Peningamál - 15.05.2013, Side 37

Peningamál - 15.05.2013, Side 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 37 Samneysla sveitarfélaga meiri en vænst var en útgjöld ríkissjóðs í takt við væntingar Við endurskoðun á tölum ársins 2011 hækkaði samneysla þess árs um 2,6 ma.kr. að nafnvirði frá fyrra mati og er samdráttur hennar að raunvirði nú talinn vera þó nokkru minni en áður var áætlað eða 0,2% í stað 0,9%. Endurskoðunina má rekja til þess að samneysla sveitar- félaga reyndist meiri en áður hafði verið reiknað með. Samdráttur samneyslunnar í fyrra er nú nánast enginn í stað þess að vera liðlega 1%. Því hefur aðhald í útgjöldum hins opinbera undanfarin misseri verið nokkru minna en Seðlabankinn hafði gengið út frá. Hækkun á mati Hagstofunnar má að mestu leyti rekja til aukinna útgjalda þeirra sveitarfélaga sem hafa skilað hagstæðastri afkomu. Aðhald í sam- neyslu ríkissjóðs er hins vegar í takt við febrúarspá bankans. Framlag opinberra útgjalda til hagvaxtar jákvætt á ný Þrátt fyrir meiri samneyslu en áður var talið, var framlag opinberra útgjalda til hagvaxtar á síðasta ári neikvætt um 0,4 prósentur, en fjár- festing hins opinbera dróst saman um 17% á árinu. Hefur hún ekki mælst minni sem hlutfall af landsframleiðslu um áratuga skeið eða einungis um 1,8%. Í ár er gert ráð fyrir að samneysla aukist um 0,5% og fjárfesting hins opinbera um tæplega 18%. Spáð er áþekkum vexti samneyslu og áframhaldandi vexti opinberrar fjárfestingar út spá- tímabilið þótt hann verði nokkru minni en á þessu ári. Gangi það eftir verður framlag útgjalda hins opinbera til hagvaxtar jákvætt í ár og út spátímann en það hefur verið neikvætt frá árinu 2009. Nánar er fjallað um opinber fjármál í kafla V. Fjárfesting atvinnuveganna jókst en undirþættir þróuðust með ólíkum hætti Fjárfesting atvinnuveganna jókst um 8,6% í fyrra. Fjárfesting í skipum og flugvélum vó þar þungt á metunum, því að stóriðjutengd fjár- festing dróst saman um rúman fjórðung frá fyrra ári og almenn atvinnuvegafjárfesting (þ.e. atvinnuvegafjárfesting utan stóriðju, skipa og flugvéla) stóð í stað. Eins og í undanförnum spám hafa orðið nokkrar sviptingar í horfum um stóriðjutengda fjárfestingu. Nú er gert ráð fyrir að stóriðjutengd fjárfesting dragist saman um tæplega 5½% í ár, en í febrúar var búist við áþekkum vexti. Búist er við því að stór- iðjufjárfesting verði 5-10% minni á spátímanum en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Þessar breytingar skýrast einkum af því að áætlað er að sumar framkvæmdir verði seinna á ferðinni en áður var ráðgert og í sumum tilvikum eftir að spátímabili lýkur. Mynd IV-7 Einkaneysla og kaupmáttur ráðstöfunartekna 2000-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Kaupmáttur ráðstöfunartekna Einkaneysla því skuldir heimila lækkað um rúmlega 244 ma.kr. vegna þessara þátta frá því að fjármálakreppan skall á eða sem nemur fjórðungi af áætlaðri einkaneyslu þessa árs eða tæplega 14% af vergri lands- framleiðslu. Þá er ótalin niðurfelling skulda sem sumar lánastofnanir réðust í áður en úrræði stjórnvalda voru kynnt og gengislán dæmd ólögleg. 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Br. frá fyrra ári (%) Mynd IV-8 Samneysla og fjárfesting hins opinbera 2010-20151 Samneysla (v. ás) Fjárfesting hins opinbera (v. ás) Opinber útgjöld í ráðstöfunaruppgjöri (h. ás) Framlag til hagvaxtar (prósentur) -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 201520142013201220112010 -5,5 -4,0 -2,5 -1,0 0,5 2,0

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.