Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 12 um ríflega 12% í erlendri mynt talið á tólf mánuðum, en botnfisk- afurðir um tæplega 8%. Verð bræðsluafurða hefur hækkað mest, eða um 57% á fyrrgreindu tímabili, en landfrystar botnfiskafurðir, ferskur fiskur og saltfiskafurðir hafa einnig hækkað verulega. Markaðsástand er gott á nær öllum mörkuðum botnfiskafurða. Samkeppnisstaða íslenskra afurða og eftirspurn hafa verið sterk, en framboð hefur dreg- ist saman á heildina litið.2 Engar vísbendingar eru um að þetta ástand breytist til hins verra á næstunni, en hátt verð skapar eðlilega hættu á að neytendur snúi sér að ódýrari samkeppnisvörum. Hráefnavísitölur matvæla hafa hækkað stöðugt seinustu misseri. Matvælavísitalan hefur hækkað um 23% sl. tólf mánuði í Bandaríkjadölum talið, en um 17% í evrum. Óformleg könnun á viðhorfum innlendra markaðsaðila síðla vetrar leiddi í ljós að ekki væri búist við frekari verðhækkunum á komandi mánuðum. Nú telja markaðsaðilar hins vegar að enn megi búast við nokkurri verðhækkun. Í forsendum þjóðhagsspárinnar er gert ráð fyrir að verðlag sjávarafurða hækki alls um 7% á þessu ári frá sl. ári en verðhækkun milli áranna 2007 og 2008 verði talsvert minni eða 3,7%. Líkur á minni þorskafla á næsta fiskveiðiári Horfur um helstu botnfisktegundir eru dökkar. Ein meginniður- staða nýlegrar skýrslu Hafrannsóknastofnunar (Nytjastofnar sjávar 2006/2007) er að ástandi þorskstofnsins hefur hrakað á síðustu árum. Sterkar vísbendingar hafa komið fram um að hrygningarstofn þorsks við Ísland sé hættulega lítill. Þá kemur einnig fram að nauðsynlegt sé að draga úr aflaheimildum í ýsu, karfa og ufsa í ljósi ástands þess- ara stofna. Í tillögum Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár er lagt til að veiðiheimildir í þorski verði skornar niður um þriðjung, hámarksafli ýsu minnki um tæp 10%, ufsa um 25% og gullkarfa um hátt í 40%. Gangi tillögurnar eftir mun samdráttur í aflaheimildum helstu botnfisktegunda valda því að útflutningsverðmæti sjávarafurða verði um 22 ma.kr. minna á næsta ári en annars hefði verið, en um 5-6 ma.kr. á þessu almanaksári. Sjávarútvegsráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um leyfilegan hámarksafla á næsta fiskveiðiári en í ljósi tillagna Hafrannsóknastofnunar verður að reikna með verulegum afla- samdrætti. Í þeirri þjóðhagsspá sem birtist í þessu hefti Peningamála er gert ráð fyrir að hámarksaflaheimildir í þorski verði skertar um 17%. Ekki er gert ráð fyrir að aflaheimildir í öðrum botnfisktegundum verði skertar frá því sem þær eru á yfirstandandi fiskveiðiári.3 2. Afl i helstu botnfi sktegunda á N-Atlantshafssvæðinu er talinn verða um 3% minni í ár en afl inn 2004. Sérstaklega á þetta við um verðmætustu tegundir botnfi sks, þorsk, ýsu og fl atfi sk. Þorskafl inn er talinn munu dragast saman um 15%, karfi um 15% en ýsuafl inn aukast um 7% og ufsaafl inn um 24%. Til samanburðar jókst neysla sjávarafurða um 6% í Bretlandi á síðasta ári en Bretlandsmarkaður er stærsti markaður íslenskra sjávarafurða. 3. Í þjóðhagsspá sem birtist í síðustu Peningamálum var reiknað með um 4% magnaukningu í útfl utningi sjávarafurða á þessu ári og óbreyttu magni árið 2008. Við þá skerðingu sem að ofan greinir hefur þessum forsendum verið breytt þannig að nú er reiknað með 1% magnaukningu á þessu ári en 6% samdrætti í magni á næsta ári. Sem jafnan fyrr eru þessar forsendur háðar verulegri óvissu og skal bent á að mikil óvissa er um loðnustofninn og afl inn mjög sveifl ukenndur milli ára. Miklu skiptir varðandi afl averðmæti og útfl utningsmagn á næsta ári hvernig loðnuafl inn mun verða. Heimildir: Fiskistofa, Hagstofa Íslands. Þús. tonna Mynd II-7 Afli og útflutningsverðmæti sjávarafurða 0 200 400 600 800 1.000 1.200 200720062005 Magn afla janúar-maí Skel- fiskur Upp- sjávar- fiskur Botn- fiskur Ma.kr. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 200720062005 Útflutningsverðmæti sjávarafurða Annað Mjöl og lýsi Saltað Fryst Ferskt 1. Staðvirt með veginni neysluverðsvísitölu í helstu viðskiptalöndunum. Árlegar tölur 1990-2006, nýjasta gildi er fyrir maí 2007. Heimild: Hagstofa Íslands. 1990 = 100 Mynd II-8 Verðlag sjávarafurða í erlendri mynt1 85 90 95 100 105 110 20062002199819941990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.