Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.07.2007, Blaðsíða 53
Daníel Svavarsson og Pétur Örn Sigurðsson1 Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur 1. Daníel Svavarsson er hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands og Pétur Örn Sigurðsson er hagfræðingur á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands. Höfundar vilja þakka Arnóri Sighvatssyni, Ásgeiri Daníelssyni, Jakobi Gunnarssyni, Tómasi Erni Kristinssyni og Tryggva Pálssyni fyrir gagnlegar ábendingar. Höfundar eru einir ábyrgir fyrir öllum göllum sem eftir standa. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfunda og þurfa ekki að endur - spegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Inngangur Alls námu erlendar skuldir 5.916 ma.kr. í árslok 2006, en erlendar eign- ir alls 4.518 ma.kr. Hrein staða var því neikvæð um 1.397 ma.kr. eða um 122% af vergri landsframleiðslu (sjá mynd 1). Sé einungis litið til hreinnar erlendrar skuldastöðu, þ.e.a.s. hreinnar stöðu án áhættufjár- magns, er staðan neikvæð um 2.371 ma.kr. eða sem nemur rúmlega tvöfaldri landsframleiðslu ársins 2006. Jafnhliða auknum erlendum eignum og skuldum hefur vægi þátta - tekna í greiðslujöfnuði Íslands aukist mikið á síðustu árum. Fyrir aðeins örfáum árum voru vöruviðskipti langstærsti liðurinn, en samhliða auknu frelsi í fjármagnsfl utningum og aukinni þátttöku Íslands í alþjóðavið- skiptum margfölduðust þáttatekjur. Árið 1996 voru þáttatekjur tæpir 7 ma.kr. en árið 2006 var þessi upphæð komin í rúmlega 167 ma.kr. Á sama tíma hafa tekjur af útfl utningi vöru og þjónustu rétt rúmlega tvöfaldast. Þáttagjöld hafa hins vegar aukist enn meira en tekjurnar á þessu tímabili eða úr 18 ma.kr. árið 1996 í 268 ma.kr. í fyrra. Alls skýrði halli á þáttatekjum um þriðjung af viðskiptahalla ársins 2006. Umfang erlendrar fjárfestingar og lántöku er ekki hið eina sem hefur áhrif á hreina stöðu Íslands gagnvart umheiminum. Til viðbótar Staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur tekið miklum breytingum á síðustu misserum. Erlendar eignir og skuldir Íslendinga hafa margfaldast á aðeins örfáum árum, en erlendar skuldir hafa aukist talsvert meira en erlendar eignir. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er því orðin mjög neikvæð í hlutfalli við landsframleiðslu og hrein skuld með því mesta sem dæmi eru um í heiminum. Á sama tíma og erlendar skuldir hafa hækkað hafa hreinar vaxta- og arð- greiðslur til útlanda aukist mikið og vega þungt í viðskiptahallanum. Komið hafa fram efasemdir um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem liggja að baki mati á hreinni stöðu þjóðarbúsins og viðskiptahallanum og meðal annars verið bent á ósamræmi á milli fl æði- og stöðustærða. Þá hefur því verið haldið fram að eignir þjóðarbúsins séu stórlega vanmetnar og að einhverju leyti vantaldar. Í greininni er fjallað um þróun eigna og skulda þjóðarbúsins undanfarin ár og samhengi þeirra við jöfnuð þáttatekna. Fjallað er um aðferðir sem notaðar eru við skráningu gagna og reynt að greina mögulega annmarka sem gætu skýrt framangreint misræmi. Í mörgum löndum er glímt við hliðstæð vandamál. Í greininni er því einnig fjallað um niðurstöður erlendra rannsókna á þessu sviði í ljósi stöðunnar sem er uppi hér á landi. Niðurstaða höfunda er að uppgjör greiðslujafnaðar og skráning erlendrar stöðu þjóðarbúsins sé í samræmi við erlenda staðla og venjur. Það sé hins vegar ljóst að við vissar aðstæður gefi núverandi aðferðafræði við mat á ávöxt- un hlutabréfa og mat á hreinni fjármunaeign ekki nægilega heildstæða mynd. Væri t.d. tekið tillit til verðbreytinga á hlutabréfum í jöfnuði þáttatekna er ljóst að viðskiptahallinn árið 2006 væri talsvert minni en miðað við núverandi aðferðafræði, en að sama skapi væri viðskiptahallinn fyrir árið 2005 töluvert meiri. Eins telja höfundar að til hliðar við núverandi skráningu erlendrar stöðu mætti efl a upplýsingagjöf með því að meta hreina erlenda fjármunaeign einnig á uppreiknuðu kostnaðarverði og áætluðu markaðsverðmæti. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Erlend staða þjóðarbúsins 1. ársfj. 1998 - 4. ársfj. 2006 Ma.kr. Hrein staða við útlönd (v. ás) Hrein staða sem hlutfall af VLF (h. ás) % af VLF -1.600 -1.400 -1.200 -1.000 -800 -600 -400 -200 0 -160 -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 200620052004200320022001200019991998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.