Peningamál - 15.05.2013, Side 62

Peningamál - 15.05.2013, Side 62
P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 62 PENINGASTEFNAN OG STJORNTÆKI HENNAR Regluleg viðskipti Regluleg viðskipti geta verið til allt að 7 daga. Tilgangur þeirra er að auka eða draga úr framboði lausafjár. Seðlabankinn ákveður í hvert sinn hversu mikið lausafé hann lánar fjármálafyrirtækjum eða dregur af markaði. Miðvikudagar eru að öllu jöfnu viðskiptadagar Seðlabankans. Seðlabankinn getur átt viðskipti aðra daga sé þess talin þörf. Helstu tegundir reglulegra viðskipta eru: • Lán gegn veði: Lán til 7 daga eða skemur. Fjármálafyrirtæki þurfa að leggja fram tryggingar sem Seðlabankinn telur hæfar í við- skiptum. • Innstæðubréf til 7 daga eða skemur: 7 daga innstæðubréf sem Seðlabankinn selur fjármálafyrirtækjum. Seðlabankinn getur í útboðum ákveðið að halda vöxtum og fjárhæð- um föstum eða láta fjármálafyrirtæki bjóða í annað hvort eða hvort tveggja. Seðlabankinn getur hafnað öllum tilboðum eða hluta þeirra. Aðrir fjármálagerningar sem Seðlabankinn getur notað til að auka eða draga úr framboði lausafjár eru endurhverf verðbréfavið- skipti, gjaldmiðlaskiptasamningar og bundin innlán. Önnur viðskipti Seðlabankinn getur með sérstakri ákvörðun átt viðskipti við fjármála- fyrirtæki til lengri tíma en viku með sömu fjármálagerninga og í reglu- legum viðskiptum. Frá hausti 2009 hefur Seðlabankinn selt vikulega innstæðubréf til 28 daga í senn til fjármálafyrirtækja í því skyni að draga úr lausu fé á markaði og styðja við vaxtamyndun á millibankamarkaði með krónur. Bindiskylda Bindiskylda er lögð á fjármálafyrirtæki sem ekki eru háð framlögum á fjárlögum í rekstri sínum. Hún miðast við bindigrunn sem eru inn- stæður, útgefin skuldabréf og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir þann hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja ára eða skemur. Binditímabil er frá 21. degi hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar og skal innstæða á bindireikningi ná tilskildu hlutfalli að meðaltali á binditímabilinu. Bindiskylda nær ekki til útibúa íslenskra fjármálafyrirtækja sem starfa utan Íslands. Inngrip á gjaldeyrismarkaði Inngripum á gjaldeyrismarkaði er einungis beitt, samkvæmt yfir- lýsingunni um verðbólgumarkmið frá 2001, telji Seðlabankinn það nauðsynlegt til þess að stuðla að verðbólgumarkmiði sínu eða telji hann að gengissveiflur geti teflt stöðugleika fjármálakerfisins í tvísýnu.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.