Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 5

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 5
P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 5 I Efnahagshorfur og helstu óvissuþættir Meginþættir grunnspár Seðlabankans Vextir Seðlabankans óbreyttir frá því í nóvember í fyrra ... Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur haldið vöxtum bankans óbreyttum frá því að þeir voru hækkaðir um 0,25 prósentur í nóvember í fyrra. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana í Seðlabankanum voru því 5% fyrir útgáfu þessara Peningamála, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 5,75%, veðlánavextir 6% og daglánavextir 7%. Þar sem lausafjárstaða fjármálakerfisins er tiltölulega rúm, er eftir- spurn fjármálafyrirtækja eftir lausafjárfyrirgreiðslu frá Seðlabankanum takmörkuð og því liggja virkir vextir bankans nær innlánsvöxtum hans. Miðað við einfalt meðaltal vaxta á innlánsreikningum fjármála- fyrirtækja í Seðlabankanum og á 28 daga innstæðubréfum eru þeir nú um 5,4%. Frá því að vextir bankans voru lægstir í ágúst 2011 hafa þeir hækkað um 1,75 prósentur en um 1 prósentu frá sama tíma fyrir ári. Skammtímamillibankavextir hafa þróast með svipuðum hætti og vextir Seðlabankans. Voru vextir til einnar nætur 5,25% rétt fyrir 1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir um miðjan maí. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Efnahagsbatinn heldur áfram þrátt fyrir lakari hagvaxtarhorfur Gengi krónunnar hefur styrkst töluvert að undanförnu þrátt fyrir frekari rýrnun viðskiptakjara. Alþjóðleg efnahagsumsvif hafa verið minni en áður var spáð og alþjóðlegar hagvaxtarhorfur versnað. Óvissa og ótti um nýjan efnahagssamdrátt hafa þó minnkað. Gert er ráð fyrir að hægfara efnahagsbati meðal helstu viðskipta- landa nái að festa rætur þegar líða tekur á þetta ár. Þótt þróun innlendrar eftirspurnar í fyrra hafi verið í takt við febrúarspá Peningamála, reyndist hagvöxtur nokkru minni. Gert er ráð fyrir minni hagvexti í ár en spáð var í febrúar eða 1,8% í stað 2,1%. Endurspeglar það fyrst og fremst talsvert lakari horfur um þróun atvinnuvega- fjárfestingar, byggt á nýjum upplýsingum um fjárfestingaráform innlendra fyrirtækja fyrir árið í ár. Þótt hag- vaxtarhorfur fyrir næstu tvö ár séu einnig taldar lakari en í febrúar, er áfram gert ráð fyrir ágætum hagvexti eða 3-3½% á ári. Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur í ár og næstu tvö ár 2,8%, sem er svipað meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og með því mesta meðal þróaðra ríkja. Innlendur efnahagsbati heldur því áfram, þótt hann hafi verið hægari en áður hafði verið vonast eftir. Nýjustu vísbendingar benda einnig til áframhaldandi bata á vinnumarkaði. Starfandi fólki hélt áfram að fjölga á fyrsta ársfjórðungi og svo virðist sem meðalvinnutími sé hættur að styttast. Heildarvinnustundum fjölgaði nokkru meira en spáð var í febrúar. Atvinnuleysi er komið niður í 4,6% þegar tekið hefur verið tillit til árstíðar. Hefur atvinnuleysi minnkað og hlutfall starfandi hækkað meira að undanförnu en að jafnaði í öðrum OECD-ríkjum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað í 4% í lok spátímans, um mitt ár 2016, sem er svipað og spáð var í febrúar. Líkt og Seðlabankinn spáði hefur verðbólga hjaðnað tiltölulega hratt undanfarið og mældist 3,3% í apríl. Kjarnaverðbólga og aðrir mælikvarðar á innlenda verðbólgu hafa hins vegar hjaðnað hægar. Það ásamt langtímaverðbólguvæntingum umfram markmið bendir til þess að enn sé nokkur verðbólguþrýstingur til staðar. Hærra gengi krónunnar og hægari efnahagsumsvif valda því að verðbólguhorfur hafa heldur batnað frá því í febrúar, en á móti vegur að launahækkanir hafa verið meiri en áður var talið og horfur eru á hægari framleiðnivexti á spátímanum, sem leiðir til þess að launakostnaður á framleidda einingu eykst meira. Sem fyrr er nokkur óvissa um gengis- og verðbólguhorfur og styrk og varanleika innlends efnahagsbata, sérstaklega í ljósi óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur. Mynd I-1 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtíma- markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 10. maí 2013 % Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglánavextir Vextir á veðlánum Vextir til einnar nætur á millibankamarkaði Vextir á viðskiptareikningum Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 0 2 4 6 8 10 12 2010 2011 2012 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.