága á þó ekki við í tilviki Árna. Þar segir: „Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfé- lagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra." Árni átti heima í Hafnarfirði áður en hann var kosinn á þing og ætti því að hafa lögheimili þar samkvæmt laganna bókstaf. Kirkjuhvoll ekki heimili „Lögheimilið hefur enga fjár- hagslega þýðingu," segir Arni og áréttar að hann hafi ekki hagnast á því að hafa lögheimili á Kirkjuhvoli þrátt fyrir að hann greiði lægra út- svar heldur en ella. Hann segir að eina mögulega svindlið gæti verið ef hann fengi sérstaklega greitt fyrir að halda úti tveimur heimilum. Að sögn Arna hefur hann aldrei litið á Kirkjuhvol sem heimili sitt né skil- greint hann sem slíkt. Þess vegna hefur hann aldrei fengið greitt fyr- ir það aukalega. Þá áréttar hann að allir landsbyggðarþingmenn fái greiddar rúmar níutíu þúsund krón- ur í húsnæðis- og dvalarkostnað. Hafnar ekki greiðslu „Greiðslurnar eru notaðar til þess að sofa og lifa þarna á Suðurlandi," segir Árni spurður hvernig hann nýti húsnæðis- og dvalarkostnað- inn. í lögum um þingfararkaup seg- ir orðrétt: „Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalar- kostnaði (gistingu, fæði) á höfuð- borgarsvæði eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborg- arsvæði." Aðspurður hvort það komi til greina að hafna þessum greiðslum eða hvort það þurfi að breyta þeim þannig að þingmenn fái greitt fyrir útlagðan kostnað segir Árni að lengi hafi verið deilt um þetta mál en sjálfur tekur hann ekki afstöðu hvort væri hentugra. Sjálfur segist hann nýta þær til þess að sinna kjósend- um sínum á Suðurlandi. Sækir póstinn á Kirkjuhvol „Það er bara hringl að vera breyta um lögheimili," segir Árni spurð- ur hvort ekki væri réttast að breyta um lögheimili þar sem hann hafi ekki og hafi aldrei haft fasta bú- setu þar. Sjálfur segist Arni vera bú- inn að kaupa land á Suðurlandi en þar hyggst hann byggja hús. Land- ið keypti hann um síðustu áramót. Þegar húsið er fullbyggt ætlar hann að breyta um lögheimili að eigin sögn. Tveir Pólverjar búa fyrir í húsinu og þar á undan áttu hjón heima þar. Þegar ráðherrann er spurður hvort málið sé óheppilegt vill hann ekki taka undir það og segir þetta mál engu skipta. Þegar hann er spurður hvert hann fær póstinn sinn svar- ar ráðherrann því að hann fái hann á það heimilsfang sem bréfið er merkt. Aðspurður hvort hann þurfi einhvern tímann að sækja póst- inn sinn á Kirkjuhvol segir hann: „Ég fæ póstinn fram- sendan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.